Bæjarstjórn fundaði í Grindavík í fyrsta sinn síðan í október Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. janúar 2024 23:01 Smátt og smátt færist líf í Grindavík þrátt fyrir áframhaldandi eldgosahættu. Vísir/Arnar Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði í Grindavík í dag í fyrsta skipti síðan í lok október. Forseti bæjarstjórnar segir innviði líta betur út en þau þorðu að vona og segir uppbyggingu varnargarða ganga hratt fyrir sig. „Það var hugur okkar bæjarstjórnar að taka þennan fund heima og nú hefur færst aðeins líf í bæinn,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar í samtali við Vísi. Hún segir helstu mál fundarins hafa verið að skoða stöðu innviða og húsnæðis í eigu bæjarins í kjölfar jarðhræringanna. Þá hafi þau þurft að gera breytingar á fjárhagsáætlun sem þau höfðu gert drög að fyrir rýmingu. Nú verði fjármunum helst varið í uppbyggingu innviða auk sérfræðiaðstoðar sem mun bjóðast tjónþolum. „Þetta lítur betur út en við þorðum að vona,“ segir Ásrún. En þrátt fyrir það fari næstu tveir mánuðir í að laga húsnæði Grindavíkurbæjar. „Við líka vonumst til þess að það gerist ekkert meira hjá okkur,“ bætir hún við og vísar til nýs hættumats Veðurstofunnar. „Ég viðurkenni alveg eftir fréttir dagsins að það er aðeins meiri beygur í dag en í gær við þurfum samt sem áður að vera skynsöm og meðvituð um þessar hættur.“ Ásrún segir frábært að sjá hve vel bygging varnargarða hefur tekist. Um það bil tvær vikur séu í að fyrsta áfanga í byggingu garðanna í kringum Grindavík verði náð. Því fylgi mikil öryggistilfinning. „Þeir eru alveg á fullu og það er mikil breyting dag frá degi,“ segir Ásrún. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
„Það var hugur okkar bæjarstjórnar að taka þennan fund heima og nú hefur færst aðeins líf í bæinn,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar í samtali við Vísi. Hún segir helstu mál fundarins hafa verið að skoða stöðu innviða og húsnæðis í eigu bæjarins í kjölfar jarðhræringanna. Þá hafi þau þurft að gera breytingar á fjárhagsáætlun sem þau höfðu gert drög að fyrir rýmingu. Nú verði fjármunum helst varið í uppbyggingu innviða auk sérfræðiaðstoðar sem mun bjóðast tjónþolum. „Þetta lítur betur út en við þorðum að vona,“ segir Ásrún. En þrátt fyrir það fari næstu tveir mánuðir í að laga húsnæði Grindavíkurbæjar. „Við líka vonumst til þess að það gerist ekkert meira hjá okkur,“ bætir hún við og vísar til nýs hættumats Veðurstofunnar. „Ég viðurkenni alveg eftir fréttir dagsins að það er aðeins meiri beygur í dag en í gær við þurfum samt sem áður að vera skynsöm og meðvituð um þessar hættur.“ Ásrún segir frábært að sjá hve vel bygging varnargarða hefur tekist. Um það bil tvær vikur séu í að fyrsta áfanga í byggingu garðanna í kringum Grindavík verði náð. Því fylgi mikil öryggistilfinning. „Þeir eru alveg á fullu og það er mikil breyting dag frá degi,“ segir Ásrún.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira