Höfðu strax samband við birgjana þegar ostafréttirnar bárust Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 20:00 Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Vísir/Arnar Mjólkursamsalan hafði strax samband við birgja sína þegar fréttir bárust af því í vikunni að mygluostarnir camembert og brie væru í útrýmingarhættu. Vöruþróunarstjóri telur ostaunnendur ekki þurfa að hafa áhyggjur, ostarnir séu ekki á útleið í bráð - þó að útlit þeirra gæti breyst þegar fram líða stundir. Óhætt er að fullyrða að skelfing hafi gripið um sig meðal sælkera landsins í gærmorgun þegar fréttir bárust af því að mygluostarnir brie og camembert væru í bráðri útrýmingarhættu. Allt er þetta rakið til hins einkennandi hvíta hýðis ostanna. Albinóastofn tiltekins myglusvepps er sá eini sem notaður hefur verið við framleiðslu ostanna, til að halda þeim skjannahvítum. Afleiðingarnar eru þær að sveppurinn virðist orðinn innræktaður og stofn hans því afar hætt kominn. Fréttirnar komu Mjólkursamsölunni í opna skjöldu og viðbragða var strax leitað hjá erlendum birgjum sem fyrirtækið kaupir sína sveppi af. „Þetta kom þeim á óvart líka, þannig að ef maður er alveg hreinskilinn þá er þetta ekki komið beint í almannaróm,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Þannig að sælkerar landsins geta kannski andað léttar í bili? „Ég vona það, ég held að við séum ekki alveg komin á bjargbrúnina enn þá. En eins og ég segi, maður þorir ekki að fullyrða neitt, en ég held að við séum tiltölulega örugg. Ég hef trú á því,“ segir Björn. Hvíta útlitið mögulega á undanaldi Þá er vert að nefna að camembert hefur alls ekki alltaf verið hvítur; fram til 1950 var hann gjarnan grá- eða grænleitur, jafnvel með appelsínugula slikju. Og nýjustu fréttir gætu þýtt afturhvarf til þess; framleiðendur þurfi mögulega að fá inn nýja stofna myglusveppsins. „Maður gæti þá verið að horfa á það að þessir ostar yrðu sérkennilegir í útliti, og kannski bragði líka,“ segir Björn. Þannig að þetta hefðbundna hvíta útlit gæti verið á undanhaldi miðað við þessar fréttir? „Það er möguleiki. Það er kannski ein birtingarmynd á þessu og gæti verið áhugavert að sjá, þegar maður opnar camembertboxið, hvaða litur er á ostinum í hvert skipti.“ Neytendur Matur Tengdar fréttir Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. 6. febrúar 2024 06:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að skelfing hafi gripið um sig meðal sælkera landsins í gærmorgun þegar fréttir bárust af því að mygluostarnir brie og camembert væru í bráðri útrýmingarhættu. Allt er þetta rakið til hins einkennandi hvíta hýðis ostanna. Albinóastofn tiltekins myglusvepps er sá eini sem notaður hefur verið við framleiðslu ostanna, til að halda þeim skjannahvítum. Afleiðingarnar eru þær að sveppurinn virðist orðinn innræktaður og stofn hans því afar hætt kominn. Fréttirnar komu Mjólkursamsölunni í opna skjöldu og viðbragða var strax leitað hjá erlendum birgjum sem fyrirtækið kaupir sína sveppi af. „Þetta kom þeim á óvart líka, þannig að ef maður er alveg hreinskilinn þá er þetta ekki komið beint í almannaróm,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Þannig að sælkerar landsins geta kannski andað léttar í bili? „Ég vona það, ég held að við séum ekki alveg komin á bjargbrúnina enn þá. En eins og ég segi, maður þorir ekki að fullyrða neitt, en ég held að við séum tiltölulega örugg. Ég hef trú á því,“ segir Björn. Hvíta útlitið mögulega á undanaldi Þá er vert að nefna að camembert hefur alls ekki alltaf verið hvítur; fram til 1950 var hann gjarnan grá- eða grænleitur, jafnvel með appelsínugula slikju. Og nýjustu fréttir gætu þýtt afturhvarf til þess; framleiðendur þurfi mögulega að fá inn nýja stofna myglusveppsins. „Maður gæti þá verið að horfa á það að þessir ostar yrðu sérkennilegir í útliti, og kannski bragði líka,“ segir Björn. Þannig að þetta hefðbundna hvíta útlit gæti verið á undanhaldi miðað við þessar fréttir? „Það er möguleiki. Það er kannski ein birtingarmynd á þessu og gæti verið áhugavert að sjá, þegar maður opnar camembertboxið, hvaða litur er á ostinum í hvert skipti.“
Neytendur Matur Tengdar fréttir Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. 6. febrúar 2024 06:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. 6. febrúar 2024 06:00