Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðuna og við verðum í beinni með björgunarsveitarmanni sem hefur verið í Grindavík í dag.
Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Heimir Már Pétursson fer yfir viðkvæma stöðu í kjaraviðræðum.
Tónlistarmenn mótmæltu þátttöku Ísraela í Eurovision fyrir utan Útvarpshúsið í dag, sungu og afhentu útvarpsstjóra undirskriftarlista. Við fylgjumst með mótmælunum.
Þá heyrum við í verslunareiganda sem segir viðskiptavini afar ósátta við hertar reglur um rafrettur sem taka gildi um mánaðarmótin og við verðum í beinni með stuðningsmönnum Íslands sem eru vongóðir í aðdraganda leiksins gegn Þýskalandi þrátt fyrir erfiða viku á EM.
Í Íslandi í dag hittir Vala Matt heilsumarkþjálfa sem telur að endurskoða eigi hugtakið ofurkona en hún lenti sjálf í kulnun eftir að hafa ofkeyrt sér.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.