Eigandi B5 vill hafa hendur í hári brennuvarga Kolbeinn Tumi Daðason og Lovísa Arnardóttir skrifa 15. janúar 2024 11:07 Skjáskot úr myndbandinu sem Sverrir Einar birti á Facebook. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B5 við Bankastræti og Nýju vínbúðarinnar, hefur heitið 100 þúsund krónum hverjum þeim sem getur komið með traustar ábendingar um hverjir voru að verki í Skipholti sunnudaginn 14. janúar og reyndu að kveikja í Brim hóteli Sverrir Einar birtir myndskeið á Facebook-síðu sinni úr öryggismyndavél þar sem sjá má tvo grímuklædda einstaklinga koma að húsinu við Skipholt 27, mölva þar rúðu og reyna að kveikja í húsnæðinu. Um er ræða Brim hótel sem Sverrir Einar rekur. Sverrir Einar hefur í kjölfarið ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu í rekstri sínum vegna skemmdarverka og hótana af hálfu „strákagengis“. Hann segir í yfirlýsingu til fréttastofu að hann hafi leitað til lögreglu vegna málsins en lítið gerst í rannsókn þeirra. Þá staðfestir hann að hann hafi einnig leitað til lögreglu vegna árásar að heimili barna hans og á hann sjálfan fyrir um viku síðan. „Ég vil í raun ekki segja meira um þetta mál, en ég get staðfest þetta. Þetta hefur allt verið tilkynnt til lögreglu, en ekkert komið út úr því,“ segir Sverrir. Hann segir að ástæða þess að hann hafi leitað til lögreglunnar séu bæði skemmdarverk en einnig hótanir frá því sem hann kallar „strákagengi“ sem komst upp á kant við dyraverði hjá fyrirtæki sem leigir út dyravörslu til skemmtistaða fyrir um hálfum mánuði. Hefur hætt viðskiptum við fyrirtækið „Strákarnir eru ekki klárari en svo að þeir hafa beint reiði sinni að mér,“ segir Sverrir í yfirlýsingu sinni. Hann segir að frá því að þetta gerðist hafi hann látið af viðskiptum við þetta tiltekna dyravarðafyrirtæki. Hann hafi vonast til þess að lögreglan myndi bregðast skjótt við til að tryggja öryggi gegn þeim sem hafi hótað og framið skemmdarverk en að „drengirnir virðist til alls vísir“. Rannsókn skilað litlu Þá segir Sverrir að skoðun lögreglu á málinu hafi engu skilað og gangi ekki neitt. „Þess vegna ákvað ég að birta sjálfur þetta myndband í von um að hafa uppi á þessum pörupiltum. Á myndbandinu sést tilraun til íkveikju á hóteli sem ég rek sem gerð var núna á sunnudagsmorguninn. Þetta er að sjálfsögðu stóralvarlegur glæpur. Betur fór en á horfðist og skaði sem betur fer lítill,“ segir Sverrir Einar og að til að tryggja öryggi bæði hans og viðskiptavina sinna hafi hann ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu „og finna þessa drengi til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki.“ Enginn handtekinn vegna málsins Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að málin séu bæði til rannsóknar hjá lögreglunni. Hann sagði ekki vitað hvort þau væru tengd og að hann enginn hafi verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins. Fréttin var uppfærð eftir að yfirlýsing barst frá Sverri Einari þann 15.1.2024 klukkan 11:21. Fréttin var aftur uppfærð klukkan 12:11 eftir samtal við lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Hótel á Íslandi Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Sverrir Einar birtir myndskeið á Facebook-síðu sinni úr öryggismyndavél þar sem sjá má tvo grímuklædda einstaklinga koma að húsinu við Skipholt 27, mölva þar rúðu og reyna að kveikja í húsnæðinu. Um er ræða Brim hótel sem Sverrir Einar rekur. Sverrir Einar hefur í kjölfarið ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu í rekstri sínum vegna skemmdarverka og hótana af hálfu „strákagengis“. Hann segir í yfirlýsingu til fréttastofu að hann hafi leitað til lögreglu vegna málsins en lítið gerst í rannsókn þeirra. Þá staðfestir hann að hann hafi einnig leitað til lögreglu vegna árásar að heimili barna hans og á hann sjálfan fyrir um viku síðan. „Ég vil í raun ekki segja meira um þetta mál, en ég get staðfest þetta. Þetta hefur allt verið tilkynnt til lögreglu, en ekkert komið út úr því,“ segir Sverrir. Hann segir að ástæða þess að hann hafi leitað til lögreglunnar séu bæði skemmdarverk en einnig hótanir frá því sem hann kallar „strákagengi“ sem komst upp á kant við dyraverði hjá fyrirtæki sem leigir út dyravörslu til skemmtistaða fyrir um hálfum mánuði. Hefur hætt viðskiptum við fyrirtækið „Strákarnir eru ekki klárari en svo að þeir hafa beint reiði sinni að mér,“ segir Sverrir í yfirlýsingu sinni. Hann segir að frá því að þetta gerðist hafi hann látið af viðskiptum við þetta tiltekna dyravarðafyrirtæki. Hann hafi vonast til þess að lögreglan myndi bregðast skjótt við til að tryggja öryggi gegn þeim sem hafi hótað og framið skemmdarverk en að „drengirnir virðist til alls vísir“. Rannsókn skilað litlu Þá segir Sverrir að skoðun lögreglu á málinu hafi engu skilað og gangi ekki neitt. „Þess vegna ákvað ég að birta sjálfur þetta myndband í von um að hafa uppi á þessum pörupiltum. Á myndbandinu sést tilraun til íkveikju á hóteli sem ég rek sem gerð var núna á sunnudagsmorguninn. Þetta er að sjálfsögðu stóralvarlegur glæpur. Betur fór en á horfðist og skaði sem betur fer lítill,“ segir Sverrir Einar og að til að tryggja öryggi bæði hans og viðskiptavina sinna hafi hann ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu „og finna þessa drengi til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki.“ Enginn handtekinn vegna málsins Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að málin séu bæði til rannsóknar hjá lögreglunni. Hann sagði ekki vitað hvort þau væru tengd og að hann enginn hafi verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins. Fréttin var uppfærð eftir að yfirlýsing barst frá Sverri Einari þann 15.1.2024 klukkan 11:21. Fréttin var aftur uppfærð klukkan 12:11 eftir samtal við lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Hótel á Íslandi Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira