Háskólarnir sameinist í háskólasamstæðu Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2024 08:33 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir íslenskt samfélag of lítið til að reka sjö háskóla. Vísir/einar Lagt verður til við háskólaráð Háskólans a Hólum og Háskóla Íslands að skólarnir sameinist og að rekstrarform sameinaðs skóla verði það sem kallað er háskólasamstæða. Um er að ræða nýnæmi hér á landi en þekkist víða erlendis þar sem hugtakið „kampus“ er notað. Þetta er niðurstaða fýsileikagreiningar á auknu samstarfi eða sameiningu háskólanna. Þar kemur fram að fyrirkomulagið muni mun gera íslenskt háskólasamfélag sterkara í aukinni alþjóðlegri samkeppni í námi, rannsóknum og nýsköpun. Þá felli öflug háskólasamstæða vel að nýjum áherslum Gæðaráðs háskólanna og auki tengsl við atvinnulíf og samfélag um land allt. Sagt er frá þessu á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar kemur fram að greiningin hafi verið kynnt ráðherra sem fagni niðurstöðunni enda sé íslenskt samfélag of lítið til að reka sjö háskóla sem standist alþjóðlega samkeppni. Frá Hólum í Hjaltadal.Vísir/Vilhelm „Íslenskt samfélag er of lítið til að reka sjö háskóla sem standast alþjóðlega samkeppni og geta boðið nemendum upp á framúrskarandi nám og kennslu. Stærri háskólaeiningar og meira samstarf stuðlar að auknum gæðum. Háskólasamstæða með fjölbreytt námsframboð, öflugar rannsóknir og sterk tengsl við atvinnulíf og samfélag um land allt er spennandi kostur,"er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Undirrituðu viljayfirlýsingu í ágúst Á vef ráðuneytisins segir að rektorar skólanna, þau Hólmfríður Sveinsdóttir á Hólum og Jón Atli Benediktsson í Háskóla Íslands, hafi undirritað viljayfirlýsingu þess efnis í ágúst á síðasta ári ásamt háskólaráðherra að farið yrði í fýsileikagreininguna sem nú sé lokið með framangreindri niðurstöðu. „Háskólarnir tveir hafa lengi átt í farsælu samstarfi um rannsóknir og kennslu, t.d. á vettvangi Samstarfsnets opinberra háskóla. Þá hafa skólarnir tekið höndum saman í verkefnum styrktum af Samstarfi háskóla, m.a. um sameiginlega námsleið og ferðamálafræði og samstarf um eflingu náms í fiskeldisfræðum. Í skýrslu stýrihópsins er lögð áhersla á að ný háskólasamstæða efli háskólastarf á öllu landinu, styrki sókn á alþjóðlegum vettvangi og verði eftirsóknarverður kostur fyrir aðra háskóla og rannsóknastofnanir. Gert er ráð fyrir að samstæðan taki til starfa í lok þessa árs. Aðalbygging Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Við myndun háskólasamstæðunnar verður horft til þess að skólarnir verði sjálfstæðir og að samstæðan styrki Háskóla Íslands sem leiðandi háskóla í íslensku samfélagi og Háskólann á Hólum sem sérhæfðan skóla á landsbyggðinni. Þannig yrði Háskóli Íslands flaggskipsháskóli samstæðunnar og Háskólinn á Hólum sjálfstæður kampus með starfsemi á Hólum og á Sauðárkróki. Háskólasamstæður tveggja eða fleiri sjálfstæðra skóla þekkjast víða erlendis og miða að því að styrkja háskólastarf á tilteknum svæðum. Mikilvæg tækifæri felast í nýtingu þeirrar reynslu við mótun samstæðu sem hentar íslensku háskólaumhverfi í því skyni að efla háskólastarf til framtíðar, án þess þó að auka á yfirbyggingu eða kostnað hvað stjórnskipulag varðar,“ segir í tilkynningunni. Fyrr á árinu var greint frá því að háskólaráð Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst hafi samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Háskólar Skagafjörður Reykjavík Tengdar fréttir Næststærsti háskóli landsins í pípunum Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi. 9. janúar 2024 11:42 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þetta er niðurstaða fýsileikagreiningar á auknu samstarfi eða sameiningu háskólanna. Þar kemur fram að fyrirkomulagið muni mun gera íslenskt háskólasamfélag sterkara í aukinni alþjóðlegri samkeppni í námi, rannsóknum og nýsköpun. Þá felli öflug háskólasamstæða vel að nýjum áherslum Gæðaráðs háskólanna og auki tengsl við atvinnulíf og samfélag um land allt. Sagt er frá þessu á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar kemur fram að greiningin hafi verið kynnt ráðherra sem fagni niðurstöðunni enda sé íslenskt samfélag of lítið til að reka sjö háskóla sem standist alþjóðlega samkeppni. Frá Hólum í Hjaltadal.Vísir/Vilhelm „Íslenskt samfélag er of lítið til að reka sjö háskóla sem standast alþjóðlega samkeppni og geta boðið nemendum upp á framúrskarandi nám og kennslu. Stærri háskólaeiningar og meira samstarf stuðlar að auknum gæðum. Háskólasamstæða með fjölbreytt námsframboð, öflugar rannsóknir og sterk tengsl við atvinnulíf og samfélag um land allt er spennandi kostur,"er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Undirrituðu viljayfirlýsingu í ágúst Á vef ráðuneytisins segir að rektorar skólanna, þau Hólmfríður Sveinsdóttir á Hólum og Jón Atli Benediktsson í Háskóla Íslands, hafi undirritað viljayfirlýsingu þess efnis í ágúst á síðasta ári ásamt háskólaráðherra að farið yrði í fýsileikagreininguna sem nú sé lokið með framangreindri niðurstöðu. „Háskólarnir tveir hafa lengi átt í farsælu samstarfi um rannsóknir og kennslu, t.d. á vettvangi Samstarfsnets opinberra háskóla. Þá hafa skólarnir tekið höndum saman í verkefnum styrktum af Samstarfi háskóla, m.a. um sameiginlega námsleið og ferðamálafræði og samstarf um eflingu náms í fiskeldisfræðum. Í skýrslu stýrihópsins er lögð áhersla á að ný háskólasamstæða efli háskólastarf á öllu landinu, styrki sókn á alþjóðlegum vettvangi og verði eftirsóknarverður kostur fyrir aðra háskóla og rannsóknastofnanir. Gert er ráð fyrir að samstæðan taki til starfa í lok þessa árs. Aðalbygging Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Við myndun háskólasamstæðunnar verður horft til þess að skólarnir verði sjálfstæðir og að samstæðan styrki Háskóla Íslands sem leiðandi háskóla í íslensku samfélagi og Háskólann á Hólum sem sérhæfðan skóla á landsbyggðinni. Þannig yrði Háskóli Íslands flaggskipsháskóli samstæðunnar og Háskólinn á Hólum sjálfstæður kampus með starfsemi á Hólum og á Sauðárkróki. Háskólasamstæður tveggja eða fleiri sjálfstæðra skóla þekkjast víða erlendis og miða að því að styrkja háskólastarf á tilteknum svæðum. Mikilvæg tækifæri felast í nýtingu þeirrar reynslu við mótun samstæðu sem hentar íslensku háskólaumhverfi í því skyni að efla háskólastarf til framtíðar, án þess þó að auka á yfirbyggingu eða kostnað hvað stjórnskipulag varðar,“ segir í tilkynningunni. Fyrr á árinu var greint frá því að háskólaráð Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst hafi samþykkt að hefja sameiningarviðræður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Háskólar Skagafjörður Reykjavík Tengdar fréttir Næststærsti háskóli landsins í pípunum Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi. 9. janúar 2024 11:42 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Næststærsti háskóli landsins í pípunum Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi. 9. janúar 2024 11:42
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent