Innlent

Leggja fram van­trausts­til­lögu á hendur Svan­dísi á mánu­dag

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Inga Sæland ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur á mánudag en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur áður tilkynnt að hann hyggist gera það sama.
Inga Sæland ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur á mánudag en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur áður tilkynnt að hann hyggist gera það sama. Vísir/Vilhelm

Inga Sæland ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á mánudag þegar þing kemur aftur saman.

Þetta kemur fram í frétt mbl.is um málið.

Inga Sæ­land, þingmaður Flokks fólksins, segir í viðtali við mbl að hún telji að all­ir þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar muni styðja við van­traust­stil­löguna sem er lögð fram vegna álits umboðsmanns Alþingis sem sagði Svandísi hafa brotið lög þegar hún stöðvaði hvalveiðar tímabundið síðasta sumar.

„Ég held að stjórn­ar­andstaðan standi öll með okk­ur. Það mun eng­inn bakka upp eða verja þenn­an ráðherra van­trausti. Það verður mjög erfitt fyr­ir nokk­urn þing­mann að viður­kenna lög­brot, við erum einu sinni lög­gjaf­inn,“ sagði Inga í viðtali við mbl.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greindi frá því 9. janúar að Miðflokkurinn hygðist leggja fram vantrauststillögu þegar þing kæmi aftur saman.


Tengdar fréttir

Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar

Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar.

Hyggst leggja fram van­trausts­til­lögu gegn Svan­dísi

Formaður Flokks fólksins segist líta álit umboðsmanns Alþingis, um að matvælaráðherra hafi ekki gætt meðalhófs við bann á hvalveiðum, mjög alvarlegum augum. Hún hafi rætt við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi um að lýsa yfir vantrausti gegn ráðherranum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×