Kolbrún Björt og Ragnar Ísleifur ný leikskáld Borgarleikhússins Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. janúar 2024 11:31 Brynjólfur Bjarnason, Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, frú Vigdís Finnbogadóttir, Ragnar Ísleifur Bragason og Brynhildur Guðjónsdóttir. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir og Ragnar Ísleifur Bragason hafa verið valin leikskáld Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur 2024 til 2026. Tilkynnt var um valið við athöfn í Borgarleikhúsinu í gær þann 11. janúar, á afmælisdegi leikfélagsins, sem fagnaði 127 árum. Fram kemur í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu að Kolbrún Björt og Ragnar Ísleifur hafi verið valin úr hópi sautján umsækjenda og að þau taki við af Birni Jóni Sigurðssyni, en verk hans verður hluti af verkefnaskrá Borgarleikhússins á næsta leikári. Leikskáldin tvö hefja störf við upphaf næsta leikárs og munu þau starfa innan veggja hússins, undir verndarvæng Leikritunarsjóðsins. Leikskáld Borgarleikhússins fá aðstöðu í leikhúsinu, vinna þar á samningstímanum og eru hluti af starfsliði Borgarleikhússins. Kappkostað er að veita leikskáldinu aðgang að allri starfsemi Borgarleikhússins og að það njóti aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra, leiklistarráðunauta og annars starfsfólks leikhússins. Auk þess á skáldið kost á samræðum við leikara, leikstjóra og leikmyndahöfunda og að sitja æfingar á verkefnum Borgarleikhússins. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir lauk BA-prófi frá Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í Shakespeare leikstjórn við Háskólann í Exeter. Kolbrún hefur starfað á Bretlandseyjum frá árinu 2013, bæði með eigin leikhóp – Brite Theater – og innanhúss við Traverse leikhúsið í Edinborg og Tron leikhúsið í Glasgow. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, núna síðast tilnefningu til skosku gagnrýnendaverðlaunanna sem leikstjóri ársins 2022. Hún átti vinningsverk í leikritunarsamkeppni Royal Shakespeare Company, 37 Plays. Ragnar Ísleifur Bragason hefur lokið námið frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og hefur tekið þátt í starfi fjölda leikhópa á Íslandi í rúman áratug. Þar má þar helst nefna 16 elskendur og Kriðpleir, en Ragnar er einn höfunda og flytjenda beggja hópa. Meðal verka Kriðpleirs má nefna útvarpsleikritin Bónusferðin árið 2018, Litlu jólin árið 2019, Vorar skuldir árið 2021 og Sjálfsalinn árið 2023, sem tilnefnt var til Evrópsku útvarpsverkaverðlaunanna, Prix Europa. Markmið Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur er að efla nýsköpun og fjölbreytni í íslenskri leikritun, auka vægi leikritunar í samfélaginu og stuðla að því að hún njóti virðingar í samfélagi lista. Formaður stjórnar Leikritunarsjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur, auk Brynjólfs Bjarnasonar og Brynhildar Guðjónsdóttur leikhússtjóra. Leiklistarráðunautar hússins eru stjórn sjóðsins til ráðgjafar. Menning Vistaskipti Leikhús Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu að Kolbrún Björt og Ragnar Ísleifur hafi verið valin úr hópi sautján umsækjenda og að þau taki við af Birni Jóni Sigurðssyni, en verk hans verður hluti af verkefnaskrá Borgarleikhússins á næsta leikári. Leikskáldin tvö hefja störf við upphaf næsta leikárs og munu þau starfa innan veggja hússins, undir verndarvæng Leikritunarsjóðsins. Leikskáld Borgarleikhússins fá aðstöðu í leikhúsinu, vinna þar á samningstímanum og eru hluti af starfsliði Borgarleikhússins. Kappkostað er að veita leikskáldinu aðgang að allri starfsemi Borgarleikhússins og að það njóti aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra, leiklistarráðunauta og annars starfsfólks leikhússins. Auk þess á skáldið kost á samræðum við leikara, leikstjóra og leikmyndahöfunda og að sitja æfingar á verkefnum Borgarleikhússins. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir lauk BA-prófi frá Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í Shakespeare leikstjórn við Háskólann í Exeter. Kolbrún hefur starfað á Bretlandseyjum frá árinu 2013, bæði með eigin leikhóp – Brite Theater – og innanhúss við Traverse leikhúsið í Edinborg og Tron leikhúsið í Glasgow. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, núna síðast tilnefningu til skosku gagnrýnendaverðlaunanna sem leikstjóri ársins 2022. Hún átti vinningsverk í leikritunarsamkeppni Royal Shakespeare Company, 37 Plays. Ragnar Ísleifur Bragason hefur lokið námið frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og hefur tekið þátt í starfi fjölda leikhópa á Íslandi í rúman áratug. Þar má þar helst nefna 16 elskendur og Kriðpleir, en Ragnar er einn höfunda og flytjenda beggja hópa. Meðal verka Kriðpleirs má nefna útvarpsleikritin Bónusferðin árið 2018, Litlu jólin árið 2019, Vorar skuldir árið 2021 og Sjálfsalinn árið 2023, sem tilnefnt var til Evrópsku útvarpsverkaverðlaunanna, Prix Europa. Markmið Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur er að efla nýsköpun og fjölbreytni í íslenskri leikritun, auka vægi leikritunar í samfélaginu og stuðla að því að hún njóti virðingar í samfélagi lista. Formaður stjórnar Leikritunarsjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur, auk Brynjólfs Bjarnasonar og Brynhildar Guðjónsdóttur leikhússtjóra. Leiklistarráðunautar hússins eru stjórn sjóðsins til ráðgjafar.
Menning Vistaskipti Leikhús Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira