Hefði verið til í fleiri til að bera hægindastólana Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. janúar 2024 14:43 Einar er staðráðinn í því að flytja aftur til Grindavíkur þegar það er óhætt. Einar Dagbjartsson, íbúi í Grindavík, var á meðal Grindvíkinga sem fengu að sækja eigur sínar til Grindavíkur í dag. Hann segir að vel hafi gengið þó að hann hefði verið til í fleiri hendur til að aðstoða sig, við að sækja dót upp á þriðju hæð. „Þetta gekk. Við erum með bílinn næstum því fullan, en þetta er bölvað vesen. Við erum bara þrjú,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið var Grindvíkingum hleypt inn í fyrsta sinn í dag í hollum, síðan að byrjaði að gjósa í bænum. Einar segist hafa náð að sækja nánast alla sína búslóð. „Að mestu. Ekki allt. Ekki alveg allt. Þetta er á þriðju hæð og við erum bara þrjú. Við værum löngu búin ef við hefðum haft tvo til fjóra með okkur. Við þurftum að bera þetta niður stigagang, lyftan ónýt eða biluð. En þetta eru jaxlar hérna,“ segir Einar. Hann tók dóttur sína með sér og vin sinn. Einar segist þeim afar þakklátur. „En þetta er bölvað basl og þetta er líka ferlega sorglegt. Ég er búinn að vera þarna í eitt og hálft ár, ferlega ánægður með nýju íbúðina, ein hurðin byrjuð að lokast, sem hún gerði ekki áður. Eitthvað byrjuð að bogna.“ Vill ekki setja í kalda geymslu Og hvert er ferðinni heitið? „Við erum búin að fá geymslu fyrir þetta í nokkra daga. Svo er ég með mjög flott málverk, sem ég ætla að setja á Facebook, ef einhver vill geyma það. Það er mjög flott, ég þarf að geyma þetta einhversstaðar og ég vil ekki setja þetta í kaldan gám,“ segir Einar. „Það er margt dýrt. Úr Betra Bak. Þrír svona lazyboy stólar, rafmagns. Ekta til að horfa á Manchester United,“ segir Einar léttur í bragði. Hann segir íbúð sína ekki hafa verið kalda, þar hafi allt verið með kyrrum kjörum. Vill flytja aftur „En þetta er vont. Þetta er allt bara ein sorgarsaga. Þetta er bara ferlega leiðinlegt. En vonandi sleppur þetta og svo bara flytur maður aftur þegar þetta verður talið öruggt.“ Þú ert alveg til í það? „Ef höfnin heldur þá byggist þetta upp aftur. Það verður rannsakað hvað er öruggt og hvað ekki og svo byggjum við bara til austurs. Grindavík mun rísa. Það kemur ekkert annað til greina. Ég fer beint heim þegar það er öruggt. Við verðum að vera bjartsýn þó að lengi geti vont versnað.“ Ertu kominn með endanlegt húsnæði í bænum? „Já já ég bý hjá syni mínum, bara út í bílskúr. Rosa kósý. Með þrjú afabörn hjá mér. Svo þarf maður bara að sjá. Fer þetta undir hraun? Þarf ég að flytja í Njarðvík? Ég er til í að flytja á Álftanes til að vera nálægt barnabörnunum.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Þetta gekk. Við erum með bílinn næstum því fullan, en þetta er bölvað vesen. Við erum bara þrjú,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið var Grindvíkingum hleypt inn í fyrsta sinn í dag í hollum, síðan að byrjaði að gjósa í bænum. Einar segist hafa náð að sækja nánast alla sína búslóð. „Að mestu. Ekki allt. Ekki alveg allt. Þetta er á þriðju hæð og við erum bara þrjú. Við værum löngu búin ef við hefðum haft tvo til fjóra með okkur. Við þurftum að bera þetta niður stigagang, lyftan ónýt eða biluð. En þetta eru jaxlar hérna,“ segir Einar. Hann tók dóttur sína með sér og vin sinn. Einar segist þeim afar þakklátur. „En þetta er bölvað basl og þetta er líka ferlega sorglegt. Ég er búinn að vera þarna í eitt og hálft ár, ferlega ánægður með nýju íbúðina, ein hurðin byrjuð að lokast, sem hún gerði ekki áður. Eitthvað byrjuð að bogna.“ Vill ekki setja í kalda geymslu Og hvert er ferðinni heitið? „Við erum búin að fá geymslu fyrir þetta í nokkra daga. Svo er ég með mjög flott málverk, sem ég ætla að setja á Facebook, ef einhver vill geyma það. Það er mjög flott, ég þarf að geyma þetta einhversstaðar og ég vil ekki setja þetta í kaldan gám,“ segir Einar. „Það er margt dýrt. Úr Betra Bak. Þrír svona lazyboy stólar, rafmagns. Ekta til að horfa á Manchester United,“ segir Einar léttur í bragði. Hann segir íbúð sína ekki hafa verið kalda, þar hafi allt verið með kyrrum kjörum. Vill flytja aftur „En þetta er vont. Þetta er allt bara ein sorgarsaga. Þetta er bara ferlega leiðinlegt. En vonandi sleppur þetta og svo bara flytur maður aftur þegar þetta verður talið öruggt.“ Þú ert alveg til í það? „Ef höfnin heldur þá byggist þetta upp aftur. Það verður rannsakað hvað er öruggt og hvað ekki og svo byggjum við bara til austurs. Grindavík mun rísa. Það kemur ekkert annað til greina. Ég fer beint heim þegar það er öruggt. Við verðum að vera bjartsýn þó að lengi geti vont versnað.“ Ertu kominn með endanlegt húsnæði í bænum? „Já já ég bý hjá syni mínum, bara út í bílskúr. Rosa kósý. Með þrjú afabörn hjá mér. Svo þarf maður bara að sjá. Fer þetta undir hraun? Þarf ég að flytja í Njarðvík? Ég er til í að flytja á Álftanes til að vera nálægt barnabörnunum.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira