Veður

„Heiðar­legur stormur“ sem er að ná há­marki

Lovísa Arnardóttir skrifar
Það er vont veður um allt land. Íbúar á Suðvesturhorninu urðu sumir varir um þrumur og eldingar í nótt.
Það er vont veður um allt land. Íbúar á Suðvesturhorninu urðu sumir varir um þrumur og eldingar í nótt. Vísir/Vilhelm

Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi um allt land. Veðrið mun ná hámarki um sjö eða átta vestan til en aðeins seinna austan lands. Veðurfræðingur á von á því að versta veðrið verði búið þegar fólk fer til vinnu vestantil á landinu, en ekki austantil. 

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í eitt útkall vegna veðurs um klukkan 4.30 í morgun, ásamt lögreglunni, að flytja bárujárnsplötur sem voru að fjúka á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur.

„Það er orðið býsna hvasst víða um land. Veðrið fer fljótlega að ná hámarki vestan til. Svo á draga úr honum hér á höfuðborgarsvæðinu, en ekki fyrr en um eða eftir hádegi,“ segir Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofunni.

„Þetta er heiðarlegur stormur, byljóttur.“

Hann telur að þegar fólk fer til vinnu eða í skóla um sjö eða átta leytið ætti veðrið að vera búið að ná hámarki vestan til.

„Það verður búið að draga úr því í Reykjavík um sjö eða átta og krakkar á leið í skóla sleppa því við það versta.“

Hann segir það sama þó ekki gilda um fólk norðaustan og austalands þar sem er appelsínugul viðvörun í gildi.

„Þar verður versta veðrið þegar þau eru að fara í vinnu. Þá verður ekki farið að lægja.“

Greint var frá því í gær að eitthvað rask yrði á flugi í dag vegna veðurs. Á vef Isavia má sjá að fyrstu áætluðu flugin eru áætluð um klukkan 7.20



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×