Bregðast við sögulegu álagi á björgunarsveitir Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 3. febrúar 2024 08:53 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sat fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir almannavarnir munu funda með bæjarstjórn Grindavíkur um aðgengi að bænum á þriðjudag. Hann segir almannavarnir nú vilja létta álagi á björgunarsveitir sem hafi sinnt mikilli þjónustu fyrir almannavarnir á Reykjanesi undanfarin ár. Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Víði í beinni útsendingu. Eins og fram hefur komið er Grindavík án neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar. Dreifikerfið er talið verulega laskað. Íbúum verður að óbreyttu hleypt í verðmætabjörgun á morgun og á mánudag. Funda með bæjarstjórn Bæjarfulltrúar Grindavíkur, meðal annars Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, hafa kallað eftir auknu aðgengi að bænum. Víðir segir að farið verði vel yfir stöðuna með bæjarfulltrúum á þriðjudag. „Og þá munum við fara vel yfir stöðuna með þeim og sjá hvernig við getum unnið þetta áfram í sameiningu eins og við höfum gert hingað til.“ Víðir segir að það sé mjög mismunandi milli svæði hvernig staðan sé. Verið sé að vinna svæðisbundið áhættumat til að mæta mögulegar hættur á mismunandi svæðum. Kemur ekki niður á viðbragðsgetu Í tilkynningu frá almannavörnum sem barst fjölmiðlum í gær kom meðal annars fram að langvarandi og endurtekin atburðarás hefði dregið úr úthaldi og aðgerðargetu almannavarnarkerfisins. Í fyrsta sinn í sögunni hafi langvarandi álag á björgunarsveitir valdið því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Kemur þetta niður á viðbragðsgetu? „Nei það er þetta sem snýr meira að þessum þjónustuverkefnum sem þeir hafa verið að vinna fyrir okkur. Björgunarsveitirnar eru og verða alltaf tilbúnar í útköll og mæta með allan þann mannskap sem þarf í það,“ segir Víðir. „En nú erum við að reyna að losa þær undan þessum miklu þjónustuverkefnum sem þær hafa verið að vinna fyrir Grindvíkinga og bara allt Reykjanesið undanfarin næstum því fjögur ár, að minnsta kosti þrjú ár, þannig þetta snýr fyrst og fremst að því að við verðum að leysa verkefni björgunarsveitanna í þessum öryggis- og þjónustuverkefnum með öðrum hætti en þeir eru eins og áður alltaf tilbúnir til útkalls.“ Víðir segir útlit fyrir að það muni nást að takmarka aðkomu björgunarsveita að verkefnum almannavarna. Björgunarsveitir verði með í verkefnum eftir helgi, en þó færri björgunarsveitarliðar en hafi verið með að undanförnu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Víði í beinni útsendingu. Eins og fram hefur komið er Grindavík án neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar. Dreifikerfið er talið verulega laskað. Íbúum verður að óbreyttu hleypt í verðmætabjörgun á morgun og á mánudag. Funda með bæjarstjórn Bæjarfulltrúar Grindavíkur, meðal annars Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, hafa kallað eftir auknu aðgengi að bænum. Víðir segir að farið verði vel yfir stöðuna með bæjarfulltrúum á þriðjudag. „Og þá munum við fara vel yfir stöðuna með þeim og sjá hvernig við getum unnið þetta áfram í sameiningu eins og við höfum gert hingað til.“ Víðir segir að það sé mjög mismunandi milli svæði hvernig staðan sé. Verið sé að vinna svæðisbundið áhættumat til að mæta mögulegar hættur á mismunandi svæðum. Kemur ekki niður á viðbragðsgetu Í tilkynningu frá almannavörnum sem barst fjölmiðlum í gær kom meðal annars fram að langvarandi og endurtekin atburðarás hefði dregið úr úthaldi og aðgerðargetu almannavarnarkerfisins. Í fyrsta sinn í sögunni hafi langvarandi álag á björgunarsveitir valdið því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Kemur þetta niður á viðbragðsgetu? „Nei það er þetta sem snýr meira að þessum þjónustuverkefnum sem þeir hafa verið að vinna fyrir okkur. Björgunarsveitirnar eru og verða alltaf tilbúnar í útköll og mæta með allan þann mannskap sem þarf í það,“ segir Víðir. „En nú erum við að reyna að losa þær undan þessum miklu þjónustuverkefnum sem þær hafa verið að vinna fyrir Grindvíkinga og bara allt Reykjanesið undanfarin næstum því fjögur ár, að minnsta kosti þrjú ár, þannig þetta snýr fyrst og fremst að því að við verðum að leysa verkefni björgunarsveitanna í þessum öryggis- og þjónustuverkefnum með öðrum hætti en þeir eru eins og áður alltaf tilbúnir til útkalls.“ Víðir segir útlit fyrir að það muni nást að takmarka aðkomu björgunarsveita að verkefnum almannavarna. Björgunarsveitir verði með í verkefnum eftir helgi, en þó færri björgunarsveitarliðar en hafi verið með að undanförnu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent