Spilað á borðspil á Hvolsvelli alla helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2024 13:30 Hilmar Kári Hallbjörnsson hjá borðspil.is, sem stendur fyrir hátíðinni um helgina á Hvolsvelli. Sjálfur á hann 903 borðspil. Aðsend Mikil stemming er á Hvolsvelli um helgina þegar borðspil eru annars vegar því þar er hópur fólks komin saman til að spila allskonar borðspil og njóta samverunnar við hvert annað. Borðspilahátíðin, sem fer fram á Hótel Hvolsvelli hófst í gær og stendur fram á morgundaginn. Fimmtíu þyrstir spilaeinstaklingar eru á staðnum og spila stanslaust frá morgni til kvölds allskonar spil. Hilmar Kári Hallbjörnsson hjá borðspil.is stendur fyrir hátíðinni. „Þetta er bara hugmynd, sem við fengum fyrir þremur árum síðan, ákváðum að láta vaða þá í miðju Covid og þetta er þriðja árið í röð, sem við höldum hátíðina,” segir Hilmar Kári. Og hvers konar spil er verið að spila? „Þetta eru mikið til hobbí spil og þetta eru mikið til spil í þyngri kantinum en samt er verið að spila allt frá „Catan og Ticket” og upp úr.” Íslendingar hafa mjög gaman af því að spila borðspil og njóta um leið félagsskaparsins við hvert annað.Aðsend Hilmar segir mikinn áhuga á borðspilum á Íslandi og að hann fari vaxandi með hverju ári en félagsskapurinn skipti þar höfuðmáli, að spila með skemmtilegu fólki, sé ótrúlega skemmtilegt og gefandi. „Þetta er alveg rosalega stór og mikill heimur, miklu stærri en fólk gerir sér í raun og veru fyrir. Það eru gefin út á milli þrjú og fjögur þúsund spill á hverju ári. Þetta er alveg ótrúlegur heimur og eins og ég segi, ég byrjaði og datt inn í þetta hobbí árið 2018 og átti þá þrjú spil og var svona að prófa að dýfa stóru tánni ofan í þetta og núna á ég 903 spil,” segir Hilmar Kári um leið og hann hvetur áhugasama að reka inn nefið á Hótel Hvolsvöll um helgina og sjá þátttakendur spila á borðspilahátíð helgarinnar. Mikil og góð stemming er á Hvolsvelli þar sem um 50 þátttakendur hátíðarinnar skemmta sér við að spila allskonar borðspil.Aðsend Borðspil Rangárþing eystra Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Borðspilahátíðin, sem fer fram á Hótel Hvolsvelli hófst í gær og stendur fram á morgundaginn. Fimmtíu þyrstir spilaeinstaklingar eru á staðnum og spila stanslaust frá morgni til kvölds allskonar spil. Hilmar Kári Hallbjörnsson hjá borðspil.is stendur fyrir hátíðinni. „Þetta er bara hugmynd, sem við fengum fyrir þremur árum síðan, ákváðum að láta vaða þá í miðju Covid og þetta er þriðja árið í röð, sem við höldum hátíðina,” segir Hilmar Kári. Og hvers konar spil er verið að spila? „Þetta eru mikið til hobbí spil og þetta eru mikið til spil í þyngri kantinum en samt er verið að spila allt frá „Catan og Ticket” og upp úr.” Íslendingar hafa mjög gaman af því að spila borðspil og njóta um leið félagsskaparsins við hvert annað.Aðsend Hilmar segir mikinn áhuga á borðspilum á Íslandi og að hann fari vaxandi með hverju ári en félagsskapurinn skipti þar höfuðmáli, að spila með skemmtilegu fólki, sé ótrúlega skemmtilegt og gefandi. „Þetta er alveg rosalega stór og mikill heimur, miklu stærri en fólk gerir sér í raun og veru fyrir. Það eru gefin út á milli þrjú og fjögur þúsund spill á hverju ári. Þetta er alveg ótrúlegur heimur og eins og ég segi, ég byrjaði og datt inn í þetta hobbí árið 2018 og átti þá þrjú spil og var svona að prófa að dýfa stóru tánni ofan í þetta og núna á ég 903 spil,” segir Hilmar Kári um leið og hann hvetur áhugasama að reka inn nefið á Hótel Hvolsvöll um helgina og sjá þátttakendur spila á borðspilahátíð helgarinnar. Mikil og góð stemming er á Hvolsvelli þar sem um 50 þátttakendur hátíðarinnar skemmta sér við að spila allskonar borðspil.Aðsend
Borðspil Rangárþing eystra Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira