Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Rafn Ágúst Ragnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. janúar 2024 21:13 Pétur Rúðrík Guðmundsson er í hópi þeirra Grindvíkinga sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni. Stöð 2 Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. Kristín Linda Jónsdóttir er í þessum hópi og hún segir sjálfsagt að efnt sé til slíks fundar þar sem bæjarbúar geti átt í beinum samskiptum við kjörna fulltrúa sína. „Staðan er sú að allar eigur okkar og framtíðarlífsgæði eru undir. Þess vegna finnst okkur sjálfsagt að við fáum tækifæri til þess sem allra flest að koma og eiga í milliliðalausu samtali við fólkið sem var kjörið í bæjarstjórnina okkar,“ segir Kristín. Grindvíkingurinn Pétur Rúðrik Guðmundsson segir aðkallandi að hlustað sé á vilja bæjarbúa. „Það er svo mikilvægt þar sem þau eru að tala fyrir okkar hönd að þau heyri hvað okkur langar til að sé gert í þessum viðræðum. Það er aðallega að við fáum að segja okkar og þau heyri í okkur,“ segir Pétur. Er verið að tala um að bæjarbúar taki þátt í að smíða lausnir? „Algjörlega. Okkur finnst eðlilegt að verði búinn til einhvers konar grasrótarhópur sem væri til samráðs og ráðgjafar ef bæjarstjórnir óskar eftir því. Margar hendur vinna létt verk,“ segir Kristín. Pétur segir Grindvíkinga hafa verið að finna fyrir hækkandi leiguverði. Hann hvetur fólk til að sýna Grindvíkingum sanngirni. „Það hefur verið svolítið mikið vandamál að finna leiguhúsnæði. Það hefur verið að hækka, við höfum séð það. Það væri flott ef fólk myndi horfa í samfélagslega ábyrgð með það og horfa til þess að hafa leiguna í góðu verði fyrir okkur. Það væri vel þegið,“ segir hann. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Kristín Linda Jónsdóttir er í þessum hópi og hún segir sjálfsagt að efnt sé til slíks fundar þar sem bæjarbúar geti átt í beinum samskiptum við kjörna fulltrúa sína. „Staðan er sú að allar eigur okkar og framtíðarlífsgæði eru undir. Þess vegna finnst okkur sjálfsagt að við fáum tækifæri til þess sem allra flest að koma og eiga í milliliðalausu samtali við fólkið sem var kjörið í bæjarstjórnina okkar,“ segir Kristín. Grindvíkingurinn Pétur Rúðrik Guðmundsson segir aðkallandi að hlustað sé á vilja bæjarbúa. „Það er svo mikilvægt þar sem þau eru að tala fyrir okkar hönd að þau heyri hvað okkur langar til að sé gert í þessum viðræðum. Það er aðallega að við fáum að segja okkar og þau heyri í okkur,“ segir Pétur. Er verið að tala um að bæjarbúar taki þátt í að smíða lausnir? „Algjörlega. Okkur finnst eðlilegt að verði búinn til einhvers konar grasrótarhópur sem væri til samráðs og ráðgjafar ef bæjarstjórnir óskar eftir því. Margar hendur vinna létt verk,“ segir Kristín. Pétur segir Grindvíkinga hafa verið að finna fyrir hækkandi leiguverði. Hann hvetur fólk til að sýna Grindvíkingum sanngirni. „Það hefur verið svolítið mikið vandamál að finna leiguhúsnæði. Það hefur verið að hækka, við höfum séð það. Það væri flott ef fólk myndi horfa í samfélagslega ábyrgð með það og horfa til þess að hafa leiguna í góðu verði fyrir okkur. Það væri vel þegið,“ segir hann.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira