Búin að fá allar viðvaranir sem munu koma Jón Þór Stefánsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 9. janúar 2024 19:15 Víðir Reynisson segir að mögulega komi aftur til rýminga á næstu dögum, eða jafnvel fyrr. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna, segir fregnir af því að rúmmál kvikunnar á Reykjanesskaga sé orðið svipað og fyrir síðasta gos, breyta stöðunni. „Við erum alltaf að nálgast þennan tíma þar sem að kvikuhlaup gæti farið að stað, sem gæti endað með eldgosi. Við erum búin að fá í dag allar þær viðvaranir sem við munum fá. Það næsta sem gerist er að atburðurinn fer í gang.“ Hann segir að ef Veðurstofan fái vísbendingar um að sá atburður sé að hefjast þá verði aftur farið í rýmingar. „Þá verður allt svæðið rýmt um leið og það gerist. Þannig að Grindvíkingar og þeir sem dvelja eða starfa við Svartsengi þurfa að vera undirbúnir undir það að rýma með skömmum fyrirvara. Slíkar ákvarðanir gætu verið teknar með mjög stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Það er ekki komið að því að rýma, en það gæti breyst mjög hratt, á næstu dögum eða jafnvel fyrr.“ Aðspurður um hvort það sé skynsamlegt að hefja atvinnustarfsemi á ný í Grindavík segir Víðir að ef fyrirtæki treysti sér til rýmingar á skömmum tíma þá hafi verið gefið leyfi fyrir því að hefja störf. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sagði í dag að ekki væri hægt að útiloka að í nýtt eldgos myndi hefjast skammt frá Grindavík, eða jafnvel í bænum. Aðspurður út í þau ummæli sagði Víðir það vera einu alvarlegustu sviðsmyndina sem væri til skoðunar. „Það er ekki líklegasta sviðsmyndin, en það er ekki útilokað. Og þess vegna getum við ekki tekið neina sénsa og munum ekki gera það. Við munum rýma svæðið allt saman ef þetta fer af stað.“ Skilaboð Víðis til þeirra sem dvelja í Grindavík eru á þá leið að fólk skuli vera viðbúið því að þurfa að fara með skömmum fyrirvara. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
„Við erum alltaf að nálgast þennan tíma þar sem að kvikuhlaup gæti farið að stað, sem gæti endað með eldgosi. Við erum búin að fá í dag allar þær viðvaranir sem við munum fá. Það næsta sem gerist er að atburðurinn fer í gang.“ Hann segir að ef Veðurstofan fái vísbendingar um að sá atburður sé að hefjast þá verði aftur farið í rýmingar. „Þá verður allt svæðið rýmt um leið og það gerist. Þannig að Grindvíkingar og þeir sem dvelja eða starfa við Svartsengi þurfa að vera undirbúnir undir það að rýma með skömmum fyrirvara. Slíkar ákvarðanir gætu verið teknar með mjög stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Það er ekki komið að því að rýma, en það gæti breyst mjög hratt, á næstu dögum eða jafnvel fyrr.“ Aðspurður um hvort það sé skynsamlegt að hefja atvinnustarfsemi á ný í Grindavík segir Víðir að ef fyrirtæki treysti sér til rýmingar á skömmum tíma þá hafi verið gefið leyfi fyrir því að hefja störf. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sagði í dag að ekki væri hægt að útiloka að í nýtt eldgos myndi hefjast skammt frá Grindavík, eða jafnvel í bænum. Aðspurður út í þau ummæli sagði Víðir það vera einu alvarlegustu sviðsmyndina sem væri til skoðunar. „Það er ekki líklegasta sviðsmyndin, en það er ekki útilokað. Og þess vegna getum við ekki tekið neina sénsa og munum ekki gera það. Við munum rýma svæðið allt saman ef þetta fer af stað.“ Skilaboð Víðis til þeirra sem dvelja í Grindavík eru á þá leið að fólk skuli vera viðbúið því að þurfa að fara með skömmum fyrirvara.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira