Húsnæðisverð gæti hækkað um þrjú prósent án mótvægisaðgerða Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. janúar 2024 14:47 Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir vel koma til greina að tilbúin hús verði flutt inn til þess að hýsa Grindvíkinga. Byggingariðnaðurinn ráði ekki við að reisa nægilegt magn húsnæðis við þær aðstæður sem nú eru uppi á markaði. Hvað varðar staðsetningu þeirra húsa sem verða flutt inn sé það ekki yfirvalda að ákveða. Mikill fjöldi Grindvíkinga vilji búa áfram á Reykjanesskaganum og þar sé nokkur fjöldi lóða í boði. Ákvarðanir í þeim efnum verði tekin í samráði við Grindvíkinga og hlutaðeigandi bæjaryfirvöld. Þá segist hann trúa því að það sé Grindvíkingum mikilvægt að heyra frá stjórnvöldum að þau muni grípa þá og leysa undan átthaga- og skuldafjötrum, þrátt fyrir nokkur tími muni líða þar til þær aðgerðir sem ákveðið hefur verið að ráðast í koma til framkvæmda. „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð“ Sigurður Ingi segir að stjórnvöld hafi látið vinna greiningu á áhrifum þess að Grindvíkingar komi allir inn á húsnæðismarkað. Niðurstaðan hafi verið einföld: „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð,“ segir hann. Ljóst sé að án mótvægisaðgerða verði afleiðingar á húsnæðismarkaði sem er enn þröngur. Án þeirra mætti gera ráð fyrir um þriggja prósenta hækkun á húsnæðisverði. Mótvægisaðgerðir verði til að mynda að takmarka skammtímaleigu, halda áfram kaupum á leiguhúsnæði og innflutningur tilbúinna húsa. Íbúar muni eiga hús sín áfram Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir því að Grindvíkingar muni áfram eiga hús sín í bænum, þrátt fyrir aðgerðir ríkisins þeim til handa. „Við erum í rauninni bara að kaupa upp þeirra eigið fé og færa það til eða að þeir geti mögulega flutt með sér lán, til þess að eignast húsnæði tímabundið. Þeir myndu þá eiga greiða leið til baka sömu leið, að færa eigið féð til baka. “ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Hvað varðar staðsetningu þeirra húsa sem verða flutt inn sé það ekki yfirvalda að ákveða. Mikill fjöldi Grindvíkinga vilji búa áfram á Reykjanesskaganum og þar sé nokkur fjöldi lóða í boði. Ákvarðanir í þeim efnum verði tekin í samráði við Grindvíkinga og hlutaðeigandi bæjaryfirvöld. Þá segist hann trúa því að það sé Grindvíkingum mikilvægt að heyra frá stjórnvöldum að þau muni grípa þá og leysa undan átthaga- og skuldafjötrum, þrátt fyrir nokkur tími muni líða þar til þær aðgerðir sem ákveðið hefur verið að ráðast í koma til framkvæmda. „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð“ Sigurður Ingi segir að stjórnvöld hafi látið vinna greiningu á áhrifum þess að Grindvíkingar komi allir inn á húsnæðismarkað. Niðurstaðan hafi verið einföld: „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð,“ segir hann. Ljóst sé að án mótvægisaðgerða verði afleiðingar á húsnæðismarkaði sem er enn þröngur. Án þeirra mætti gera ráð fyrir um þriggja prósenta hækkun á húsnæðisverði. Mótvægisaðgerðir verði til að mynda að takmarka skammtímaleigu, halda áfram kaupum á leiguhúsnæði og innflutningur tilbúinna húsa. Íbúar muni eiga hús sín áfram Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir því að Grindvíkingar muni áfram eiga hús sín í bænum, þrátt fyrir aðgerðir ríkisins þeim til handa. „Við erum í rauninni bara að kaupa upp þeirra eigið fé og færa það til eða að þeir geti mögulega flutt með sér lán, til þess að eignast húsnæði tímabundið. Þeir myndu þá eiga greiða leið til baka sömu leið, að færa eigið féð til baka. “
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent