Háskólarnir sameinist í háskólasamstæðu Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2024 08:33 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir íslenskt samfélag of lítið til að reka sjö háskóla. Vísir/einar Lagt verður til við háskólaráð Háskólans a Hólum og Háskóla Íslands að skólarnir sameinist og að rekstrarform sameinaðs skóla verði það sem kallað er háskólasamstæða. Um er að ræða nýnæmi hér á landi en þekkist víða erlendis þar sem hugtakið „kampus“ er notað. Þetta er niðurstaða fýsileikagreiningar á auknu samstarfi eða sameiningu háskólanna. Þar kemur fram að fyrirkomulagið muni mun gera íslenskt háskólasamfélag sterkara í aukinni alþjóðlegri samkeppni í námi, rannsóknum og nýsköpun. Þá felli öflug háskólasamstæða vel að nýjum áherslum Gæðaráðs háskólanna og auki tengsl við atvinnulíf og samfélag um land allt. Sagt er frá þessu á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar kemur fram að greiningin hafi verið kynnt ráðherra sem fagni niðurstöðunni enda sé íslenskt samfélag of lítið til að reka sjö háskóla sem standist alþjóðlega samkeppni. Frá Hólum í Hjaltadal.Vísir/Vilhelm „Íslenskt samfélag er of lítið til að reka sjö háskóla sem standast alþjóðlega samkeppni og geta boðið nemendum upp á framúrskarandi nám og kennslu. Stærri háskólaeiningar og meira samstarf stuðlar að auknum gæðum. Háskólasamstæða með fjölbreytt námsframboð, öflugar rannsóknir og sterk tengsl við atvinnulíf og samfélag um land allt er spennandi kostur,"er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Undirrituðu viljayfirlýsingu í ágúst Á vef ráðuneytisins segir að rektorar skólanna, þau Hólmfríður Sveinsdóttir á Hólum og Jón Atli Benediktsson í Háskóla Íslands, hafi undirritað viljayfirlýsingu þess efnis í ágúst á síðasta ári ásamt háskólaráðherra að farið yrði í fýsileikagreininguna sem nú sé lokið með framangreindri niðurstöðu. „Háskólarnir tveir hafa lengi átt í farsælu samstarfi um rannsóknir og kennslu, t.d. á vettvangi Samstarfsnets opinberra háskóla. Þá hafa skólarnir tekið höndum saman í verkefnum styrktum af Samstarfi háskóla, m.a. um sameiginlega námsleið og ferðamálafræði og samstarf um eflingu náms í fiskeldisfræðum. Í skýrslu stýrihópsins er lögð áhersla á að ný háskólasamstæða efli háskólastarf á öllu landinu, styrki sókn á alþjóðlegum vettvangi og verði eftirsóknarverður kostur fyrir aðra háskóla og rannsóknastofnanir. Gert er ráð fyrir að samstæðan taki til starfa í lok þessa árs. Aðalbygging Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Við myndun háskólasamstæðunnar verður horft til þess að skólarnir verði sjálfstæðir og að samstæðan styrki Háskóla Íslands sem leiðandi háskóla í íslensku samfélagi og Háskólann á Hólum sem sérhæfðan skóla á landsbyggðinni. Þannig yrði Háskóli Íslands flaggskipsháskóli samstæðunnar og Háskólinn á Hólum sjálfstæður kampus með starfsemi á Hólum og á Sauðárkróki. Háskólasamstæður tveggja eða fleiri sjálfstæðra skóla þekkjast víða erlendis og miða að því að styrkja háskólastarf á tilteknum svæðum. Mikilvæg tækifæri felast í nýtingu þeirrar reynslu við mótun samstæðu sem hentar íslensku háskólaumhverfi í því skyni að efla háskólastarf til framtíðar, án þess þó að auka á yfirbyggingu eða kostnað hvað stjórnskipulag varðar,“ segir í tilkynningunni. Fyrr á árinu var greint frá því að háskólaráð Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst hafi samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Háskólar Skagafjörður Reykjavík Tengdar fréttir Næststærsti háskóli landsins í pípunum Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi. 9. janúar 2024 11:42 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Þetta er niðurstaða fýsileikagreiningar á auknu samstarfi eða sameiningu háskólanna. Þar kemur fram að fyrirkomulagið muni mun gera íslenskt háskólasamfélag sterkara í aukinni alþjóðlegri samkeppni í námi, rannsóknum og nýsköpun. Þá felli öflug háskólasamstæða vel að nýjum áherslum Gæðaráðs háskólanna og auki tengsl við atvinnulíf og samfélag um land allt. Sagt er frá þessu á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar kemur fram að greiningin hafi verið kynnt ráðherra sem fagni niðurstöðunni enda sé íslenskt samfélag of lítið til að reka sjö háskóla sem standist alþjóðlega samkeppni. Frá Hólum í Hjaltadal.Vísir/Vilhelm „Íslenskt samfélag er of lítið til að reka sjö háskóla sem standast alþjóðlega samkeppni og geta boðið nemendum upp á framúrskarandi nám og kennslu. Stærri háskólaeiningar og meira samstarf stuðlar að auknum gæðum. Háskólasamstæða með fjölbreytt námsframboð, öflugar rannsóknir og sterk tengsl við atvinnulíf og samfélag um land allt er spennandi kostur,"er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Undirrituðu viljayfirlýsingu í ágúst Á vef ráðuneytisins segir að rektorar skólanna, þau Hólmfríður Sveinsdóttir á Hólum og Jón Atli Benediktsson í Háskóla Íslands, hafi undirritað viljayfirlýsingu þess efnis í ágúst á síðasta ári ásamt háskólaráðherra að farið yrði í fýsileikagreininguna sem nú sé lokið með framangreindri niðurstöðu. „Háskólarnir tveir hafa lengi átt í farsælu samstarfi um rannsóknir og kennslu, t.d. á vettvangi Samstarfsnets opinberra háskóla. Þá hafa skólarnir tekið höndum saman í verkefnum styrktum af Samstarfi háskóla, m.a. um sameiginlega námsleið og ferðamálafræði og samstarf um eflingu náms í fiskeldisfræðum. Í skýrslu stýrihópsins er lögð áhersla á að ný háskólasamstæða efli háskólastarf á öllu landinu, styrki sókn á alþjóðlegum vettvangi og verði eftirsóknarverður kostur fyrir aðra háskóla og rannsóknastofnanir. Gert er ráð fyrir að samstæðan taki til starfa í lok þessa árs. Aðalbygging Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Við myndun háskólasamstæðunnar verður horft til þess að skólarnir verði sjálfstæðir og að samstæðan styrki Háskóla Íslands sem leiðandi háskóla í íslensku samfélagi og Háskólann á Hólum sem sérhæfðan skóla á landsbyggðinni. Þannig yrði Háskóli Íslands flaggskipsháskóli samstæðunnar og Háskólinn á Hólum sjálfstæður kampus með starfsemi á Hólum og á Sauðárkróki. Háskólasamstæður tveggja eða fleiri sjálfstæðra skóla þekkjast víða erlendis og miða að því að styrkja háskólastarf á tilteknum svæðum. Mikilvæg tækifæri felast í nýtingu þeirrar reynslu við mótun samstæðu sem hentar íslensku háskólaumhverfi í því skyni að efla háskólastarf til framtíðar, án þess þó að auka á yfirbyggingu eða kostnað hvað stjórnskipulag varðar,“ segir í tilkynningunni. Fyrr á árinu var greint frá því að háskólaráð Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst hafi samþykkt að hefja sameiningarviðræður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Háskólar Skagafjörður Reykjavík Tengdar fréttir Næststærsti háskóli landsins í pípunum Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi. 9. janúar 2024 11:42 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Næststærsti háskóli landsins í pípunum Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi. 9. janúar 2024 11:42