Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. janúar 2024 15:22 Vindmyllurnar í Búrfellslundi gætu litið svona út gangi verkefnið eftir. Stjórn Landsvirkjunar og forstjóri hennar, Hörður Arnarson, hafa metið áhættuna við að bjóða verkefnið út án leyfis þess virði. Landsvirkjun/Vilhelm/Vísir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Þar segir að verkefnið hafi verið í þróun í rúman áratug og hafi verið samþykkt í nýtingarflokk rammaáætlunar í júní 2022. Sótt hafi verið um virkjunarleyfi í október sama ár með fyrirvara um afgreiðslu skipulagsmála. „Vinna við aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags fyrir svæðið hefur staðið yfir frá desember 2022 með Rangárþingi ytra en Búrfellslundur er alfarið innan þess sveitarfélags. Einnig er unnið að samningum við íslenska ríkið sem landeiganda, en landsvæðið er innan þjóðlendu,“ segir í tilkynningunni. Hér má sjá kort af svæðinu sem nær yfir Búrfellslund.Landsvirkjun Óhefðbundið ferli á útboðinu Teljast verður óvenjulegt að ráðist sé í útboð án þess að leyfis- og skipulagsmál séu komin á hreint og er nokkur áhætta fólgin í því. Hins vegar segir að stjórn Landsvirkjunar meit áhættuna viðunandi „miðað við þá hagsmuni sem eru í húfi“ og samþykkti að fara þessa leið á fundi sínum 12. janúar síðastliðinn. Ástæðan fyrir því að þessi leið er valin er samkvæmt tilkynningunni „til að auka líkurnar á því að verkefnið geti farið að skila orku inn á raforkukerfið fyrir lok árs 2026“. Útboðsferli séu tímafrek og afhendingartími á búnaði langur. Framkvæmdaglugginn stuttur vegna veðurs Í tilkynningunni segir að áætlaður framkvæmdatími sé tvö ár en vegna veðurskilyrða sé framkvæmdagluggi verkefnisins mjög stuttur. Hann takmarkist að mestu við sumartímann, einkum uppsetning vindmyllanna. Frestun á verkþáttum verkefnisins geti því seinkað gangsetningu um heilt ár. Þá segir að útboðsferlið taki allt að átta mánuði og samhliða því sé unnið að endanlegu skipulagi verkefnisins. Vonir standi til að öll tilskilin leyfi og samningar verði í höfn þegar því lýkur. Útboðsferli klárist aðeins þegar öll leyfi hafi verið veitt og samningum lokið. „Allt að 30 vindmyllur verða í Búrfellslundi, hver og ein með 4-5 MW uppsett afl og samanlögð orkugeta verður um 440 GWst á ári. Rammaáætlun gerir ráð fyrir allt að 120 MW uppsettu afli,“ segir í tilkynningunni. Kalla eftir auknu raforkuframboði Undir lok tilkynningarinnar segir að orkuvinnslukerfi Landsvirkjunar sé nú fullnýtt og orkan uppseld. Þá sé fyrirsjáanlegt þetta ástand vari þar til hægt sé að auka orkuvinnslu. Raforkuorkuvinnslan í dag geti ekki mætt eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti. Það sé því von Landsvirkjunar að „spaðarnir á vindmyllum fyrsta vindorkuversins á Íslandi verði farnir að snúast í lok árs 2026.“ Landsvirkjun Orkuskipti Orkumál Vindorka Skipulag Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar vegna nýrra vindmylla í Þykkvabæ Framkvæmdir eru hafnar í Þykkvabæ vegna tveggja vindmylla, sem fyrirhugað er að rísi í september á undirstöðum þeirra vindmylla sem þar stóðu áður. Ný viðhorfskönnun sýnir að sextíu prósent íbúa í Þykkvabæ eru andvígir nýjum vindmyllum. 5. júlí 2023 22:22 Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Þar segir að verkefnið hafi verið í þróun í rúman áratug og hafi verið samþykkt í nýtingarflokk rammaáætlunar í júní 2022. Sótt hafi verið um virkjunarleyfi í október sama ár með fyrirvara um afgreiðslu skipulagsmála. „Vinna við aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags fyrir svæðið hefur staðið yfir frá desember 2022 með Rangárþingi ytra en Búrfellslundur er alfarið innan þess sveitarfélags. Einnig er unnið að samningum við íslenska ríkið sem landeiganda, en landsvæðið er innan þjóðlendu,“ segir í tilkynningunni. Hér má sjá kort af svæðinu sem nær yfir Búrfellslund.Landsvirkjun Óhefðbundið ferli á útboðinu Teljast verður óvenjulegt að ráðist sé í útboð án þess að leyfis- og skipulagsmál séu komin á hreint og er nokkur áhætta fólgin í því. Hins vegar segir að stjórn Landsvirkjunar meit áhættuna viðunandi „miðað við þá hagsmuni sem eru í húfi“ og samþykkti að fara þessa leið á fundi sínum 12. janúar síðastliðinn. Ástæðan fyrir því að þessi leið er valin er samkvæmt tilkynningunni „til að auka líkurnar á því að verkefnið geti farið að skila orku inn á raforkukerfið fyrir lok árs 2026“. Útboðsferli séu tímafrek og afhendingartími á búnaði langur. Framkvæmdaglugginn stuttur vegna veðurs Í tilkynningunni segir að áætlaður framkvæmdatími sé tvö ár en vegna veðurskilyrða sé framkvæmdagluggi verkefnisins mjög stuttur. Hann takmarkist að mestu við sumartímann, einkum uppsetning vindmyllanna. Frestun á verkþáttum verkefnisins geti því seinkað gangsetningu um heilt ár. Þá segir að útboðsferlið taki allt að átta mánuði og samhliða því sé unnið að endanlegu skipulagi verkefnisins. Vonir standi til að öll tilskilin leyfi og samningar verði í höfn þegar því lýkur. Útboðsferli klárist aðeins þegar öll leyfi hafi verið veitt og samningum lokið. „Allt að 30 vindmyllur verða í Búrfellslundi, hver og ein með 4-5 MW uppsett afl og samanlögð orkugeta verður um 440 GWst á ári. Rammaáætlun gerir ráð fyrir allt að 120 MW uppsettu afli,“ segir í tilkynningunni. Kalla eftir auknu raforkuframboði Undir lok tilkynningarinnar segir að orkuvinnslukerfi Landsvirkjunar sé nú fullnýtt og orkan uppseld. Þá sé fyrirsjáanlegt þetta ástand vari þar til hægt sé að auka orkuvinnslu. Raforkuorkuvinnslan í dag geti ekki mætt eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti. Það sé því von Landsvirkjunar að „spaðarnir á vindmyllum fyrsta vindorkuversins á Íslandi verði farnir að snúast í lok árs 2026.“
Landsvirkjun Orkuskipti Orkumál Vindorka Skipulag Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar vegna nýrra vindmylla í Þykkvabæ Framkvæmdir eru hafnar í Þykkvabæ vegna tveggja vindmylla, sem fyrirhugað er að rísi í september á undirstöðum þeirra vindmylla sem þar stóðu áður. Ný viðhorfskönnun sýnir að sextíu prósent íbúa í Þykkvabæ eru andvígir nýjum vindmyllum. 5. júlí 2023 22:22 Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Framkvæmdir hafnar vegna nýrra vindmylla í Þykkvabæ Framkvæmdir eru hafnar í Þykkvabæ vegna tveggja vindmylla, sem fyrirhugað er að rísi í september á undirstöðum þeirra vindmylla sem þar stóðu áður. Ný viðhorfskönnun sýnir að sextíu prósent íbúa í Þykkvabæ eru andvígir nýjum vindmyllum. 5. júlí 2023 22:22
Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54