Lífið

Til­einkaði flutninginn ást­vinum sem féllu frá langt fyrir aldur fram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björgvin er kominn áfram í úrslitin.
Björgvin er kominn áfram í úrslitin.

Fjórði þáttur Idolsins í beinni útsendingu fór fram í Idolhöllinni á föstudagskvöldið. Þátturinn var æsispennandi, fjórir keppendur mættu til leiks en aðeins þrír komust áfram í úrslitin. Einn keppenda þurfti því að taka poka sinn.

Ólíkt fyrri þáttum var ekkert þema heldur áttu keppendur að flytja eitt ástarlag og eitt lag sem dómarar höfðu valið fyrir þau. Eins og síðustu þrjú úrslitakvöld voru örlög keppenda í höndum áhorfenda en ekki dómara og munu úrslitin í næstu viku ráðast í símakosningu.

Björgvin flutti persónulegt lag sem hann tileinkaði flutningum ástvinum sem nýlega misstu fjölskyldumeðlimi langt fyrir aldur fram.

Hann flutti lagið Losing You eftir Randy Newman. Einstaklega fallegur flutningur og má sjá brot af honum hér að neðan.

Úrslitin af Idol fara fram næsta föstudagskvöld og verða í beinni útsendingu á Stöð 2. Þá keppa þau Jóna Margrét, Björgvin og Anna Fanney.

Klippa: Tileinkaði flutninginn ástvinum sem féllu frá langt fyrir aldur fram

Fleiri fréttir

Sjá meira


×