Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíkjum við inn í Grindavík í fyrsta sinn í nokkrar vikur og sjáum myndir af skemmdum og sprungum í bænum. Þá kemur fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands í myndver og ræðir stöðuna á Reykjanesi en auknar líkur eru taldar á eldgosi á jafnvel næstu dögum.

Mikill viðbúnaður var á Austurvelli í dag þar sem mótmælendur komu saman og kölluðu eftir því að stjórnvöld beiti sér í fjölskyldusameiningum dvalarleyfishafa frá Gaza. Við ræðum við þingmann Samfylkingar í beinni um málið.

Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hófst í dag. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. Kristján Már Unnarsson fer yfir stöðuna í kvöldfréttum.

Þá heyrum við brot úr þakkarræðu og flutningi Laufeyjar Lin sem hlaut Grammy-verðlaun í gær og ræðum við manninn sem kenndi henni á selló auk þess sem við kíkjum í heimsókn til hjóna sem hafa safnað hátt í fjögur hundruð smábílum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×