Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2024 23:45 Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir ekki koma á óvart að fólk innan lögreglu hafi gerst sekt um að beita hvort annað ofbeldi. Erfitt sé að sjá hvernig brotaþolar eigi að treysta lögreglu til að rannsaka ofbeldismál. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. Fimm mál varðandi kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi milli starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru til meðferðar hjá embættinu á síðasta ári. Lögreglan segir málin öll litin alvarlegum augum og starfsfólki hafi verið veitt aukin fræðsla um mörk í samskiptum. Berðu straust til lögreglunnar þegar þetta er staðan? „Það er mjög erfitt að gera það, sér í lagi þegar menn, sem hafa gerst sekir um ofbeldishegðun, eru að vinna meðal annars við rannsókn kynferðisbrota. Við getum þá ekki tryggt að við séum að fá réttláta málsmeðferð hjá lögreglunni,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Lögreglan sé auðvitað ekki undanskilin því að hafa fólk innan sinna raða sem beitt hefur ofbeldi. Guðný segir auðvitað margt gott fólk vinna innan lögreglunnar. „En þegar við erum að sjá fólk í yfirmannastöðum gerast sekt um svona brot þá auðvitað viljum við sjá einhverjar afleiðingar af því eins og við sjáum fyrir alla gerendur, að þeir taki ábyrgð og geti unnið í sínum málum.“ Guðný opnaði sig í viðtali við Vísi um nauðgun sem hún varð fyrir á fertugsafmælinu sínu, bataferlið og stofnun Hagsmunasamtaka brotaþola. Kemur ekki á óvart En hvað verður svo um þessa gerendur, lögreglufólk sem hefur beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi á einn eða annan hátt? Jú, einhverjir voru færðir til í starfi eins og einn sem lengi sinnti yfirmannsstöðu hjá miðlægri rannsóknardeild en er nú starfandi á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kemur það þér á óvart að afleiðingarnar séu ekki meiri en þessar? „Nei, í raun og veru ekki. Við sjáum þetta í svo mörgum ofbeldismálum á svo mörgum vinnustöðum út um allt.“ Niðurstaðan sé oft sú að málin séu ekki svo alvarleg og þannig dregið úr þeim. Brotaþolar verði að geta treyst því að mál þeirra séu rannsökuð til fulls. „Og ég get ekki séð hvernig á að treysta því þegar við erum með ofbeldisfólk í vinnu við að rannsaka þessi mál.“ Lögreglan Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm erfið starfsmannamál litin alvarlegum augum Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum 13. desember 2023 15:11 Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. 15. september 2023 07:01 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fimm mál varðandi kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi milli starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru til meðferðar hjá embættinu á síðasta ári. Lögreglan segir málin öll litin alvarlegum augum og starfsfólki hafi verið veitt aukin fræðsla um mörk í samskiptum. Berðu straust til lögreglunnar þegar þetta er staðan? „Það er mjög erfitt að gera það, sér í lagi þegar menn, sem hafa gerst sekir um ofbeldishegðun, eru að vinna meðal annars við rannsókn kynferðisbrota. Við getum þá ekki tryggt að við séum að fá réttláta málsmeðferð hjá lögreglunni,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Lögreglan sé auðvitað ekki undanskilin því að hafa fólk innan sinna raða sem beitt hefur ofbeldi. Guðný segir auðvitað margt gott fólk vinna innan lögreglunnar. „En þegar við erum að sjá fólk í yfirmannastöðum gerast sekt um svona brot þá auðvitað viljum við sjá einhverjar afleiðingar af því eins og við sjáum fyrir alla gerendur, að þeir taki ábyrgð og geti unnið í sínum málum.“ Guðný opnaði sig í viðtali við Vísi um nauðgun sem hún varð fyrir á fertugsafmælinu sínu, bataferlið og stofnun Hagsmunasamtaka brotaþola. Kemur ekki á óvart En hvað verður svo um þessa gerendur, lögreglufólk sem hefur beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi á einn eða annan hátt? Jú, einhverjir voru færðir til í starfi eins og einn sem lengi sinnti yfirmannsstöðu hjá miðlægri rannsóknardeild en er nú starfandi á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kemur það þér á óvart að afleiðingarnar séu ekki meiri en þessar? „Nei, í raun og veru ekki. Við sjáum þetta í svo mörgum ofbeldismálum á svo mörgum vinnustöðum út um allt.“ Niðurstaðan sé oft sú að málin séu ekki svo alvarleg og þannig dregið úr þeim. Brotaþolar verði að geta treyst því að mál þeirra séu rannsökuð til fulls. „Og ég get ekki séð hvernig á að treysta því þegar við erum með ofbeldisfólk í vinnu við að rannsaka þessi mál.“
Lögreglan Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm erfið starfsmannamál litin alvarlegum augum Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum 13. desember 2023 15:11 Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. 15. september 2023 07:01 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fimm erfið starfsmannamál litin alvarlegum augum Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum 13. desember 2023 15:11
Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. 15. september 2023 07:01