Mygla í Blóðbankanum hafi ekki áhrif á starfsemi bankans Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 19. janúar 2024 18:37 „Í þessu tilviki erum við þess fullviss að öryggi annars vegar blóðgjafa og starfsmannanna er tryggt en um leið og við fáum upplýsingar um annað þá bregðumst við við strax. Við teflum ekki í tvísýnu með neitt slíkt.“ arnar halldórsson Mygla greindist í Blóðbankanum í sumar. Læknir segir ekkert benda til þess að mygla og raki hafi áhrif á blóð sem geymt er í bankanum, loftgæði séu góð í húsinu og forsvaranlegt að halda starfseminni áfram. Öryggi starfsmanna, blóðgjafa og starfseminnar sé tryggt. Í pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans í ágúst og fréttastofa hefur undir höndum var greint frá því að verkfræðistofan Efla hefði greint myglu á mörgum stöðum í húsnæði bankans. Þar segir að óvissa sé um útbreiðslu mygluskemmdanna og áhrif þeirra á blóðgjafa, starfsmenn og öryggi starfseminnar meðal annars vegna áhrifa á framleiðsluvörur Blóðbankans. Fulltrúi Landspítalans segir að eftir að úttekt Eflu leit dagsins ljós hafi verið ráðist í viðgerðir á austurhluta hússins. „En síðan hefur komið í ljós að hugsanlega eru um umfangsmeiri vanda að ræða en við gerðum okkur grein fyrir upphaflega,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, læknir í framkvæmdastjórn Landspítalans. Úr pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans.grafík/sara Loftgæði góð Fulltrúar hjá Eflu hafi svo skilað áfangaskýrslu í lok nóvember. „Og þar kom í ljós fyrir það fyrsta að loftgæðin eru góð, þau eru ásættanleg þannig öryggi bæði starfsmanna og blóðgjafa er tryggt. Það er mikilvægt.“ Hins vegar séu merki um raka sem nú sé í skoðun og vonast Björn til að fá lokaúttekt á því á næstu vikum. Í framhaldinu verði ráðist í viðeigandi aðgerðir. Ekkert bendi til áhrifa á blóðið Er einhver hætta á því að þessar mygluskemmdir eða rakaskemmdir hafi áhrif á blóðið sjálft sem er þarna undir? „Það er ekkert sem bendir til þess núna. Ef svo væri þá værum við búin að stöðva starfsemina nú þegar.“ Þá hafi starfsmenn farið í leyfi frá störfum. „Það hafa einhverjir starfsmenn farið í leyfi já en ég hef ekki nákvæmt yfirlit yfir það og hvort það tengist með beinum hætti við þennan vanda sem við erum að glíma við núna en í einhverjum tilfellum er það þó þannig.“ Björn Rúnar er framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítala.arnar halldórsson Tefla ekki í tvísýnu Nú sé beðið eftir endanlegri úttekt á frekari skoðun en miðað við þær upplýsingar sem spítalinn hefur í dag segir Björn forsvaranlegt að halda starfseminni áfram í húsinu. „Um leið og við höfum vísbendingar um annað þá bregðumst við við með viðeigandi hætti. Í þessu tilviki erum við þess fullviss að öryggi annars vegar blóðgjafa og starfsmannanna er tryggt en um leið og við fáum upplýsingar um annað þá bregðumst við við strax. Við teflum ekki í tvísýnu með neitt slíkt.“ Landspítalinn Blóðgjöf Mygla Reykjavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Í pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans í ágúst og fréttastofa hefur undir höndum var greint frá því að verkfræðistofan Efla hefði greint myglu á mörgum stöðum í húsnæði bankans. Þar segir að óvissa sé um útbreiðslu mygluskemmdanna og áhrif þeirra á blóðgjafa, starfsmenn og öryggi starfseminnar meðal annars vegna áhrifa á framleiðsluvörur Blóðbankans. Fulltrúi Landspítalans segir að eftir að úttekt Eflu leit dagsins ljós hafi verið ráðist í viðgerðir á austurhluta hússins. „En síðan hefur komið í ljós að hugsanlega eru um umfangsmeiri vanda að ræða en við gerðum okkur grein fyrir upphaflega,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, læknir í framkvæmdastjórn Landspítalans. Úr pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans.grafík/sara Loftgæði góð Fulltrúar hjá Eflu hafi svo skilað áfangaskýrslu í lok nóvember. „Og þar kom í ljós fyrir það fyrsta að loftgæðin eru góð, þau eru ásættanleg þannig öryggi bæði starfsmanna og blóðgjafa er tryggt. Það er mikilvægt.“ Hins vegar séu merki um raka sem nú sé í skoðun og vonast Björn til að fá lokaúttekt á því á næstu vikum. Í framhaldinu verði ráðist í viðeigandi aðgerðir. Ekkert bendi til áhrifa á blóðið Er einhver hætta á því að þessar mygluskemmdir eða rakaskemmdir hafi áhrif á blóðið sjálft sem er þarna undir? „Það er ekkert sem bendir til þess núna. Ef svo væri þá værum við búin að stöðva starfsemina nú þegar.“ Þá hafi starfsmenn farið í leyfi frá störfum. „Það hafa einhverjir starfsmenn farið í leyfi já en ég hef ekki nákvæmt yfirlit yfir það og hvort það tengist með beinum hætti við þennan vanda sem við erum að glíma við núna en í einhverjum tilfellum er það þó þannig.“ Björn Rúnar er framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítala.arnar halldórsson Tefla ekki í tvísýnu Nú sé beðið eftir endanlegri úttekt á frekari skoðun en miðað við þær upplýsingar sem spítalinn hefur í dag segir Björn forsvaranlegt að halda starfseminni áfram í húsinu. „Um leið og við höfum vísbendingar um annað þá bregðumst við við með viðeigandi hætti. Í þessu tilviki erum við þess fullviss að öryggi annars vegar blóðgjafa og starfsmannanna er tryggt en um leið og við fáum upplýsingar um annað þá bregðumst við við strax. Við teflum ekki í tvísýnu með neitt slíkt.“
Landspítalinn Blóðgjöf Mygla Reykjavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira