Næststærsti háskóli landsins í pípunum Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. janúar 2024 11:42 Áslaug Arna er meðal annars ráðherra háskólamála. Vísir/Vilhelm Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi. Áslaug Arna segir mikla greiningarvinnu liggja að baki og bendir á með þessu gæti næststærsti háskóli landsins orðið til. Skólarnir hafi verið leiðandi í fjarnámi og með þessu megi styrkja stoðir þeirra enn fremur. Starfsemi sameinaðs skóla verði fyrst og fremst á Akureyri. „Þetta gæti styrkt háskólanám fyrir norðan sem og fyrir landsbyggðina alla, en ekki síst háskólastarfsemi á Ísland. Þar sem ég hef bent á að við þurfum að gera betur í alþjóðlegum samanburði og að skólarnir þurfi að vinna meira saman.“ Háskólastarf á landsbyggðinni verði öflugt Sem áður segir verður starfsemi sameinaðs skóla, ef af sameiningu verður, aðallega á Akureyri. Áslaug Arna segir þó að ef til vill verði starfsstöðvar í Borgarnesi og víðar um landið, eftir því hvar starfsmenn búa. „Þarna er verið efla háskóla á landsbyggðinni með því að sameina Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst. Þannig að háskólastarf á landsbyggðinni verði verulega öflugt, þau vilja meðal annars efla rannsóknarhlutverk sitt og við erum að skoða að koma upp öflugum rannsóknarsjóði.“ Ýmis samlegðaráhrif Áslaug Arna segir ýmis samlegðaráhrif myndu felast í sameiningu skólanna tveggja. Nokkrar greinar sem kenndar hafi verið á báðum stöðum og aðrar greinar sem myndu efla hver aðra með sameiningu. Slíkar viðræður um sameiningar námsleiða séu nú að hefjast. „Skólarnir eiga það sameiginlegt að hafa verið talsverðir brautryðjendur í öflugu fjarnámi og sveigjanlegra námi, sem hafa bæði eflt nám á landsbyggðinni. Við sjáum það í greiningu að þeir sem velja að fara í þessa háskóla, þeir oftar en ekki, nokkrum árum eftir nám, velja sér búsetu á landsbyggðinni. Sem sýnir okkur auðvitað líka mikilvægi þess að halda uppi öflugum háskólum á landsbyggðinni. Skóla - og menntamál Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Borgarbyggð Akureyri Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Áslaug Arna segir mikla greiningarvinnu liggja að baki og bendir á með þessu gæti næststærsti háskóli landsins orðið til. Skólarnir hafi verið leiðandi í fjarnámi og með þessu megi styrkja stoðir þeirra enn fremur. Starfsemi sameinaðs skóla verði fyrst og fremst á Akureyri. „Þetta gæti styrkt háskólanám fyrir norðan sem og fyrir landsbyggðina alla, en ekki síst háskólastarfsemi á Ísland. Þar sem ég hef bent á að við þurfum að gera betur í alþjóðlegum samanburði og að skólarnir þurfi að vinna meira saman.“ Háskólastarf á landsbyggðinni verði öflugt Sem áður segir verður starfsemi sameinaðs skóla, ef af sameiningu verður, aðallega á Akureyri. Áslaug Arna segir þó að ef til vill verði starfsstöðvar í Borgarnesi og víðar um landið, eftir því hvar starfsmenn búa. „Þarna er verið efla háskóla á landsbyggðinni með því að sameina Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst. Þannig að háskólastarf á landsbyggðinni verði verulega öflugt, þau vilja meðal annars efla rannsóknarhlutverk sitt og við erum að skoða að koma upp öflugum rannsóknarsjóði.“ Ýmis samlegðaráhrif Áslaug Arna segir ýmis samlegðaráhrif myndu felast í sameiningu skólanna tveggja. Nokkrar greinar sem kenndar hafi verið á báðum stöðum og aðrar greinar sem myndu efla hver aðra með sameiningu. Slíkar viðræður um sameiningar námsleiða séu nú að hefjast. „Skólarnir eiga það sameiginlegt að hafa verið talsverðir brautryðjendur í öflugu fjarnámi og sveigjanlegra námi, sem hafa bæði eflt nám á landsbyggðinni. Við sjáum það í greiningu að þeir sem velja að fara í þessa háskóla, þeir oftar en ekki, nokkrum árum eftir nám, velja sér búsetu á landsbyggðinni. Sem sýnir okkur auðvitað líka mikilvægi þess að halda uppi öflugum háskólum á landsbyggðinni.
Skóla - og menntamál Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Borgarbyggð Akureyri Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira