Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2024 23:45 Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir ekki koma á óvart að fólk innan lögreglu hafi gerst sekt um að beita hvort annað ofbeldi. Erfitt sé að sjá hvernig brotaþolar eigi að treysta lögreglu til að rannsaka ofbeldismál. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. Fimm mál varðandi kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi milli starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru til meðferðar hjá embættinu á síðasta ári. Lögreglan segir málin öll litin alvarlegum augum og starfsfólki hafi verið veitt aukin fræðsla um mörk í samskiptum. Berðu straust til lögreglunnar þegar þetta er staðan? „Það er mjög erfitt að gera það, sér í lagi þegar menn, sem hafa gerst sekir um ofbeldishegðun, eru að vinna meðal annars við rannsókn kynferðisbrota. Við getum þá ekki tryggt að við séum að fá réttláta málsmeðferð hjá lögreglunni,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Lögreglan sé auðvitað ekki undanskilin því að hafa fólk innan sinna raða sem beitt hefur ofbeldi. Guðný segir auðvitað margt gott fólk vinna innan lögreglunnar. „En þegar við erum að sjá fólk í yfirmannastöðum gerast sekt um svona brot þá auðvitað viljum við sjá einhverjar afleiðingar af því eins og við sjáum fyrir alla gerendur, að þeir taki ábyrgð og geti unnið í sínum málum.“ Guðný opnaði sig í viðtali við Vísi um nauðgun sem hún varð fyrir á fertugsafmælinu sínu, bataferlið og stofnun Hagsmunasamtaka brotaþola. Kemur ekki á óvart En hvað verður svo um þessa gerendur, lögreglufólk sem hefur beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi á einn eða annan hátt? Jú, einhverjir voru færðir til í starfi eins og einn sem lengi sinnti yfirmannsstöðu hjá miðlægri rannsóknardeild en er nú starfandi á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kemur það þér á óvart að afleiðingarnar séu ekki meiri en þessar? „Nei, í raun og veru ekki. Við sjáum þetta í svo mörgum ofbeldismálum á svo mörgum vinnustöðum út um allt.“ Niðurstaðan sé oft sú að málin séu ekki svo alvarleg og þannig dregið úr þeim. Brotaþolar verði að geta treyst því að mál þeirra séu rannsökuð til fulls. „Og ég get ekki séð hvernig á að treysta því þegar við erum með ofbeldisfólk í vinnu við að rannsaka þessi mál.“ Lögreglan Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm erfið starfsmannamál litin alvarlegum augum Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum 13. desember 2023 15:11 Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. 15. september 2023 07:01 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Fimm mál varðandi kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi milli starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru til meðferðar hjá embættinu á síðasta ári. Lögreglan segir málin öll litin alvarlegum augum og starfsfólki hafi verið veitt aukin fræðsla um mörk í samskiptum. Berðu straust til lögreglunnar þegar þetta er staðan? „Það er mjög erfitt að gera það, sér í lagi þegar menn, sem hafa gerst sekir um ofbeldishegðun, eru að vinna meðal annars við rannsókn kynferðisbrota. Við getum þá ekki tryggt að við séum að fá réttláta málsmeðferð hjá lögreglunni,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Lögreglan sé auðvitað ekki undanskilin því að hafa fólk innan sinna raða sem beitt hefur ofbeldi. Guðný segir auðvitað margt gott fólk vinna innan lögreglunnar. „En þegar við erum að sjá fólk í yfirmannastöðum gerast sekt um svona brot þá auðvitað viljum við sjá einhverjar afleiðingar af því eins og við sjáum fyrir alla gerendur, að þeir taki ábyrgð og geti unnið í sínum málum.“ Guðný opnaði sig í viðtali við Vísi um nauðgun sem hún varð fyrir á fertugsafmælinu sínu, bataferlið og stofnun Hagsmunasamtaka brotaþola. Kemur ekki á óvart En hvað verður svo um þessa gerendur, lögreglufólk sem hefur beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi á einn eða annan hátt? Jú, einhverjir voru færðir til í starfi eins og einn sem lengi sinnti yfirmannsstöðu hjá miðlægri rannsóknardeild en er nú starfandi á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kemur það þér á óvart að afleiðingarnar séu ekki meiri en þessar? „Nei, í raun og veru ekki. Við sjáum þetta í svo mörgum ofbeldismálum á svo mörgum vinnustöðum út um allt.“ Niðurstaðan sé oft sú að málin séu ekki svo alvarleg og þannig dregið úr þeim. Brotaþolar verði að geta treyst því að mál þeirra séu rannsökuð til fulls. „Og ég get ekki séð hvernig á að treysta því þegar við erum með ofbeldisfólk í vinnu við að rannsaka þessi mál.“
Lögreglan Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm erfið starfsmannamál litin alvarlegum augum Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum 13. desember 2023 15:11 Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. 15. september 2023 07:01 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Fimm erfið starfsmannamál litin alvarlegum augum Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum 13. desember 2023 15:11
Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. 15. september 2023 07:01