Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2024 23:45 Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir ekki koma á óvart að fólk innan lögreglu hafi gerst sekt um að beita hvort annað ofbeldi. Erfitt sé að sjá hvernig brotaþolar eigi að treysta lögreglu til að rannsaka ofbeldismál. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. Fimm mál varðandi kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi milli starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru til meðferðar hjá embættinu á síðasta ári. Lögreglan segir málin öll litin alvarlegum augum og starfsfólki hafi verið veitt aukin fræðsla um mörk í samskiptum. Berðu straust til lögreglunnar þegar þetta er staðan? „Það er mjög erfitt að gera það, sér í lagi þegar menn, sem hafa gerst sekir um ofbeldishegðun, eru að vinna meðal annars við rannsókn kynferðisbrota. Við getum þá ekki tryggt að við séum að fá réttláta málsmeðferð hjá lögreglunni,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Lögreglan sé auðvitað ekki undanskilin því að hafa fólk innan sinna raða sem beitt hefur ofbeldi. Guðný segir auðvitað margt gott fólk vinna innan lögreglunnar. „En þegar við erum að sjá fólk í yfirmannastöðum gerast sekt um svona brot þá auðvitað viljum við sjá einhverjar afleiðingar af því eins og við sjáum fyrir alla gerendur, að þeir taki ábyrgð og geti unnið í sínum málum.“ Guðný opnaði sig í viðtali við Vísi um nauðgun sem hún varð fyrir á fertugsafmælinu sínu, bataferlið og stofnun Hagsmunasamtaka brotaþola. Kemur ekki á óvart En hvað verður svo um þessa gerendur, lögreglufólk sem hefur beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi á einn eða annan hátt? Jú, einhverjir voru færðir til í starfi eins og einn sem lengi sinnti yfirmannsstöðu hjá miðlægri rannsóknardeild en er nú starfandi á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kemur það þér á óvart að afleiðingarnar séu ekki meiri en þessar? „Nei, í raun og veru ekki. Við sjáum þetta í svo mörgum ofbeldismálum á svo mörgum vinnustöðum út um allt.“ Niðurstaðan sé oft sú að málin séu ekki svo alvarleg og þannig dregið úr þeim. Brotaþolar verði að geta treyst því að mál þeirra séu rannsökuð til fulls. „Og ég get ekki séð hvernig á að treysta því þegar við erum með ofbeldisfólk í vinnu við að rannsaka þessi mál.“ Lögreglan Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm erfið starfsmannamál litin alvarlegum augum Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum 13. desember 2023 15:11 Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. 15. september 2023 07:01 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Fimm mál varðandi kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi milli starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru til meðferðar hjá embættinu á síðasta ári. Lögreglan segir málin öll litin alvarlegum augum og starfsfólki hafi verið veitt aukin fræðsla um mörk í samskiptum. Berðu straust til lögreglunnar þegar þetta er staðan? „Það er mjög erfitt að gera það, sér í lagi þegar menn, sem hafa gerst sekir um ofbeldishegðun, eru að vinna meðal annars við rannsókn kynferðisbrota. Við getum þá ekki tryggt að við séum að fá réttláta málsmeðferð hjá lögreglunni,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Lögreglan sé auðvitað ekki undanskilin því að hafa fólk innan sinna raða sem beitt hefur ofbeldi. Guðný segir auðvitað margt gott fólk vinna innan lögreglunnar. „En þegar við erum að sjá fólk í yfirmannastöðum gerast sekt um svona brot þá auðvitað viljum við sjá einhverjar afleiðingar af því eins og við sjáum fyrir alla gerendur, að þeir taki ábyrgð og geti unnið í sínum málum.“ Guðný opnaði sig í viðtali við Vísi um nauðgun sem hún varð fyrir á fertugsafmælinu sínu, bataferlið og stofnun Hagsmunasamtaka brotaþola. Kemur ekki á óvart En hvað verður svo um þessa gerendur, lögreglufólk sem hefur beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi á einn eða annan hátt? Jú, einhverjir voru færðir til í starfi eins og einn sem lengi sinnti yfirmannsstöðu hjá miðlægri rannsóknardeild en er nú starfandi á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kemur það þér á óvart að afleiðingarnar séu ekki meiri en þessar? „Nei, í raun og veru ekki. Við sjáum þetta í svo mörgum ofbeldismálum á svo mörgum vinnustöðum út um allt.“ Niðurstaðan sé oft sú að málin séu ekki svo alvarleg og þannig dregið úr þeim. Brotaþolar verði að geta treyst því að mál þeirra séu rannsökuð til fulls. „Og ég get ekki séð hvernig á að treysta því þegar við erum með ofbeldisfólk í vinnu við að rannsaka þessi mál.“
Lögreglan Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm erfið starfsmannamál litin alvarlegum augum Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum 13. desember 2023 15:11 Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. 15. september 2023 07:01 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Fimm erfið starfsmannamál litin alvarlegum augum Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum 13. desember 2023 15:11
Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. 15. september 2023 07:01