Sammála um að umræðan hafi harðnað Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 16:00 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Pírata ræddu hælisleitendamálin í Sprengisandi. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, eru sammála um að umræðan um innflytjendamál hafi harðnað undanfarið. Þær ræddu um málaflokkinn í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Arndís hélt því fram að í síðustu viku hefði umræðan um málaflokkinn harðnað til muna og minntist sérstaklega á rúmlega vikugamla færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra um tjaldbúðir á Austurvelli, sem hafa síðan verið fjarlægðar að beiðni borgaryfirvalda. „Ég held að vandræðin sem þau sem hafa verið að verja Bjarna í þessari umræðu eru þau að fólk úti í bæ upplifir Bjarna Benediktsson ekki sem fljótfærna einfeldninginn sem hann er málaður upp sem í þessu máli. Eins og hann hafi bara verið að tala um hvort það eigi að vera tjöld á Austurvelli, en ekki gert sér grein fyrir því að tala um flóttafólk og lögreglu og glæpastarfsemi í sömu setningu myndi vekja upp viðbrögð,“ segir Arndís. Mikil andúð í kjölfar færslunnar Arndís tekur fram að sér þyki eðlilegt að fólk velti fyrir sér eðli tjaldbúðanna sem voru á Austurvelli og hvort þau ættu að vera leyfileg. Henni hafi hins vegar þótt Bjarni fara í aðra átt með færslu sinni. Og segir að í kjölfar hennar hafi ummæli í athugasemdakerfum sem sýna fram á mikla andúð í garð útlendinga verið áberandi. „Ef þetta var ekki ætlunin þá auðvitað væntum við þess að Bjarni stígi mjög ákveðið til jarðar og vindi ofan af þessu sem hann hefur komið af stað.“ Bryndís segir að í langan tíma hafi umræðan um málaflokkinn verið viðkvæm og fólk ekki leyft sér að tjá sig um hann. „Það er rosalega fín lína hvernig við ræðum um þennan málaflokk. Ég vil ekki blanda saman umræðunni um fólk á flótta og skipulagðri glæpastarfsemi. Og ég held að það hafi ekkert verið meining Bjarna. Hann var að telja upp verkefnin sem við þurfum að fara í.“ Glæpaklíkur ekki tengdar uppruna á Íslandi Bryndís minntist á stöðuna í nágrannalöndum Íslands og segir að þar hafi glæpaklíkur verið tengdar ákveðnum löndum eða uppruna fólks. Það hafi hins vegar ekki sést á Íslandi. „Það eru Íslendingar og þeir eru að vinna með glæpamönnum alls staðar að úr heiminum. Það er ekki hægt að tengja þessa málaflokka saman, nema að þetta eru brýn verkefni sem þarf að takast á við. Ég las það úr status af Bjarna Benediktssonar,“ segir Bryndís. „En svo eru margir sem leggja áherslu á það að gagnrýna og snúa svolítið út úr þegar Bjarni stígur fram og segir eitthvað, og ég held að það gerist þarna.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Arndís hélt því fram að í síðustu viku hefði umræðan um málaflokkinn harðnað til muna og minntist sérstaklega á rúmlega vikugamla færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra um tjaldbúðir á Austurvelli, sem hafa síðan verið fjarlægðar að beiðni borgaryfirvalda. „Ég held að vandræðin sem þau sem hafa verið að verja Bjarna í þessari umræðu eru þau að fólk úti í bæ upplifir Bjarna Benediktsson ekki sem fljótfærna einfeldninginn sem hann er málaður upp sem í þessu máli. Eins og hann hafi bara verið að tala um hvort það eigi að vera tjöld á Austurvelli, en ekki gert sér grein fyrir því að tala um flóttafólk og lögreglu og glæpastarfsemi í sömu setningu myndi vekja upp viðbrögð,“ segir Arndís. Mikil andúð í kjölfar færslunnar Arndís tekur fram að sér þyki eðlilegt að fólk velti fyrir sér eðli tjaldbúðanna sem voru á Austurvelli og hvort þau ættu að vera leyfileg. Henni hafi hins vegar þótt Bjarni fara í aðra átt með færslu sinni. Og segir að í kjölfar hennar hafi ummæli í athugasemdakerfum sem sýna fram á mikla andúð í garð útlendinga verið áberandi. „Ef þetta var ekki ætlunin þá auðvitað væntum við þess að Bjarni stígi mjög ákveðið til jarðar og vindi ofan af þessu sem hann hefur komið af stað.“ Bryndís segir að í langan tíma hafi umræðan um málaflokkinn verið viðkvæm og fólk ekki leyft sér að tjá sig um hann. „Það er rosalega fín lína hvernig við ræðum um þennan málaflokk. Ég vil ekki blanda saman umræðunni um fólk á flótta og skipulagðri glæpastarfsemi. Og ég held að það hafi ekkert verið meining Bjarna. Hann var að telja upp verkefnin sem við þurfum að fara í.“ Glæpaklíkur ekki tengdar uppruna á Íslandi Bryndís minntist á stöðuna í nágrannalöndum Íslands og segir að þar hafi glæpaklíkur verið tengdar ákveðnum löndum eða uppruna fólks. Það hafi hins vegar ekki sést á Íslandi. „Það eru Íslendingar og þeir eru að vinna með glæpamönnum alls staðar að úr heiminum. Það er ekki hægt að tengja þessa málaflokka saman, nema að þetta eru brýn verkefni sem þarf að takast á við. Ég las það úr status af Bjarna Benediktssonar,“ segir Bryndís. „En svo eru margir sem leggja áherslu á það að gagnrýna og snúa svolítið út úr þegar Bjarni stígur fram og segir eitthvað, og ég held að það gerist þarna.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira