„Getum einfaldlega ekki haldið áfram í einhverri blindni“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2024 19:12 Bjarni sagði það ekki slá sig vel að sjá börn mótmæla á Austurvelli í dag. Vísir/Arnar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir dagaspursmál um að ráðherranefndin og ríkisstjórnin komist til botns í umræðu sinni um málefni hælisleitenda og geti því myndað sér nýja stefnu í málaflokknum. Hann segir að það gæti gerst innan skamms að Ísland fari að bjarga fólki, en segist óttast að innviðir landsins springi. „Það getur engin sagt, þegar við höfum verið á meðal hæstu þjóða í framlögum til mannúðaraðstoðar á þessu svæði og verið að taka á móti þetta mörgum flóttamönnum og hælisleitendum til Íslands, að hér sé ekkert að gerast. Það er bara alrangt. Það stenst enga skoðun,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni nefndi að af þeim 850 manns sem Norðurlöndin hafi sótt séu um 750 ríkisborgarar. „Þeir sem eru dvalarleyfishafar og hafa verið sóttir til Gasa eru 100, fyrir öll Norðurlöndin. Það er álíka eins og ef við ættum eftir að sækja til Gasa tvo til þrjá. En við erum með beiðni að veita aðstoð um hundrað manns.“ s „Þegar að hælisleitendamálaflokkurinn er farinn að kosta okkur Íslendinga tuttugu milljarða á ári þá er komið að því að við tökum einhverjar ákvarðanir sem standast einhverja skoðun. Þannig að við getum sem þjóð tekið almennilega, og staðið undir væntingum, þegar við bjóðum fólki að koma hingað og fá hæli og samþykkjum þeirra umsóknir. Við getum einfaldlega ekki haldið áfram í einhverri blindni að samþykkja mun fleiri en allir aðrir og sprengt alla innviði. Það er bara staðan sem við stöndum frami fyrir.“ Aðspurður um hvort að það sé óeining innan ríkisstjórnarinnar um málaflokkinn segir Bjarni svo ekki vera. „Við erum sammála um það að þessi mál þurfa vera að tekin til heildarendurskoðunar vegna þess ef við höldum áfram á þessari braut þá erum við algjörlega búin að missa stjórn á kostnaðinum og innviðirnir, til dæmis skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu og annars staðar, eru sprungnir.“ Mótmæli barna slá Bjarna ekki vel Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. „Við deilum auðvitað vanlíðan fólks og krakkanna með þetta ástand, sem er hrein hörmung. Það er ekki furða að mörgum líða illa yfir þessu ástandi sem við horfum upp á þarna niður frá á Gasa og þessi stríðsátök eru heilt yfir hrein hörmung,“ sagði Bjarni um mótmælin. Aðspurður um hvað honum þyki um að börn séu þarna að mótmæla sagði hann.: „Það slær mig nú ekkert sérstaklega vel, en það sýnir að þessi mál ná inn í alla þjóðfélagshópa.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Innflytjendamál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Sjá meira
„Það getur engin sagt, þegar við höfum verið á meðal hæstu þjóða í framlögum til mannúðaraðstoðar á þessu svæði og verið að taka á móti þetta mörgum flóttamönnum og hælisleitendum til Íslands, að hér sé ekkert að gerast. Það er bara alrangt. Það stenst enga skoðun,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni nefndi að af þeim 850 manns sem Norðurlöndin hafi sótt séu um 750 ríkisborgarar. „Þeir sem eru dvalarleyfishafar og hafa verið sóttir til Gasa eru 100, fyrir öll Norðurlöndin. Það er álíka eins og ef við ættum eftir að sækja til Gasa tvo til þrjá. En við erum með beiðni að veita aðstoð um hundrað manns.“ s „Þegar að hælisleitendamálaflokkurinn er farinn að kosta okkur Íslendinga tuttugu milljarða á ári þá er komið að því að við tökum einhverjar ákvarðanir sem standast einhverja skoðun. Þannig að við getum sem þjóð tekið almennilega, og staðið undir væntingum, þegar við bjóðum fólki að koma hingað og fá hæli og samþykkjum þeirra umsóknir. Við getum einfaldlega ekki haldið áfram í einhverri blindni að samþykkja mun fleiri en allir aðrir og sprengt alla innviði. Það er bara staðan sem við stöndum frami fyrir.“ Aðspurður um hvort að það sé óeining innan ríkisstjórnarinnar um málaflokkinn segir Bjarni svo ekki vera. „Við erum sammála um það að þessi mál þurfa vera að tekin til heildarendurskoðunar vegna þess ef við höldum áfram á þessari braut þá erum við algjörlega búin að missa stjórn á kostnaðinum og innviðirnir, til dæmis skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu og annars staðar, eru sprungnir.“ Mótmæli barna slá Bjarna ekki vel Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. „Við deilum auðvitað vanlíðan fólks og krakkanna með þetta ástand, sem er hrein hörmung. Það er ekki furða að mörgum líða illa yfir þessu ástandi sem við horfum upp á þarna niður frá á Gasa og þessi stríðsátök eru heilt yfir hrein hörmung,“ sagði Bjarni um mótmælin. Aðspurður um hvað honum þyki um að börn séu þarna að mótmæla sagði hann.: „Það slær mig nú ekkert sérstaklega vel, en það sýnir að þessi mál ná inn í alla þjóðfélagshópa.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Innflytjendamál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Sjá meira