Áhyggjuefni að umboðsmaður setji dýravelferð til hliðar í álitinu Lovísa Arnardóttir skrifar 9. janúar 2024 08:36 Dýraverndunarsamband Íslands segja það vonbrigði að dýraverndunarlögin hafi ekki meira vægi í áliti umboðsmanns Alþingis. Myndin er frá mótmælum vegna hvalveiða í sumar. Vísir/Lovísa Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) segir það vonbrigði að umboðsmaður Alþingis gefi gömlum hvalveiðilögum meira vægi en nýjum dýraverndarlögum í nýju áliti sínu um hvalveiðar. Í yfirlýsingu DÍS segir að í áliti umboðsmanns séu lög um velferð dýra frá 2013 víkjandi en tekið fram að ekki hafi verið nægilega skýr stoð í lögum um hvalveiðar frá 1949 fyrir ákvörðun matvælaráðherra um frestun veiða. í áliti umboðsmanns sagði að ráðherra hefði skort hafi lagaheimild til að fresta veiðitímabili á langreyðum sumarið 2023. „Þannig er í álitinu vægi 75 ára úreltra hvalveiðilaga metið mun þyngra en 11 ára laga um dýravelferð,“ segir í yfirlýsingunni og að samtökin telji það mikið áhyggjuefni að dýravelferð sé þannig sett til hliðar. Samtökin hvetja ríkisstjórn og Alþingi til að endurskoða löggjöf án tafar og tryggja með þeirri endurskoðun að dýr njóti vafans og að atvinnuréttur sé ekki látinn ganga framan því að tryggja að lög um dýravelferð séu uppfyllt. „Í tilviki Hvals hf. var búið að sýna fram á veiðarnar væru ekki í samræmi við lög um velferð dýra og því bar ráðherra að bregðast við,“ segir í yfirlýsingu og að álið umboðsmanns hafi leitt í ljós nauðsynlega endurskoðun og breytingu á lögunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna þessa máls um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag. Hvalir Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram um leið og þing kemur saman Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi. 9. janúar 2024 06:47 Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar. 8. janúar 2024 18:55 Meirihluti þjóðarinnar ósáttur með framgöngu Svandísar Meirihluti þjóðarinnar segist ósáttur með framgöngu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í hvalveiðimálinu, eða tæp fimmtíu og tvö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var rétt fyrir áramót. 6. janúar 2024 21:01 Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08 Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Í yfirlýsingu DÍS segir að í áliti umboðsmanns séu lög um velferð dýra frá 2013 víkjandi en tekið fram að ekki hafi verið nægilega skýr stoð í lögum um hvalveiðar frá 1949 fyrir ákvörðun matvælaráðherra um frestun veiða. í áliti umboðsmanns sagði að ráðherra hefði skort hafi lagaheimild til að fresta veiðitímabili á langreyðum sumarið 2023. „Þannig er í álitinu vægi 75 ára úreltra hvalveiðilaga metið mun þyngra en 11 ára laga um dýravelferð,“ segir í yfirlýsingunni og að samtökin telji það mikið áhyggjuefni að dýravelferð sé þannig sett til hliðar. Samtökin hvetja ríkisstjórn og Alþingi til að endurskoða löggjöf án tafar og tryggja með þeirri endurskoðun að dýr njóti vafans og að atvinnuréttur sé ekki látinn ganga framan því að tryggja að lög um dýravelferð séu uppfyllt. „Í tilviki Hvals hf. var búið að sýna fram á veiðarnar væru ekki í samræmi við lög um velferð dýra og því bar ráðherra að bregðast við,“ segir í yfirlýsingu og að álið umboðsmanns hafi leitt í ljós nauðsynlega endurskoðun og breytingu á lögunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna þessa máls um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag.
Hvalir Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram um leið og þing kemur saman Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi. 9. janúar 2024 06:47 Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar. 8. janúar 2024 18:55 Meirihluti þjóðarinnar ósáttur með framgöngu Svandísar Meirihluti þjóðarinnar segist ósáttur með framgöngu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í hvalveiðimálinu, eða tæp fimmtíu og tvö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var rétt fyrir áramót. 6. janúar 2024 21:01 Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08 Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Vantrauststillaga lögð fram um leið og þing kemur saman Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi. 9. janúar 2024 06:47
Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar. 8. janúar 2024 18:55
Meirihluti þjóðarinnar ósáttur með framgöngu Svandísar Meirihluti þjóðarinnar segist ósáttur með framgöngu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í hvalveiðimálinu, eða tæp fimmtíu og tvö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var rétt fyrir áramót. 6. janúar 2024 21:01
Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08
Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55
Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20