Þúsund sænskir tónlistarmenn vilja útiloka Ísrael Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 16:30 Sænska tónlistarkonan Robyn er á meðal tónlistarmanna í Svíþjóð sem vilja meina Ísrael þátttöku í Eurovision í ár. Erika Goldring/FilmMagic Rúmlega þúsund sænskir tónlistarmenn hafa ritað nafn sitt undir áskorun þess efnis að Ísrael verði meinað þátttaka í Eurovision söngvakeppninni í ár. Meðal þeirra sem hafa sett nafn sitt á listann eru Robyn og Erik Saade. Í umfjöllun Aftonbladet um málið kemur fram að ástæðan séu árásir Ísraela á Gasa, þar sem þúsundir almennra borgara liggja í valnum. Haft er eftir tónlistarmönnunum að neyðarástand sé á Gasa. Bent er á að athæfi Ísraela hafi verið til skoðunar hjá Alþjóðamannréttindadómstólnum í Haag. Þá er bent á að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi árið 2022 vísað Rússum úr keppni vegna brota þeirra á alþjóðalögum, í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu. „Okkar skoðun er sú að það felist tvöfeldni í því að leyfa Ísrael að taka þátt sem rýri trúverðugleika samtakanna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Svíanna. Þess er getið í umfjöllun Aftonbladet að sambærileg áskorun hafi komið fram á Íslandi og í Finnlandi af hálfu tónlistarmanna. Þá vekur það athygli að tveir listamannanna sem rita nafn sitt á listann, Jacqline og tvíeykið Medina, eru bæði keppendur í Melodifestivalen, sænsku söngvakeppninni í ár. Aftonbladet hefur eftir Anders Wistbacka, einum af skipuleggjendum Melodifestivalen, að það sé ekki brot á reglum keppninnar að setja nafn sitt á slíkan lista. Áður hefur EBU gefið út í yfirlýsingu að Ísrael verði ekki meinað að taka þátt. Þess er getið að SVT, sænska ríkisútvarpið hafi sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftalista tónlistarmannanna. Þar er þess getið að það sé á ábyrgð EBU að taka ákvörðun um þátttöku landa í Eurovision. Eurovision Svíþjóð Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01 Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). 18. janúar 2024 11:43 Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Í umfjöllun Aftonbladet um málið kemur fram að ástæðan séu árásir Ísraela á Gasa, þar sem þúsundir almennra borgara liggja í valnum. Haft er eftir tónlistarmönnunum að neyðarástand sé á Gasa. Bent er á að athæfi Ísraela hafi verið til skoðunar hjá Alþjóðamannréttindadómstólnum í Haag. Þá er bent á að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi árið 2022 vísað Rússum úr keppni vegna brota þeirra á alþjóðalögum, í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu. „Okkar skoðun er sú að það felist tvöfeldni í því að leyfa Ísrael að taka þátt sem rýri trúverðugleika samtakanna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Svíanna. Þess er getið í umfjöllun Aftonbladet að sambærileg áskorun hafi komið fram á Íslandi og í Finnlandi af hálfu tónlistarmanna. Þá vekur það athygli að tveir listamannanna sem rita nafn sitt á listann, Jacqline og tvíeykið Medina, eru bæði keppendur í Melodifestivalen, sænsku söngvakeppninni í ár. Aftonbladet hefur eftir Anders Wistbacka, einum af skipuleggjendum Melodifestivalen, að það sé ekki brot á reglum keppninnar að setja nafn sitt á slíkan lista. Áður hefur EBU gefið út í yfirlýsingu að Ísrael verði ekki meinað að taka þátt. Þess er getið að SVT, sænska ríkisútvarpið hafi sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftalista tónlistarmannanna. Þar er þess getið að það sé á ábyrgð EBU að taka ákvörðun um þátttöku landa í Eurovision.
Eurovision Svíþjóð Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01 Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). 18. janúar 2024 11:43 Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
„Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01
Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). 18. janúar 2024 11:43