Innlent

Katla skalf í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skjálftinn í nótt var upp á 3.4 stig.
Skjálftinn í nótt var upp á 3.4 stig. Vísir/RAX

Skjálfti upp á 3,4 stig reið yfir í austanverðri Kötluöskju klukkan sautján mínútur yfir fjögur í nótt.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftar af þessari stærðargráðu séu ekki óalgengir í Mýrdalsjökli og var síðast skjálfti af svipaðri stærð, 3,3 þann 29. ágúst síðastliðinn.

Þá segir ennfremur að líkön sem byggja á GPS gögnum frá 1. febrúar sl. sýni að nú hafa um það bil 6,5 milljón rúmmetrar flætt inn í kvikuhólfið kennt við Svartsengi.

Miðað við þetta mat sé líklegt að kvikumagnið nái svipuðu rúmmáli og fyrir eldgosið 14. janúar á næstu tveimur vikum og jafnvel næstu dögum. Þetta þýðir að líkurnar á kvikuhlaupi og eldgosi hafi aukist.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×