„Bílstjórinn stendur sig mjög vel en þessar aðstæður eru óviðunandi“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. janúar 2024 22:32 Auður Eiðsdóttir, íbúi í Borgarbyggð, segir flughála vegi ekkert hafa verið hálkuvarða þrátt fyrir yfirlýstan forgang vega þar sem er skólaakstur. Íbúi Borgarbyggðar segir vegi ekkert hafa verið hálkuvarða þrátt fyrir yfirlýsingar sveitarfélagsins um að í forgangi séu vegir þar sem er skólaakstur. Skólarútan ferðist löturhægt um fljúgandi hálar ósaltaðar brekkur. Vísir fjallaði í gær um að í Borgarbyggð vildu hvorki sveitarfélagið né Vegagerðina taka ábyrgð á hálkuvörnum á flughálum vegi að sumarhúsabyggð. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að verkefnið væri á lista hjá Vegagerðinni en að vegurinn væri ekki í forgangi. Þá kom líka fram að forgang fengju þeir vegir þar sem er skólaakstur. Auður Eiðsdóttir, íbúi í Borgarbyggð, sá fréttina og rak augun að sveitarfélagið setti í forgang vegi þar sem er skólaakstur. Í hennar sveit hefur ekkert hafi verið saltað undanfarna viku. Skólarútan hafi því þurft að sækja börn eftir flughálum og stórhættulegum vegum. Enginn kannaðist við neitt „Í síðustu viku varð fljúgandi hált á miðvikudaginn. Þá hringdi ég í Borgarbyggð og út um allt til að gá hver væri ábyrgur en allir fríuðu sig af því. Meira að segja þau í Borgarbyggð létu eins og þau vissu ekkert hvað ég ætti að gera,“ segir Auður í samtali við fréttastofu. Brekkan við bæ Auðar er ansi brött og hvað þá þegar það er svona mikil hálka. „Svo hringdi maður í mig daginn eftir og sagði að vegurinn væri kominn á lista. En það virðist ekki vera komið lengra á lista,“ segir Auður og bætti við að grunnskólabörnin væru ekki í meiri forgangi en svo að ekkert væri búið að gera. „Bæði heim til mín og á næsta bæ eru mjög brattar brekkur. Það er fljúgandi hálka niður þær og ekki kantur til að bjarga sér. Þetta er ekkert grín og ég öfunda ekki skólabílstjórann,“ segir Auður. Það hefur ekkert verið gert eða lítið? „Það hefur ekkert verið gert. Þeir sem hafa verið að sjá um snjómoksturinn hafa verið boðnir og búnir þegar þurft hefur verið að moka snjó. Við höfum bara þurft að hringja eitt símtal og þeir hafa komið strax. Það hefur verið til fyrirmyndar. En það eru þessar hálkuvarnir sem eru ekki að skila sér,“ segir hún. Íbúar hjálpi bílum sem fari af hálum veginum Fjölskylda Auðar býr í dreifbýli, rétt hjá Bifröst og kemur skólarúta að sækja börnin. Auður segir nokkra bíla hafa farið út af veginum í vikunni og skólarútan lötrist áfram á stórhættulegum vegum. „Ég hringdi í Borgarbyggð til að fá upplýsingar um hver væri að koma og hvort það væri einhver að koma. Við þorðum varla á bæ en erum reyndar á góðum dekkjum. Það fóru allavega tveir eða þrír bílar út af í síðustu viku af veginum,“ segir hún. „Þannig þetta er búið að vera pínu hark líka fyrir okkur sem búum hérna í kring. Hver ber ábyrgð á að toga bílana upp? Það eru bara þeir sem fara út af og oft erum það við sem erum að aðstoða sem erum með stærri tæki og tól,“ segir Auður. Skólarútan ferðast löturhægt í fljúgandi hálku Auður segir að miðað við að sveitarfélagið setji vegi sem skólarútan fer um í forgang sé óviðunandi að ekkert hafi verið gert á tæpri viku. Er það árlegt að það sé svona slæmt og ekkert gert? „Þetta hefur oft verið slæmt en aldrei eins og núna. Ég hef ekki upplifað þetta svona en það var einn sem kommentaði hjá mér, gamall skólabílstjóri, sem sagði að þetta hefði oft verið svona. Hvernig hefur skólarútunni þá gengið í þessari færð? „Þau keyra bara löturhægt á veginum. Bílstjórinn stendur sig mjög vel en þessar aðstæður eru óviðunandi,“ segir hún. „Þessar aðstæður sem hafa verið á vegum landsins eru auðvitað hræðilegar. Maður skilur alveg hvernig þetta er mér finnst að þegar það er komin tæp vika síðan þetta byrjaði að þetta ætti að vera komið á betri stað,“ segir hún. Borgarbyggð Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Vísir fjallaði í gær um að í Borgarbyggð vildu hvorki sveitarfélagið né Vegagerðina taka ábyrgð á hálkuvörnum á flughálum vegi að sumarhúsabyggð. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að verkefnið væri á lista hjá Vegagerðinni en að vegurinn væri ekki í forgangi. Þá kom líka fram að forgang fengju þeir vegir þar sem er skólaakstur. Auður Eiðsdóttir, íbúi í Borgarbyggð, sá fréttina og rak augun að sveitarfélagið setti í forgang vegi þar sem er skólaakstur. Í hennar sveit hefur ekkert hafi verið saltað undanfarna viku. Skólarútan hafi því þurft að sækja börn eftir flughálum og stórhættulegum vegum. Enginn kannaðist við neitt „Í síðustu viku varð fljúgandi hált á miðvikudaginn. Þá hringdi ég í Borgarbyggð og út um allt til að gá hver væri ábyrgur en allir fríuðu sig af því. Meira að segja þau í Borgarbyggð létu eins og þau vissu ekkert hvað ég ætti að gera,“ segir Auður í samtali við fréttastofu. Brekkan við bæ Auðar er ansi brött og hvað þá þegar það er svona mikil hálka. „Svo hringdi maður í mig daginn eftir og sagði að vegurinn væri kominn á lista. En það virðist ekki vera komið lengra á lista,“ segir Auður og bætti við að grunnskólabörnin væru ekki í meiri forgangi en svo að ekkert væri búið að gera. „Bæði heim til mín og á næsta bæ eru mjög brattar brekkur. Það er fljúgandi hálka niður þær og ekki kantur til að bjarga sér. Þetta er ekkert grín og ég öfunda ekki skólabílstjórann,“ segir Auður. Það hefur ekkert verið gert eða lítið? „Það hefur ekkert verið gert. Þeir sem hafa verið að sjá um snjómoksturinn hafa verið boðnir og búnir þegar þurft hefur verið að moka snjó. Við höfum bara þurft að hringja eitt símtal og þeir hafa komið strax. Það hefur verið til fyrirmyndar. En það eru þessar hálkuvarnir sem eru ekki að skila sér,“ segir hún. Íbúar hjálpi bílum sem fari af hálum veginum Fjölskylda Auðar býr í dreifbýli, rétt hjá Bifröst og kemur skólarúta að sækja börnin. Auður segir nokkra bíla hafa farið út af veginum í vikunni og skólarútan lötrist áfram á stórhættulegum vegum. „Ég hringdi í Borgarbyggð til að fá upplýsingar um hver væri að koma og hvort það væri einhver að koma. Við þorðum varla á bæ en erum reyndar á góðum dekkjum. Það fóru allavega tveir eða þrír bílar út af í síðustu viku af veginum,“ segir hún. „Þannig þetta er búið að vera pínu hark líka fyrir okkur sem búum hérna í kring. Hver ber ábyrgð á að toga bílana upp? Það eru bara þeir sem fara út af og oft erum það við sem erum að aðstoða sem erum með stærri tæki og tól,“ segir Auður. Skólarútan ferðast löturhægt í fljúgandi hálku Auður segir að miðað við að sveitarfélagið setji vegi sem skólarútan fer um í forgang sé óviðunandi að ekkert hafi verið gert á tæpri viku. Er það árlegt að það sé svona slæmt og ekkert gert? „Þetta hefur oft verið slæmt en aldrei eins og núna. Ég hef ekki upplifað þetta svona en það var einn sem kommentaði hjá mér, gamall skólabílstjóri, sem sagði að þetta hefði oft verið svona. Hvernig hefur skólarútunni þá gengið í þessari færð? „Þau keyra bara löturhægt á veginum. Bílstjórinn stendur sig mjög vel en þessar aðstæður eru óviðunandi,“ segir hún. „Þessar aðstæður sem hafa verið á vegum landsins eru auðvitað hræðilegar. Maður skilur alveg hvernig þetta er mér finnst að þegar það er komin tæp vika síðan þetta byrjaði að þetta ætti að vera komið á betri stað,“ segir hún.
Borgarbyggð Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira