Innlent

Meiri­hluti fundar­manna vill falla frá sam­einingu

Árni Sæberg skrifar
Svo virðist sem ekki sé mikil eftirvænting innan HA eftir sameiningu við Háskólann á Bifröst.
Svo virðist sem ekki sé mikil eftirvænting innan HA eftir sameiningu við Háskólann á Bifröst. Háskólinn á Akureyri

Talsverður meirihluti fundarmanna á svokölluðum háskólafundi í Háskólanum á Akureyri greiddi atkvæði með ályktun um að fallið yrði frá fyrirhugaðri sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst.

Frá þessu greinir Akureyri.net. Í frétt bæjarmiðilsins segir að tveir af hverjum þremur fundarmönnum hafi greitt atkvæði með tillögunni, sem lögð var fram af þrettán akademískum starfsmönnum Félagsvísinda- og Viðskiptadeilda.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, greindi frá því á dögunum að Háskólaráð háskólanna á Akureyri og Bifröst hefði samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Sameinaður skólinn yrði næststærsti háskóli landsins.

Í frétt Akureyrar.net segir að háskólafundur sé samráðsvettvangur fulltrúa yfirstjórnar Háskólans á Akureyri, fræðasviða hans, fulltrúa starfsmanna við stjórnsýslu skólans og fulltrúa nemenda og kennara.

Ályktun starfsmannanna þrettán hafi verið samþykkt af 25 fundarmönnum en þrettán hafi greitt atkvæði gegn henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×