Nógu heilsuhraustur fyrir símtal Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2024 16:09 Karl Bretakonungur og Rishi Sunak, forsætisráðherra á góðri stundu. Chris Jackson/Getty Images Breska forsætisráðuneytið tilkynnti fjölmiðlum sérstaklega að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hyggist ræða við Karl Bretakonung símleiðis í dag. Eins og greint var frá því á dögunum er Karl með krabbamein. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að tilkynningin sé mjög óvenjuleg. Allajafna séu fjölmiðlar ekki látnir vita af samskiptum konungsins og forsætisráðherra, sem ræða saman vikulega. Miðillinn hefur eftir talsmanni forsætisráðherrans að tilkynningin hafi verið send út í samráði við konungshöllina. Þetta sé einsdæmi og er þess getið í umfjöllun Guardian að ætlunin sé að sýna fram á að konungurinn geti sinnt sumum skyldum sínum þrátt fyrir að gangast nú undir krabbameinsmeðferð. „Við gerum þetta almennt ekki og við erum ekki að fara að gera það að venju að tjá okkur um samtöl forsætisráðherrans við konunginn. Í samráði við höllina staðfestum við hinsvegar í þessu sérstaka tilfelli, að þeir munu ræða saman símleiðis.“ Sinnir lágmarks skyldum Greint var frá því á mánudaginn að Karl hefði greinst með krabbamein. Ekki hefur komið fram hvers konar krabbamein sé um að ræða. Krabbameinið uppgötvaðist þegar Karl var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir meðferð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Karl mun gangast undir meðferð og mun ekki sinna opinberum embættisverkum um ófyrirsjáanlega framtíð. Fram kemur í frétt Guardian að konungurinn muni hinsvegar sinna einhverjum skyldustörfum. Meðal annars ræða við forsætisráðherrann, líkt og tilkynning forsætisráðuneytisins ber með sér. Vilhjálmur krónprins mun annast opinber embættisverk konungsins í hans stað á meðan. Eiginkona hans, Katrín Middleton, er sjálf að jafna sig eftir skurðaðgerð og mun hún ekki sinna opinberum embættisverkum fyrr en eftir páska. Kóngafólk Karl III Bretakonungur Bretland Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Menning Fleiri fréttir „Mitt verkefni var að finna glöðu, kátu og jákvæðu Elvu aftur“ Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að tilkynningin sé mjög óvenjuleg. Allajafna séu fjölmiðlar ekki látnir vita af samskiptum konungsins og forsætisráðherra, sem ræða saman vikulega. Miðillinn hefur eftir talsmanni forsætisráðherrans að tilkynningin hafi verið send út í samráði við konungshöllina. Þetta sé einsdæmi og er þess getið í umfjöllun Guardian að ætlunin sé að sýna fram á að konungurinn geti sinnt sumum skyldum sínum þrátt fyrir að gangast nú undir krabbameinsmeðferð. „Við gerum þetta almennt ekki og við erum ekki að fara að gera það að venju að tjá okkur um samtöl forsætisráðherrans við konunginn. Í samráði við höllina staðfestum við hinsvegar í þessu sérstaka tilfelli, að þeir munu ræða saman símleiðis.“ Sinnir lágmarks skyldum Greint var frá því á mánudaginn að Karl hefði greinst með krabbamein. Ekki hefur komið fram hvers konar krabbamein sé um að ræða. Krabbameinið uppgötvaðist þegar Karl var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir meðferð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Karl mun gangast undir meðferð og mun ekki sinna opinberum embættisverkum um ófyrirsjáanlega framtíð. Fram kemur í frétt Guardian að konungurinn muni hinsvegar sinna einhverjum skyldustörfum. Meðal annars ræða við forsætisráðherrann, líkt og tilkynning forsætisráðuneytisins ber með sér. Vilhjálmur krónprins mun annast opinber embættisverk konungsins í hans stað á meðan. Eiginkona hans, Katrín Middleton, er sjálf að jafna sig eftir skurðaðgerð og mun hún ekki sinna opinberum embættisverkum fyrr en eftir páska.
Kóngafólk Karl III Bretakonungur Bretland Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Menning Fleiri fréttir „Mitt verkefni var að finna glöðu, kátu og jákvæðu Elvu aftur“ Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Sjá meira