Innlent

Funda á­fram á morgun en gefa ekkert upp

Heimir Már Pétursson og Lovísa Arnardóttir skrifa
Sigríður Margrét sagði viðræður góðar og að þau myndu halda áfram að tala saman þar til þau semja.
Sigríður Margrét sagði viðræður góðar og að þau myndu halda áfram að tala saman þar til þau semja. Vísir/Einar

Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins komu til fundar hjá ríkissáttasemjara snemma í morgun eftir langan fund í gær. Fundi lauk um klukkan 17.30 í dag og verður haldið áfram klukkan níu á morgun. Það er þriðji fundardagur breiðfylkingarinnar og SA.

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur múlbundið sjálfan sig og samningafólk gagnvart fjölmiðlum.

Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA sagði í kvöldfréttum að fundurinn hefði verið góður og að það væri mikill vilji til að ganga frá samningum.

„Við höldum áfram að funda þar til við semjum,“ sagði Sigríður Margrét.

Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA tók undir orð Sigríðar og sagði umræður ganga vel.

Fjallað var um kjaramálin í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt er að horfa á það hér að neðan.


Tengdar fréttir

Vilhjálmur segir verðlækkun IKEA gott innlegg í kjaraviðræður

Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins settust aftur að samningaborði hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan níu í morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir verðlækkun IKEA gott innlegg í viðræðurnar.

„Þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kveðst temmilega bjartsýnn fyrir fund breiðfylkingar stéttarfélaga og SA í Karphúsinu í dag klukkan 14:00. Hann segir SA yfirleitt bíða fram á síðustu stundu með sýndan samningsvilja.

Laun hækkað um tíu prósent en kaup­máttur að­eins eitt

Launavísitala hækkaði um 9,8 prósent á milli áranna 2022 og 2023 en kaupmáttur launa jókst um eitt prósent á sama tíma. Síðustu ár hafa laun sölu- og afgreiðslufólks hækkað mest en laun stjórnenda og sérfræðinga minnst. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×