Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð en áður og mikilvægt sé að hefja vinnu við að efla varnir.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Grindvíkingar fengu að fara inn í bæinn í dag að sækja eigur sínar en miklar umferðartafir urðu vegna færðar og sumir þurftu að snúa við. Við skoðum aðstæður og hittum Grindvíkinga sem náðu í nokkra muni í dag. Þá kemur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum í myndver, ræðir um stöðuna í Grindavík og skjálftahrinuna í Bláfjöllum .

Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Heimir Már Pétursson kíkir í karphúsið þar sem fundað var í dag.

Þá verður rætt við þingflokksformann Vinstri Grænna um ákvörðun utanríkisráðherra um að frysta fjárframlög til Palestínuaðstoðar Sameinuðu þjóðanna og í Íslandi í dag kíkjum við í morgunkaffi til Heimis Karlssonar, sem er búinn að vera í Bítinu í tuttugu ár – lengst allra í morgunútvarpi.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×