Fyrirkomulagið við verðmætabjörgun sé ómögulegt Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2024 12:00 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar. Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir skipulag verðmætabjörgunar fyrir íbúa vera ómögulegt. Margir geti ekki nýtt sér úrræðið vegna erfiðra akstursskilyrða og annarra skuldbindinga. Fulltrúar þriggja flokka í bæjarstjórn Grindavíkur lögðu fram bókun á fundi í gær þar sem kallað var eftir því almannavarnir myndu endurskoða skipulagið við verðmætabjörgun fyrir íbúa bæjarins. Eins og fyrirkomulagið er núna er hleypt inn í tveimur hollum yfir daginn, íbúar þrjú hundruð heimila í hvoru holli. Íbúar keyra Krýsuvíkurleiðina, sem getur reynst afar erfið í vetrarfærðinni. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir marga íbúa ekki geta nýtt sér þetta úrræði vegna þessara skilyrða. „Við erum með alls konar fólk í Grindavík. Fólk á áttræðis- og níræðisaldri og fólkið er búið að segja við mig að það muni ekki keyra þessa leið. Þessi bókun snýst um það að það á að hleypa fólki inn úr öllum áttum. Þær leiðir sem fólk treystir sér til að keyra,“ segir Hjálmar og nefnir bæði Norðurljósaveginn og Nesveginn sem leiðir sem hann vill að verði opnaðar. Þá hentar það alls ekki öllum að hleypt sé inn í hollum. „Það gleymist alveg að fólk er í vinnu, í námi, með börn í skóla og fólk þarf að stilla tíma sinn af þannig hjón geti farið og sótt eigur. Sum þeirra sækja bara lítið, aðrir meira. Þetta er bara ómögulegt skipulag. Það verður að treysta fólki bara til þess að fara sjálft og fara varlega. Hafa allar þær leiðir opnar,“ segir Hjálmar. Hann vill að svipað fyrirkomulag og var áður en gosið í janúar hófst, verði tekið upp á ný. Það er að íbúar komist inn þegar þeir vilja milli klukkan tíu og fimm og geti nýtt sér allar leiðir inn í bæinn. „Þetta er bara rosalega flókið og erfitt að troða öllu þessu í gegnum nálarauga inn um eina leið í Grindavík þegar tvær aðrar hættuminni eru til,“ segir Hjálmar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Fulltrúar þriggja flokka í bæjarstjórn Grindavíkur lögðu fram bókun á fundi í gær þar sem kallað var eftir því almannavarnir myndu endurskoða skipulagið við verðmætabjörgun fyrir íbúa bæjarins. Eins og fyrirkomulagið er núna er hleypt inn í tveimur hollum yfir daginn, íbúar þrjú hundruð heimila í hvoru holli. Íbúar keyra Krýsuvíkurleiðina, sem getur reynst afar erfið í vetrarfærðinni. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir marga íbúa ekki geta nýtt sér þetta úrræði vegna þessara skilyrða. „Við erum með alls konar fólk í Grindavík. Fólk á áttræðis- og níræðisaldri og fólkið er búið að segja við mig að það muni ekki keyra þessa leið. Þessi bókun snýst um það að það á að hleypa fólki inn úr öllum áttum. Þær leiðir sem fólk treystir sér til að keyra,“ segir Hjálmar og nefnir bæði Norðurljósaveginn og Nesveginn sem leiðir sem hann vill að verði opnaðar. Þá hentar það alls ekki öllum að hleypt sé inn í hollum. „Það gleymist alveg að fólk er í vinnu, í námi, með börn í skóla og fólk þarf að stilla tíma sinn af þannig hjón geti farið og sótt eigur. Sum þeirra sækja bara lítið, aðrir meira. Þetta er bara ómögulegt skipulag. Það verður að treysta fólki bara til þess að fara sjálft og fara varlega. Hafa allar þær leiðir opnar,“ segir Hjálmar. Hann vill að svipað fyrirkomulag og var áður en gosið í janúar hófst, verði tekið upp á ný. Það er að íbúar komist inn þegar þeir vilja milli klukkan tíu og fimm og geti nýtt sér allar leiðir inn í bæinn. „Þetta er bara rosalega flókið og erfitt að troða öllu þessu í gegnum nálarauga inn um eina leið í Grindavík þegar tvær aðrar hættuminni eru til,“ segir Hjálmar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira