Lífið

„Pabbinn þarf á á­falla­hjálp að halda“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Arnar og María eignuðust stúlku um helgina.
Arnar og María eignuðust stúlku um helgina. Arnar Gunnlaugsson

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og kærasta hans, María Builien Jónsdóttir, líffræðingur og tölvunarfræðingur, eignuðust stúlku 3. febrúar síðastliðinn. 

Stúlkan fæddist aðeins tuttugu mínútum eftir að þau mættu á spítalann.

„Fallega stelpan okkar kom í heiminn kl 14:22 á laugardaginn 03.02.24,“ skrifar Arnar og birtir fallegar myndir af stúlkunni ásamt systrum sínum. 

„Hetjan mín hún María og barni heilast vel en pabbinn þarf á áfallahjálp að halda.“

Fyrir eiga þau eina dóttur. Arnar á tvö börn úr fyrra sambandi.

María og Arnar byrjuðu að stinga saman nefjum árið 2017. Nokkur aldursmunur er á parinu en Arnar er fæddur árið 1973 og María árið 1989. Því munar 16 árum á þeim.


Tengdar fréttir

Arnar Gunnlaugsson þjálfari ársins

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, er þjálfari ársins 2023 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×