„Það styttist í það eftir því sem lengur er unnið“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 11. janúar 2024 22:32 Leitin heldur áfram við erfiðar aðstæður fram í nóttina. Vísir Enn er leitað að manni sem féll ofan í sprungu við framkvæmdir í Grindavík í gær. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að aðstæður við björgunarstarfið séu erfiðar. Aðspurður um hversu lengi verði leitað segir hann: „Helst þangað til að maðurinn finnst. Það er náttúrlega markmiðið. Það styttist í það eftir því sem lengur er unnið.“ Jón Þór segir að veðuraðstæður gera starf viðbragðsaðila erfitt þar sem mikil bleyta sé á vettvangi. Þar að auki er gríðarlega þröngt á sjálfu leitarsvæðinu og að aðeins tveir til þrír geti leitað í einu. Mannsins hefur verið saknað síðan klukkan var að ganga ellefu í gærmorgun. Hugur Grindvíkinga hjá aðstandendum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hugur Grindvíkinga sé hjá aðstandendum mannsins. „Þetta er auðvitað mjög óhugnanlegur atburður og gríðarlega sorglegur og þýðir það að við þurfum að leggja alla áherslu á það og brýna fyrir fólki, eins og reyndar hefur verið gert, að vera ekki á opnum svæðum þar sem sprungur kunna að leynast undir,“ sagði Fannar. Hann útskýrði jafnframt tildrög slyssins, eins og þau eru talin hafa verið. „Það var verið að vinna þarna að sprungufyllingu á þekktu svæði þar sem var stór sprunga. Það er búið að vera að fylla í hana að undanförnu og það var eiginlega verið að leggja lokahönd á verkið með því að þjappa fínefni og efsta laginu yfir þessa sprungu. Þannig að verkinu var nánast lokið þegar það varð þarna hrun einhvers staðar í miðri sprungunni neðarlega sem dró með sér þetta fyllingarefni sem var efst í sprungunni,“ sagði hann. Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Fleiri fréttir Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Sjá meira
Aðspurður um hversu lengi verði leitað segir hann: „Helst þangað til að maðurinn finnst. Það er náttúrlega markmiðið. Það styttist í það eftir því sem lengur er unnið.“ Jón Þór segir að veðuraðstæður gera starf viðbragðsaðila erfitt þar sem mikil bleyta sé á vettvangi. Þar að auki er gríðarlega þröngt á sjálfu leitarsvæðinu og að aðeins tveir til þrír geti leitað í einu. Mannsins hefur verið saknað síðan klukkan var að ganga ellefu í gærmorgun. Hugur Grindvíkinga hjá aðstandendum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hugur Grindvíkinga sé hjá aðstandendum mannsins. „Þetta er auðvitað mjög óhugnanlegur atburður og gríðarlega sorglegur og þýðir það að við þurfum að leggja alla áherslu á það og brýna fyrir fólki, eins og reyndar hefur verið gert, að vera ekki á opnum svæðum þar sem sprungur kunna að leynast undir,“ sagði Fannar. Hann útskýrði jafnframt tildrög slyssins, eins og þau eru talin hafa verið. „Það var verið að vinna þarna að sprungufyllingu á þekktu svæði þar sem var stór sprunga. Það er búið að vera að fylla í hana að undanförnu og það var eiginlega verið að leggja lokahönd á verkið með því að þjappa fínefni og efsta laginu yfir þessa sprungu. Þannig að verkinu var nánast lokið þegar það varð þarna hrun einhvers staðar í miðri sprungunni neðarlega sem dró með sér þetta fyllingarefni sem var efst í sprungunni,“ sagði hann.
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Fleiri fréttir Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Sjá meira