Innlent

Al­manna­varnir funda með ráða­mönnum um á­hættu í Grinda­vík

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Víðir Reynisson er yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson er yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Vísir/arnar

Almannavarnir funda í dag með ráðamönnum og hagaðilum um framhaldið í Grindavík. Áhættur sem fylgja því að vera í bænum verða metnar.

Almannavarnir hafa verið að vinna að áhættumati fyrir bæinn síðustu daga. Áhættumatið verður rætt og metið á fundum dagsins, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. 

Hún vill þó ekkert segja til um það að svo stöddu hvort lagt verið til að loka Grindavík á ný eða hvenær niðurstaða mun liggja fyrir.

Hættur leynast víða í Grindavík. Leit að manni sem féll niður um sprungu í bænum var hætt í gærkvöldi, ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit vegna hættulegra aðstæðna. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×