Innlent

Telja sig vera með skýra mynd af at­burðum á Nýbýlavegi

Árni Sæberg skrifar
Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu.
Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Vísir/Arnar

Yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á andláti sex ára drengs í Kópavogi miði vel. Lögreglan telji sig vera komna með skýra mynd af atburðum.

Lögreglan hefur haldið spilunum þétt að sér síðan tilkynnt var um andlát sex ára barns á Nýbýlavegi í Kópavogi að morgni miðvikudags. 

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir í samtali við Vísi að fátt sé hægt að gefa upp um málið að svo stöddu. Hann segir þó að lögregla telji sig vera komna með nokkuð skýra mynd af því sem gerðist morguninn örlagaríka.

Greint var frá því í gær að kona um fimmtugt hafi verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hún verður í haldi til miðvikudagsins 7. febrúar.

Grímur segir að ekkert sé hægt að gefa upp um tengsl konunnar og barnsins sem lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×