Innlent

Í lífs­hættu eftir tilefnislausa stunguárás

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn var stunginn í miðborg Reykjavíkur í nótt.
Maðurinn var stunginn í miðborg Reykjavíkur í nótt. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á þrítugsaldri er mjög alvarlega særður eftir að hann var stunginn í vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn grunaður um árásina. Tildrög árásarinnar eru óljós.

Þetta segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu. Hún segir tildrög árásinnar enn óljós en ljóst sé þó að hún tengist ekki deilum milli skipulagðra hópa. 

Tilkynning barst til lögreglu klukkan hálf fjögur í nótt og var árásin gerð á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu.

Maðurinn sem varð fyrir árásinni er ekki talinn tengjast árásarmanninum. Elín segir hann hafa verið fluttan með lífsháttulega áverka á bráðamóttöku í nótt. Ástand hans sé þó orðið stöðugt. Einn varð vitni að árásinni.

„Það virðist vera, miðað við fyrstu upplýsingar, að þarna hafi aðili verið á gangi úti á götu og vegfarendur ætla að benda honum á að vera ekki á miðri akbraut. Við það hafi komið til átaka og þolandi fengið stungu,“ segir Elín. Maðurinn hafi verið stunginn í búkinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×