Lífið

Borga upp í skuld í kokteilakeppni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auddi og Steindi koma að keppninni.
Auddi og Steindi koma að keppninni.

Þann 7. febrúar fer fram Kokteil keppni á Tipsý í Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti þar sem kokteilakeppni er haldin á staðnum.

„Það verður franskt þema og þarna munu barþjónar koma saman og búa til kokteila með frönskum innblæstri,“ segir barþjóninn Sævar Helgi Örnólfsson á Tipsý.

Auðunn Blöndal og Steindi koma að kynningu keppninnar.

„Mér finnst líklegt að við séum að borga upp í einhverja skuld. Þeir eiga nokkra veitingastaði hérna í kring,“ segir Auðunn Blöndal.

„Við höfum verið að sitja aðeins of lengi á þessum stöðum í gegnum tíðina. Við komum um daginn í hádeginu og fórum út eftir kvöldmat, eitthvað sem kallast við linner. Hádegismatur sem endar með kvöldmat, við sátum það lengi,“ segir Steindi.

Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins í Íslandi í dag en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Borga upp í skuld í kokteilakeppni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×