Samfélagið hafi ekki efni á að halda menntuðu fólki í láglaunastörfum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 27. janúar 2024 21:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/einar Ótækt er að íslenskt samfélag haldi innflytjendum með mikla menntun í láglaunastörfum út af of þungri stjórnsýslu. Þetta segir háskólaráðherra sem hefur kynnt fyrsta skrefið í átt að einfaldara leyfisveitingakerfi. Mikið hefur verið kvartað undan því að innflytjendur eigi erfitt með að fá menntun viðurkenna hér á landi sem og Íslendingar sem mennta sig víða erlendis en kjósa að starfa hér. Háskólaráðherra segir ótækt að staðan sé jafn flókin og raun ber vitni. Málið hafi verið á hendi margra í stjórnkerfinu sem flæki málin. Hún kynnti fyrstu aðgerðir til að bregðast við þessu á ríkisstjórnarfundi í gær. „Það er þjónustugátt á Ísland.is þar sem aðilar geta á einum stað óskað eftir því að fá nám sitt metið og að það sé þá vandi stjórnkerfisins að deila því á rétta fagaðila til að fara með umsókn þeirra mála.“ Fyrsta aðgerðin snúi að því að einfalda flókið kerfi. „Síðan þarf auðvitað að ráðast í þá vinnu að ef við teljum að menntun sé ekki fullnægjandi eins og dæmi séu fyrir okkar heilbrigðiskerfi að þá bjóðum við upp á einhvers konar menntabrú. Það er, að við segjum ekki bara nei heldur segjum við; Heyrðu það vantar eitthvað aðeins upp á og að við bjóðum þá upp á slíkt nám eða beinum aðilum í rétta átt.“ Sú vinna stendur enn yfir sem og að einfalda leyfisveitingar í heild sinni. „Ég held að við sem samfélag höfum ekki efni á að halda innflytjendum í láglaunastörfum sem eru með háskólamenntun á bakinu sem við einhvern veginn náum ekki utan um að viðurkenna. Þannig við þurfum að taka þetta til alvarlegrar skoðunar þegar við erum með svona stóran hluta af samfélaginu okkar af innflytjendum sem jafnvel eru með háskólamenntun og eru hér virkir í samfélaginu en við höldum niðri með því að viðurkenna ekki menntun þeirra eða gera þeim ekki einfaldara fyrir að viðurkenna hana.“ Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Mikið hefur verið kvartað undan því að innflytjendur eigi erfitt með að fá menntun viðurkenna hér á landi sem og Íslendingar sem mennta sig víða erlendis en kjósa að starfa hér. Háskólaráðherra segir ótækt að staðan sé jafn flókin og raun ber vitni. Málið hafi verið á hendi margra í stjórnkerfinu sem flæki málin. Hún kynnti fyrstu aðgerðir til að bregðast við þessu á ríkisstjórnarfundi í gær. „Það er þjónustugátt á Ísland.is þar sem aðilar geta á einum stað óskað eftir því að fá nám sitt metið og að það sé þá vandi stjórnkerfisins að deila því á rétta fagaðila til að fara með umsókn þeirra mála.“ Fyrsta aðgerðin snúi að því að einfalda flókið kerfi. „Síðan þarf auðvitað að ráðast í þá vinnu að ef við teljum að menntun sé ekki fullnægjandi eins og dæmi séu fyrir okkar heilbrigðiskerfi að þá bjóðum við upp á einhvers konar menntabrú. Það er, að við segjum ekki bara nei heldur segjum við; Heyrðu það vantar eitthvað aðeins upp á og að við bjóðum þá upp á slíkt nám eða beinum aðilum í rétta átt.“ Sú vinna stendur enn yfir sem og að einfalda leyfisveitingar í heild sinni. „Ég held að við sem samfélag höfum ekki efni á að halda innflytjendum í láglaunastörfum sem eru með háskólamenntun á bakinu sem við einhvern veginn náum ekki utan um að viðurkenna. Þannig við þurfum að taka þetta til alvarlegrar skoðunar þegar við erum með svona stóran hluta af samfélaginu okkar af innflytjendum sem jafnvel eru með háskólamenntun og eru hér virkir í samfélaginu en við höldum niðri með því að viðurkenna ekki menntun þeirra eða gera þeim ekki einfaldara fyrir að viðurkenna hana.“
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira