Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir fréttaþulur fréttamaður
Erla Björg Gunnarsdóttir fréttaþulur fréttamaður

Landris heldur áfram undir Svartsengi og næsta gos gæti orðið innan mánaðar að mati sérfræðings á Veðurstofu Íslands. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík í dag var frestað vegna snjóþyngsla en unnið hefur verið að því að moka snjó í bænum í dag.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðuna og við verðum í beinni með björgunarsveitarmanni sem hefur verið í Grindavík í dag.

Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Heimir Már Pétursson fer yfir viðkvæma stöðu í kjaraviðræðum.

Tónlistarmenn mótmæltu þátttöku Ísraela í Eurovision fyrir utan Útvarpshúsið í dag, sungu og afhentu útvarpsstjóra undirskriftarlista. Við fylgjumst með mótmælunum.

Þá heyrum við í verslunareiganda sem segir viðskiptavini afar ósátta við hertar reglur um rafrettur sem taka gildi um mánaðarmótin og við verðum í beinni með stuðningsmönnum Íslands sem eru vongóðir í aðdraganda leiksins gegn Þýskalandi þrátt fyrir erfiða viku á EM.

Í Íslandi í dag hittir Vala Matt heilsumarkþjálfa sem telur að endurskoða eigi hugtakið ofurkona en hún lenti sjálf í kulnun eftir að hafa ofkeyrt sér.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×