Innlent

Bruni í bíl­skúr í Suður­hvammi í nótt

Lovísa Arnardóttir skrifar
Myndin er tekin í nótt þegar slökkvilið var við vinnu á vettvangi.
Myndin er tekin í nótt þegar slökkvilið var við vinnu á vettvangi. Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til vegna bruna í bílskúr í Suðurhvammi í Hafnarfirði rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra, Stefáni Kristinssyni, tók aðeins um tíu mínútur að slökkva eldinn. Eldurinn virðist hafa kviknað út frá hleðslutæki bílsins sem var tengt í hefðbundin rafmagnstengil.

Í tilkynningu slökkviliðsins um brunann á Facebook fylgir árétting um að fylgja leiðbeiningum við hleðslu rafbíla og annarra tækja sem nota endurhlaðanlegar rafhlöður.

 Stefán segir að þó svo að áréttingin hafi fylgt tilkynningu þeirra þýði það ekki að nokkuð hafi verið gert vitlaust við hleðslu bílsins í Hafnarfirði. Hleðslutækið hafi getað verið bilað eða eitthvað annað. Það eigi eftir að koma í ljós við rannsókn.

Slökkviliðið sinnti í nótt þremur öðrum dæluverkefnum vegna vatnsleka en fóru líka í 119 boðanir vegna sjúkraflutninga, af þeim voru 43 forgangsverkefni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×