Ákvörðun RÚV „skrípaleikur“ og „fáránleg“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 24. janúar 2024 21:30 Viðmælendur dagsins voru á sama máli hvað varðar þátttöku Íslands í Eurovision í ár. Vísir Íslendingar vilja margir hverjir að Ísland taki ekki þátt í Eurovision vegna þátttöku Ísraels í keppninni. Palestínumaður mun taka þátt í undankeppninni hér á landi í næsta mánuði. Í gær tilkynntu stjórnendur hjá Ríkisútvarpinu að þátttaka Íslands í Eurovision í Malmö í maí myndi skýrast almennilega að Söngvakeppni sjónvarpsins lokinni. Alla jafna er sú keppni undankeppni Íslands fyrir Eurovision en með þessu hefur RÚV rofið þau beinu tengsl. Söngvakeppnin fer fram óháð þátttöku Íslands í Eurovision. Ekki voru allir sáttir við þessa ákvörðun RÚV. Einhverjir vilja meina að þarna sé Ríkisútvarpið að leggja ábyrgðina á herðar keppandans sem endar á að vinna Söngvakeppnina. Ákvörðunin verður hans. En þá er spurningin, ætti Ísland að taka þátt og breytir þessi ákvörðun RÚV einhverju? Fréttamaður spurði nokkra vegfarendur í dag og fékk eftirfarandi svör. „Nei, mér finnst það ekki,“ segir Haukur Logi. „Ekki meðan Ísraelar eru þátttökuþjóð. Þá er ég alfarið á móti því. “ Finnst þér það breyta einhverju að Eurovision og Söngvakeppnin séu aðskildar? „Nei, mér finnst það bara vera skrípaleikur að gera þetta á þann hátt sem þeir ætla að gera þetta.“ Ingibjörg segir ásandið ljótt. Vísir Ingibjörgu Lilju Jónsdóttur finnst heldur ekki að Ísland eigi að taka þátt í keppninni. Hvers vegna? „Bara, sýna samstöðu í heiminum. Þetta er svolítið ljótt ástand. Og bara sýna samstöðu og vera saman í þessu. Það eru ekki allir sammála,“ segir Ingibjörg. Peningunum betur varið „Mér finnst allt í lagi að halda Söngvakeppnina hérna heima, bara fyrir okkur. En mér finnst að við ættum að draga okkur til hliðar,“ segir Elín Sigurvinsdóttir. Gabriela Maria Skibinska tekur í svipaðan streng. „Mér finnst þetta bara fáránlegt. Mér finnst eins og RÚV sé að láta aðilann sem vinnur taka ákvörðun og blame-a hann. Og ef hann ákveður að taka þátt þá er hann vondi gaurinn og ef hann tekur ekki þátt er hann líka vondi gaurinn. En RÚV þarf ekki að taka afstöðu til málanna.“ Gunnar segir peningunum betur varið í eitthvað annað. Vísir Gunnar Ingi Jones telur heldur ekki að Ísland ætti að taka þátt í Eurovision. „Eiginlega ekki sko. Mér líður eins og peningarnir gætu farið á betri stað þetta árið,“ segir hann. Óvæntar vendingar urðu í dag þegar greint var frá því að Palestínumaðurinn Bashar Murad myndi taka þátt í Söngvarkeppninni hér á landi. Hvort það muni breyta afstöðu fólks til þátttöku Íslands skýrist væntanlega á næstu dögum. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Í gær tilkynntu stjórnendur hjá Ríkisútvarpinu að þátttaka Íslands í Eurovision í Malmö í maí myndi skýrast almennilega að Söngvakeppni sjónvarpsins lokinni. Alla jafna er sú keppni undankeppni Íslands fyrir Eurovision en með þessu hefur RÚV rofið þau beinu tengsl. Söngvakeppnin fer fram óháð þátttöku Íslands í Eurovision. Ekki voru allir sáttir við þessa ákvörðun RÚV. Einhverjir vilja meina að þarna sé Ríkisútvarpið að leggja ábyrgðina á herðar keppandans sem endar á að vinna Söngvakeppnina. Ákvörðunin verður hans. En þá er spurningin, ætti Ísland að taka þátt og breytir þessi ákvörðun RÚV einhverju? Fréttamaður spurði nokkra vegfarendur í dag og fékk eftirfarandi svör. „Nei, mér finnst það ekki,“ segir Haukur Logi. „Ekki meðan Ísraelar eru þátttökuþjóð. Þá er ég alfarið á móti því. “ Finnst þér það breyta einhverju að Eurovision og Söngvakeppnin séu aðskildar? „Nei, mér finnst það bara vera skrípaleikur að gera þetta á þann hátt sem þeir ætla að gera þetta.“ Ingibjörg segir ásandið ljótt. Vísir Ingibjörgu Lilju Jónsdóttur finnst heldur ekki að Ísland eigi að taka þátt í keppninni. Hvers vegna? „Bara, sýna samstöðu í heiminum. Þetta er svolítið ljótt ástand. Og bara sýna samstöðu og vera saman í þessu. Það eru ekki allir sammála,“ segir Ingibjörg. Peningunum betur varið „Mér finnst allt í lagi að halda Söngvakeppnina hérna heima, bara fyrir okkur. En mér finnst að við ættum að draga okkur til hliðar,“ segir Elín Sigurvinsdóttir. Gabriela Maria Skibinska tekur í svipaðan streng. „Mér finnst þetta bara fáránlegt. Mér finnst eins og RÚV sé að láta aðilann sem vinnur taka ákvörðun og blame-a hann. Og ef hann ákveður að taka þátt þá er hann vondi gaurinn og ef hann tekur ekki þátt er hann líka vondi gaurinn. En RÚV þarf ekki að taka afstöðu til málanna.“ Gunnar segir peningunum betur varið í eitthvað annað. Vísir Gunnar Ingi Jones telur heldur ekki að Ísland ætti að taka þátt í Eurovision. „Eiginlega ekki sko. Mér líður eins og peningarnir gætu farið á betri stað þetta árið,“ segir hann. Óvæntar vendingar urðu í dag þegar greint var frá því að Palestínumaðurinn Bashar Murad myndi taka þátt í Söngvarkeppninni hér á landi. Hvort það muni breyta afstöðu fólks til þátttöku Íslands skýrist væntanlega á næstu dögum.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00
„Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25
Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10