Einn hundrað áhrifamestu manna heims óttast laxeldi á Íslandi Jón Þór Stefánsson skrifar 10. janúar 2024 08:00 Hinn 85 ára gamli Yvon Chouinard segist hafa heimsótt Ísland fyrst árið 1960 og síðan hafi hann eytt mörgum dögum við íslenskar laxveiðiár. Getty Rúmlega 160 umsagnir hafa borist um frumvarp matvælaráðherra um lagareldi. Ein þessara umsagna barst í fyrradag og kemur frá hinum 85 ára gamla Yvon Chouinard, stofnanda útivistarmerkisins Patagonia. Í fyrra var hann settur á lista tímaritsins Time yfir hundrað áhrifamestu manneskjur heims. Deilir reynslu sinni af Íslandi „Ég er stangveiðimaður og hef varið mörgum góðum dögum við íslenskar ár, að veiða lax. Á þeim tíma hef ég eignast marga íslenska vini sem deila ástíðu minni á náttúrunni og þörfinni fyrir að vernda hana,“ segir í umsögn Chouinard þar sem hann deilir í stuttu máli reynslu sinni af Íslandi. „Þið þurfið ekki á mér að halda til að segja ykkur að Ísland er sérstakur staður. Á mínum 85 æviárum hef ég komið á marga framandi staði sem veiðimaður, og sem stofnandi Patagonia-vörumerkisins – og enginn þeirra jafnast á við landið ykkar.“ Þrátt fyrir þetta segist Chouinard nú áhyggjufullur vegna laxeldis á Íslandi. „En nú er ég áhyggjufullur um að ekki verði aftur snúið. Frá fyrstu ferð minni til Íslands árið 1960 höfum við sé villta laxastofninn hrynja. Og nú, ef við leyfum laxeldisiðnaðinum að halda ótrautt áfram, mun stofninn einungis verða hluti af sögubókunum, og þessi óaðfinnanlega náttúra spillast. Það hefur nú þegar gerst í Bretlandi og Noregi.“ Chouinard heldur því fram að hagkerfið snúist umhverfis náttúruna, ekki öfugt, og vill þar af leiðandi meina að eyðilegging náttúrunnar hafi í för með sér eyðingu hagkerfisins. Hann hvetur Íslendinga til að sýna frumkvæði í málinu senda þar með skilaboð til Evrópu. Yvon Chouinard stillir sér upp við hlið Toyotu árið 1993.Getty Frumvarpið eigi að koma í veg fyrir neikvæð áhrif Frumvarp Svandísar Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur verið í vinnslu í ráðuneyti hennar frá árinu 2022, en þar eru lögð til ný lög um sjókvíaeldi, landeldi og hafeldi. Á vef stjórnarráðsins eru markmið frumvarpsins útlistuð. Það snúist um að „skapa lagareldi á Íslandi skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Einnig er lögð áhersla á að lagareldi verði stjórnað út frá skilgreindum mælikvörðum sem komi í veg fyrir að greinin hafi neikvæð áhrif á umhverfi sitt, hvort sem er á vistkerfi eða villta stofna. Að auki verði dýravelferð og sjúkdómavarnir með besta hætti á heimsvísu.“ Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Eigandi Patagonia gefur fyrirtækið til góðgerðarsjóðs Bandaríski auðmaðurinn Yvon Chouinard, sem er stofnandi og eigandi útivistarfataframleiðandans Patagonia, segir að hann hafi gefið fyrirtækið til góðgerðarsjóðs. 15. september 2022 07:41 Er allt vænt grænt? Það er mikið sótt að hugmyndafræði ESG um þessar mundir og hún gagnrýnd með ýmsum hætti. Það sem veitir gagnrýnendum byr undir báða vængi er meðal annars stríð í Úkraínu og áhrif þess á orkuöryggi og matvælaverð sem og yfirvofandi alþjóðlega efnahagslægð. Undir þeim kringumstæðum er eðlilegt að staldra við og endurhugsa málin. 13. október 2022 08:01 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Var rekinn á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Í fyrra var hann settur á lista tímaritsins Time yfir hundrað áhrifamestu manneskjur heims. Deilir reynslu sinni af Íslandi „Ég er stangveiðimaður og hef varið mörgum góðum dögum við íslenskar ár, að veiða lax. Á þeim tíma hef ég eignast marga íslenska vini sem deila ástíðu minni á náttúrunni og þörfinni fyrir að vernda hana,“ segir í umsögn Chouinard þar sem hann deilir í stuttu máli reynslu sinni af Íslandi. „Þið þurfið ekki á mér að halda til að segja ykkur að Ísland er sérstakur staður. Á mínum 85 æviárum hef ég komið á marga framandi staði sem veiðimaður, og sem stofnandi Patagonia-vörumerkisins – og enginn þeirra jafnast á við landið ykkar.“ Þrátt fyrir þetta segist Chouinard nú áhyggjufullur vegna laxeldis á Íslandi. „En nú er ég áhyggjufullur um að ekki verði aftur snúið. Frá fyrstu ferð minni til Íslands árið 1960 höfum við sé villta laxastofninn hrynja. Og nú, ef við leyfum laxeldisiðnaðinum að halda ótrautt áfram, mun stofninn einungis verða hluti af sögubókunum, og þessi óaðfinnanlega náttúra spillast. Það hefur nú þegar gerst í Bretlandi og Noregi.“ Chouinard heldur því fram að hagkerfið snúist umhverfis náttúruna, ekki öfugt, og vill þar af leiðandi meina að eyðilegging náttúrunnar hafi í för með sér eyðingu hagkerfisins. Hann hvetur Íslendinga til að sýna frumkvæði í málinu senda þar með skilaboð til Evrópu. Yvon Chouinard stillir sér upp við hlið Toyotu árið 1993.Getty Frumvarpið eigi að koma í veg fyrir neikvæð áhrif Frumvarp Svandísar Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur verið í vinnslu í ráðuneyti hennar frá árinu 2022, en þar eru lögð til ný lög um sjókvíaeldi, landeldi og hafeldi. Á vef stjórnarráðsins eru markmið frumvarpsins útlistuð. Það snúist um að „skapa lagareldi á Íslandi skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Einnig er lögð áhersla á að lagareldi verði stjórnað út frá skilgreindum mælikvörðum sem komi í veg fyrir að greinin hafi neikvæð áhrif á umhverfi sitt, hvort sem er á vistkerfi eða villta stofna. Að auki verði dýravelferð og sjúkdómavarnir með besta hætti á heimsvísu.“
Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Eigandi Patagonia gefur fyrirtækið til góðgerðarsjóðs Bandaríski auðmaðurinn Yvon Chouinard, sem er stofnandi og eigandi útivistarfataframleiðandans Patagonia, segir að hann hafi gefið fyrirtækið til góðgerðarsjóðs. 15. september 2022 07:41 Er allt vænt grænt? Það er mikið sótt að hugmyndafræði ESG um þessar mundir og hún gagnrýnd með ýmsum hætti. Það sem veitir gagnrýnendum byr undir báða vængi er meðal annars stríð í Úkraínu og áhrif þess á orkuöryggi og matvælaverð sem og yfirvofandi alþjóðlega efnahagslægð. Undir þeim kringumstæðum er eðlilegt að staldra við og endurhugsa málin. 13. október 2022 08:01 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Var rekinn á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Eigandi Patagonia gefur fyrirtækið til góðgerðarsjóðs Bandaríski auðmaðurinn Yvon Chouinard, sem er stofnandi og eigandi útivistarfataframleiðandans Patagonia, segir að hann hafi gefið fyrirtækið til góðgerðarsjóðs. 15. september 2022 07:41
Er allt vænt grænt? Það er mikið sótt að hugmyndafræði ESG um þessar mundir og hún gagnrýnd með ýmsum hætti. Það sem veitir gagnrýnendum byr undir báða vængi er meðal annars stríð í Úkraínu og áhrif þess á orkuöryggi og matvælaverð sem og yfirvofandi alþjóðlega efnahagslægð. Undir þeim kringumstæðum er eðlilegt að staldra við og endurhugsa málin. 13. október 2022 08:01