Innlent

Nafn mannsins sem saknað er eftir vinnu­slysið

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Lúðvíks er enn saknað eftir slysið. 
Lúðvíks er enn saknað eftir slysið. 

Maðurinn sem saknað er eftir vinnuslys sem varð í Grindavík þann 10. janúar heitir Lúðvík Pétursson. 

Lúðvík er fæddur þann 22. ágúst 1973. Hann á fjögur börn, tvö stjúpbörn og tvö barnabörn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 

Aðstandendur Lúðvíks og unnusta vilja koma á framfæri þökkum til allra viðbragðsaðila fyrir veitta aðstoð við leit hans. 

Lúðvík Pétursson.

Tengdar fréttir

Ekki hægt að rétt­læta á­fram­haldandi leit

Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. 

„Við erum bæði sorgmædd og slegin“

Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa bæði vera sorgmædda og slegna eftir atburði gærdagsins og yfirstandandi leit að manni, sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í bænum. Hugur allra Grindvíkinga sé hjá aðstandendum mannsins.

Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grinda­vík

Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×