Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. janúar 2024 11:51 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú metið heildar virði fasteigna í Grindavík. Vísir Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. Á fjölmennum íbúafundi Grindvíkinga með stjórnvöldum í gær kom fram hávær krafa um að stjórnvöld borgi íbúa út vegna stöðunnar sem komin er upp í bænum. Nokkrar tölur um verðmæti fasteigna komu fram á fundinum. Heildarvirði fasteigna Fréttastofa óskaði í morgun eftir svari við hvert heildar fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík sé í raun hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Í svari Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar kemur eftirfarandi fram: Heildar fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73,1 milljarður króna. Heildar brunabótamat allra íbúðareigna í Grindavík er (78,5 milljarðar. Alls eru tólfhundruð og ein íbúðareign í Grindavík. Heildar fasteignamat allra atvinnueigna í Grindavík er samkvæmt matinu 21,4 milljarðar. Heildar brunabótamat allra atvinnueigna í Grindavík er 42,1 milljarðar. Atvinnueignir eru alls 227. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun metur einnig aðrar eignir í bænum þannig nemur fasteignamat sumarhúsa í Grindavík 4,7 milljörðum króna, stofnana og samkomustaða 3,4 milljörðum og við bætast jarðir, óbyggðar lóðir og lönd. Heildarfasteignamat Grindavíkur er því 107 milljarða en brunabótamatið 142 milljarðar króna. Það ber að nefna að þær eignir sem getið er í frétt á vef Grindavíkurbæjar hafa nú þegar fengið lækkun á fasteignamati og hafa ekkert brunabótamat að öllu eða hluta, þar sem NTÍ hefur metið sem altjón á einum eða fleiri matshlutum og eru því ekki inni í samtölunni hér að ofan. Þær eru þó svo fáar að þær hafa ekki teljandi áhrif á heildarsummurnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fasteignamarkaður Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Fyrsta stig verðmætabjörgunar í gangi og næstu til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir aðgerðum til að tryggja hita á húsum í Grindavíkurbæ sem stórri verðmætabjörgun. Áfram verður unnið að því í dag auk þess sem sérfræðingahópur á vegum almannavarna er að kortleggja sprungur og hættur í bænum. 17. janúar 2024 11:14 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Á fjölmennum íbúafundi Grindvíkinga með stjórnvöldum í gær kom fram hávær krafa um að stjórnvöld borgi íbúa út vegna stöðunnar sem komin er upp í bænum. Nokkrar tölur um verðmæti fasteigna komu fram á fundinum. Heildarvirði fasteigna Fréttastofa óskaði í morgun eftir svari við hvert heildar fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík sé í raun hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Í svari Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar kemur eftirfarandi fram: Heildar fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73,1 milljarður króna. Heildar brunabótamat allra íbúðareigna í Grindavík er (78,5 milljarðar. Alls eru tólfhundruð og ein íbúðareign í Grindavík. Heildar fasteignamat allra atvinnueigna í Grindavík er samkvæmt matinu 21,4 milljarðar. Heildar brunabótamat allra atvinnueigna í Grindavík er 42,1 milljarðar. Atvinnueignir eru alls 227. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun metur einnig aðrar eignir í bænum þannig nemur fasteignamat sumarhúsa í Grindavík 4,7 milljörðum króna, stofnana og samkomustaða 3,4 milljörðum og við bætast jarðir, óbyggðar lóðir og lönd. Heildarfasteignamat Grindavíkur er því 107 milljarða en brunabótamatið 142 milljarðar króna. Það ber að nefna að þær eignir sem getið er í frétt á vef Grindavíkurbæjar hafa nú þegar fengið lækkun á fasteignamati og hafa ekkert brunabótamat að öllu eða hluta, þar sem NTÍ hefur metið sem altjón á einum eða fleiri matshlutum og eru því ekki inni í samtölunni hér að ofan. Þær eru þó svo fáar að þær hafa ekki teljandi áhrif á heildarsummurnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fasteignamarkaður Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Fyrsta stig verðmætabjörgunar í gangi og næstu til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir aðgerðum til að tryggja hita á húsum í Grindavíkurbæ sem stórri verðmætabjörgun. Áfram verður unnið að því í dag auk þess sem sérfræðingahópur á vegum almannavarna er að kortleggja sprungur og hættur í bænum. 17. janúar 2024 11:14 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50
Fyrsta stig verðmætabjörgunar í gangi og næstu til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir aðgerðum til að tryggja hita á húsum í Grindavíkurbæ sem stórri verðmætabjörgun. Áfram verður unnið að því í dag auk þess sem sérfræðingahópur á vegum almannavarna er að kortleggja sprungur og hættur í bænum. 17. janúar 2024 11:14
Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03