Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. janúar 2024 12:00 Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. „Við erum að sjá að það hefur dregið ansi mikið úr gosvirkni og sjáum greinilega að gossprungan sem opnaðist í hádeginu í gær alveg syðst, hún virðist alveg hætt að framleiða hraun, sem eru auðvitað góðar fréttir,“ segir Kristín Jónsdóttir á Veðurstofu Íslands og vísar þar til gossprungunnar sem opnaðist nær Grindavík. Hraun er hætt að streyma úr henni en þrjú hús urðu því að bráð og jaðar þess nær að því fjórða. Að neðan má sjá myndefni úr þyrluflugi yfir Grindavík fyrir hádegi. Farið var yfir nýjustu gögn og mælingar á fundi vísindamanna í morgun og Kristín segir þau sýna að enn séu hreyfingar á svæðinu. „Það er hreyfing yfir Grindavík, sem í rauninni þýðir að þar geta sprungur enn verið að opnast og þar er í raun mikil hætta þó að við lítum bara á sprungur og sprunguopnun,“ segir Kristín. Þrjú hús hafa orðið hrauninu að bráð við götuna Efrahóp en hraun er hætt að streyma úr sprungunni.Vísir Með sprungum, áttu þá við mögulegar gossprungur? „Í rauninni erum við að segja að það geti opnast nýjar gossprungur en svo eru líka þessar gliðnunarsprungur sem við búumst við að séu núna að stækka.“ Mikil aflögun sé í Grindavík. „Bjögun á jarðskorpunni og mikil víkkun sem á sér stað yfir ganginum. Þarna er að myndast sigdalur og sprungur að opnast. Það tognar á jarðskorpunni og verður samþöppun í kringum þennan sigdal,“ segir Kristín og bætir við að sigdalurinn gangi í gegnum Grindavík. Hraunflæði aukist hugsanlega aftur Dregið hefur úr virkni í stærri sprungunni fjær Grindavík sem er orðin slitrótt og hraun streymir úr einstaka opum. Kristín segir töluverða óvissu um framhaldið. „Og ekki útilokað að það sé töluvert kvikustreymi inn á þetta svæði þannig að hugsanlega eykst hraunflæðið aftur og við teljum þetta svæði vera mikið hættusvæði.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
„Við erum að sjá að það hefur dregið ansi mikið úr gosvirkni og sjáum greinilega að gossprungan sem opnaðist í hádeginu í gær alveg syðst, hún virðist alveg hætt að framleiða hraun, sem eru auðvitað góðar fréttir,“ segir Kristín Jónsdóttir á Veðurstofu Íslands og vísar þar til gossprungunnar sem opnaðist nær Grindavík. Hraun er hætt að streyma úr henni en þrjú hús urðu því að bráð og jaðar þess nær að því fjórða. Að neðan má sjá myndefni úr þyrluflugi yfir Grindavík fyrir hádegi. Farið var yfir nýjustu gögn og mælingar á fundi vísindamanna í morgun og Kristín segir þau sýna að enn séu hreyfingar á svæðinu. „Það er hreyfing yfir Grindavík, sem í rauninni þýðir að þar geta sprungur enn verið að opnast og þar er í raun mikil hætta þó að við lítum bara á sprungur og sprunguopnun,“ segir Kristín. Þrjú hús hafa orðið hrauninu að bráð við götuna Efrahóp en hraun er hætt að streyma úr sprungunni.Vísir Með sprungum, áttu þá við mögulegar gossprungur? „Í rauninni erum við að segja að það geti opnast nýjar gossprungur en svo eru líka þessar gliðnunarsprungur sem við búumst við að séu núna að stækka.“ Mikil aflögun sé í Grindavík. „Bjögun á jarðskorpunni og mikil víkkun sem á sér stað yfir ganginum. Þarna er að myndast sigdalur og sprungur að opnast. Það tognar á jarðskorpunni og verður samþöppun í kringum þennan sigdal,“ segir Kristín og bætir við að sigdalurinn gangi í gegnum Grindavík. Hraunflæði aukist hugsanlega aftur Dregið hefur úr virkni í stærri sprungunni fjær Grindavík sem er orðin slitrótt og hraun streymir úr einstaka opum. Kristín segir töluverða óvissu um framhaldið. „Og ekki útilokað að það sé töluvert kvikustreymi inn á þetta svæði þannig að hugsanlega eykst hraunflæðið aftur og við teljum þetta svæði vera mikið hættusvæði.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira