„Þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2024 12:48 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Einar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kveðst temmilega bjartsýnn fyrir fund breiðfylkingar stéttarfélaga og SA í Karphúsinu í dag klukkan 14:00. Hann segir SA yfirleitt bíða fram á síðustu stundu með sýndan samningsvilja. „Viðræðurnar í sjálfu sér í afskaplega hefðbundnum farvegi. Það er lítið að gerast hjá okkar viðsemjendum til þess að þoka málum áfram. Það er taktíkin sem hefur verið spiluð og alltof oft og yfirleitt sýna þau ekki samningsvilja fyrr en allt er komið í hnút,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið munu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna úr gildi á miðnætti. Ragnar Þór segir ljóst að það þýði að friðarskyldan sé úti, en ekki verði boðað til verkfalla strax á morgun. „Nei, það er ekki að fara að gerast. Hinsvegar sagði ég að á fimmtudag er friðarskyldan úti. En við erum auðvitað í þessu til að reyna að ná samningum og ætlum að reyna allt okkar til þess að það takist. Sú þolinmæði er hinsvegar ekki endalaus.“ Hvað viltu sjá SA koma með að borðinu á fundinum í dag? „Það sem ég vil fyrst og fremst sjá er samningsvilji. Vegna þess að við höfum sýnt mjög eindreginn og einbeittan samningsvilja. Við höfum ekki fengið hann endurgoldinn.“ Ertu temmilega bjartsýnn fyrir fund? „Já já. Af fenginni reynslu, þá hafa Samtök atvinnulífsins yfirleitt látið stöðuna versna til mikilla muna áður en þau eru tilbúin til samninga. Og þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel. Ég held þau séu ekki komin á þann stað, ég vil kalla þetta skítataktík,“ segir Ragnar. „En auðvitað leyfi ég mér að vona, það er hluti af þessu starfi. Maður þarf að vera með óútskýrð bjartsýnisgen til að geta staðið í þessu. Auðvitað vonar maður að þau komi með breytt og betra viðhorf. Það mun koma í ljós hvort það verði í dag eða næstu daga.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
„Viðræðurnar í sjálfu sér í afskaplega hefðbundnum farvegi. Það er lítið að gerast hjá okkar viðsemjendum til þess að þoka málum áfram. Það er taktíkin sem hefur verið spiluð og alltof oft og yfirleitt sýna þau ekki samningsvilja fyrr en allt er komið í hnút,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið munu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna úr gildi á miðnætti. Ragnar Þór segir ljóst að það þýði að friðarskyldan sé úti, en ekki verði boðað til verkfalla strax á morgun. „Nei, það er ekki að fara að gerast. Hinsvegar sagði ég að á fimmtudag er friðarskyldan úti. En við erum auðvitað í þessu til að reyna að ná samningum og ætlum að reyna allt okkar til þess að það takist. Sú þolinmæði er hinsvegar ekki endalaus.“ Hvað viltu sjá SA koma með að borðinu á fundinum í dag? „Það sem ég vil fyrst og fremst sjá er samningsvilji. Vegna þess að við höfum sýnt mjög eindreginn og einbeittan samningsvilja. Við höfum ekki fengið hann endurgoldinn.“ Ertu temmilega bjartsýnn fyrir fund? „Já já. Af fenginni reynslu, þá hafa Samtök atvinnulífsins yfirleitt látið stöðuna versna til mikilla muna áður en þau eru tilbúin til samninga. Og þegar þau eru tilbúin þá leysast málin fljótt og vel. Ég held þau séu ekki komin á þann stað, ég vil kalla þetta skítataktík,“ segir Ragnar. „En auðvitað leyfi ég mér að vona, það er hluti af þessu starfi. Maður þarf að vera með óútskýrð bjartsýnisgen til að geta staðið í þessu. Auðvitað vonar maður að þau komi með breytt og betra viðhorf. Það mun koma í ljós hvort það verði í dag eða næstu daga.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira