Dauðþreyttur á þjófnaði og birtir myndband af pörupiltunum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. janúar 2024 06:05 Brotist hefur verið inn í aðstöðu Guðmundar Páls pípara tvisvar með stuttu millibili og nemur tjónið milljónum. Á myndinni, sem er skjáskot úr myndbandinu, má sjá hina grunuðu. Brotist var inn í aðstöðu Guðmundar Páls Ólafssonar pípara í gærnótt og urðu hann og samstarfsaðilar hans fyrir tjóni upp á rúmlega milljón króna. Hann segir iðnaðarmannastéttina vera orðna þreytta á innbrotum sem séu afar tíð þessi misserin. Í myndbandi úr öryggismyndavél sem hann birti á Facebook í gær sjást tveir ungir karlmenn brjótast inn í verkfærageymsluna þeirra, raða ránsfengnum rólega á kerru og spjalla saman á meðan. „Það er eins og þeir séu í nammibúð, velja hvað þeir vilja í rólegheitum, spjalla saman og taka allt og fara með út,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Rúmrar milljónar króna tjón Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem brotist hefur verið inn í aðstöðu Guðmundar og félaga. Síðast var brotist inn til þeirra á Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur þar sem þeir voru við vinnu. Hann telur tjónið þá hafa verið upp á eina og hálfa til tvær milljónir. Í þetta skipti hafi tjónið numið rúmri milljón króna. Guðmundur er pípulagningarmeistari annar eigenda Pípuleggjarans ehf. Guðmundur segir innbrot af þessu tagi vera alltof algeng og að fólk sé orðið þreytt á þessu. „Ég er búinn að fá nokkur símtöl frá iðnaðarmönnum í kringum mig sem eru búnir að lenda í þessu. Rafvirki hringdi í mig í dag. Það var sjöhundruð þúsund kall hjá honum fyrir einhverjum tveimur vikum. Einhver annar pípari varð fyrir þremur tjónum í fyrra. Þetta er endalaust,“ segir hann. Aldrei hægt að fá allt bætt Guðmundur segir að það fyrsta sem sé gert í svona aðstæðum sé að hafa samband við lögregluna og skila til hennar tjónaskýrslu. Lögreglan kemur skýrslunni síðan til tryggingafélaga. Aldrei sé hægt að fá allt bætt og tekjutapið vegna verkstopps geti einnig verið mikið. Hann segir vandamálið vera orðið mjög alvarlegt og að iðnaðarmannastéttin öll sé komin með nóg af þessu. „Þetta eru bara ungir litlir dópistar sem eru gerðir út af örkinni. Það er endalaust verið að stela af málurum, pípurum og rafvirkjum. Það er rosaleg þreyta komin í mannskapinn,“ segir Guðmundur. Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Í myndbandi úr öryggismyndavél sem hann birti á Facebook í gær sjást tveir ungir karlmenn brjótast inn í verkfærageymsluna þeirra, raða ránsfengnum rólega á kerru og spjalla saman á meðan. „Það er eins og þeir séu í nammibúð, velja hvað þeir vilja í rólegheitum, spjalla saman og taka allt og fara með út,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Rúmrar milljónar króna tjón Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem brotist hefur verið inn í aðstöðu Guðmundar og félaga. Síðast var brotist inn til þeirra á Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur þar sem þeir voru við vinnu. Hann telur tjónið þá hafa verið upp á eina og hálfa til tvær milljónir. Í þetta skipti hafi tjónið numið rúmri milljón króna. Guðmundur er pípulagningarmeistari annar eigenda Pípuleggjarans ehf. Guðmundur segir innbrot af þessu tagi vera alltof algeng og að fólk sé orðið þreytt á þessu. „Ég er búinn að fá nokkur símtöl frá iðnaðarmönnum í kringum mig sem eru búnir að lenda í þessu. Rafvirki hringdi í mig í dag. Það var sjöhundruð þúsund kall hjá honum fyrir einhverjum tveimur vikum. Einhver annar pípari varð fyrir þremur tjónum í fyrra. Þetta er endalaust,“ segir hann. Aldrei hægt að fá allt bætt Guðmundur segir að það fyrsta sem sé gert í svona aðstæðum sé að hafa samband við lögregluna og skila til hennar tjónaskýrslu. Lögreglan kemur skýrslunni síðan til tryggingafélaga. Aldrei sé hægt að fá allt bætt og tekjutapið vegna verkstopps geti einnig verið mikið. Hann segir vandamálið vera orðið mjög alvarlegt og að iðnaðarmannastéttin öll sé komin með nóg af þessu. „Þetta eru bara ungir litlir dópistar sem eru gerðir út af örkinni. Það er endalaust verið að stela af málurum, pípurum og rafvirkjum. Það er rosaleg þreyta komin í mannskapinn,“ segir Guðmundur.
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira