Óánægður með viðbragðsleysi vegna lögbrota flugfélaganna Bjarki Sigurðsson skrifar 24. janúar 2024 12:07 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Sigurjón Tíu flugfélög afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til lands frá Schengen-löndum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir listana mikilvæga fyrir lögregluna en dæmi eru um að erlendir brotamenn komist hingað til lands með þessum hætti. Í morgun var greint frá því í Morgunblaðinu að tíu erlend flugfélög skiluðu ekki farþegalistum til yfirvalda við komu til Íslands frá Schengen-löndum, líkt og lög kveða á um að gera skal. Án farþegalista er það happ og glapp hvort erlendir brotamenn komist til landsins eða verði stöðvaðir. Meðal þeirra flugfélaga sem ekki senda lista eru stór félög á borð við Lufthansa og Air Baltic. Íslensk lög skýr Úlfar Lúðvíksson, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þetta vera langtímavandamál. „Íslensk lög eru alveg skýr hvað þetta varðar. Flugfélögum sem koma hingað til lands ber skylda samkvæmt íslenskum lögum að afhenda þessar upplýsingar en í einhverjum tilfellum komast upp með að gera það ekki og ég er óánægður með þá stöðu,“ segir Úlfar. Samgönguyfirvöld ekki brugðist við Stjórnvöldum er heimilt að bæði leggja stjórnvaldssektir á félögin, sem og svipta þau lendingarleyfi. Það er þó undir samgönguyfirvöldum komið sem hafa að sögn Úlfars ekki brugðist við því hingað til. „Þetta eru grundvallarupplýsingar sem lögregla og tollur þurfa að hafa við landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen. Við þurfum að geta farið kerfisbundið yfir upplýsingar um farþega flugvéla í okkar eftirliti því hefðbundið eftirlit á sér ekki stað á innri landamærum Schengen. Vegabréfaeftirlit er einungis með skipulögðum hætti á ytri landamærum Schengen. Þannig þetta eru í raun og veru grundvallarupplýsingar í okkar löggæslustörfum,“ segir Úlfar. Getuleysi á ferðinni Hann segir að dæmi séu um að einstaklingar sem ekki mega koma hingað til lands komist hingað með þessum hætti. Finnur þú fyrir því að það sé ekki vilji til þess að bregðast við? „Ég er ekki að segja að það skorti vilja en það er alveg bersýnilega eitthvað getuleysi á ferðinni,“ segir Úlfar. Lögreglumál Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Í morgun var greint frá því í Morgunblaðinu að tíu erlend flugfélög skiluðu ekki farþegalistum til yfirvalda við komu til Íslands frá Schengen-löndum, líkt og lög kveða á um að gera skal. Án farþegalista er það happ og glapp hvort erlendir brotamenn komist til landsins eða verði stöðvaðir. Meðal þeirra flugfélaga sem ekki senda lista eru stór félög á borð við Lufthansa og Air Baltic. Íslensk lög skýr Úlfar Lúðvíksson, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þetta vera langtímavandamál. „Íslensk lög eru alveg skýr hvað þetta varðar. Flugfélögum sem koma hingað til lands ber skylda samkvæmt íslenskum lögum að afhenda þessar upplýsingar en í einhverjum tilfellum komast upp með að gera það ekki og ég er óánægður með þá stöðu,“ segir Úlfar. Samgönguyfirvöld ekki brugðist við Stjórnvöldum er heimilt að bæði leggja stjórnvaldssektir á félögin, sem og svipta þau lendingarleyfi. Það er þó undir samgönguyfirvöldum komið sem hafa að sögn Úlfars ekki brugðist við því hingað til. „Þetta eru grundvallarupplýsingar sem lögregla og tollur þurfa að hafa við landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen. Við þurfum að geta farið kerfisbundið yfir upplýsingar um farþega flugvéla í okkar eftirliti því hefðbundið eftirlit á sér ekki stað á innri landamærum Schengen. Vegabréfaeftirlit er einungis með skipulögðum hætti á ytri landamærum Schengen. Þannig þetta eru í raun og veru grundvallarupplýsingar í okkar löggæslustörfum,“ segir Úlfar. Getuleysi á ferðinni Hann segir að dæmi séu um að einstaklingar sem ekki mega koma hingað til lands komist hingað með þessum hætti. Finnur þú fyrir því að það sé ekki vilji til þess að bregðast við? „Ég er ekki að segja að það skorti vilja en það er alveg bersýnilega eitthvað getuleysi á ferðinni,“ segir Úlfar.
Lögreglumál Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira