Innlent

Þrettándabrennur víða um land

Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Eldurinn brennur glatt á brennunni í Gufunesi í kvöld.
Eldurinn brennur glatt á brennunni í Gufunesi í kvöld. Stöð 2/Ívar Fannar

Þrettándagleði fer nú víða fram um landið en á þessum degi kveðjum við Íslendingar jólahátíðina. Brennur eru í nánast hverju sveitarfélagi.

Fréttamaður ræddi við Fanný Gunnarsdóttur, formann íbúaráðs Grafarvogs og einn skipuleggjanda þrettándabrennunnar í Gufunesi, um brennuna.

„Við erum í Gufunesi á árlegri þrettándabrennu og hér er búin að vera dagskrá síðan klukkan 17. Byrjaði í Gufunesbænum með kakó og vöfflum, svo kom Skólahljómsveit Grafarvogs og spilaði og leiddi síðan göngu frá Gufunesbænum og út að sviðinu og brennunni,“ sagði Fanný um brennuna.

„Svo eru búnar að vera núna að spila fjórar hljómsveitir, ungir krakkar sem eru að stíga sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Þetta er alveg frábært tækifæri sem þau fá en þau eru öll hjá Miðstöðinni sem er vettvangur fyrir krakka í tveimur tónlistarskólum. Svo endar þetta með að Frikki Dór stígur á stokk við mikinn fögnuð,“ sagði hún um tónlistina á brennunni.

„Það hafa verið svona þrettándabrennur í áratug eða rúmlega það,“ bætti hún við.

Hver myndirðu segja að væri lykillinn að vel heppnaðri brennu?

„Það er svo margt, kynningin og Grafarvogur samanstendur af mörgum hverfum og þetta er búið að vera mjög vel kynnt á öllum síðum. Það þarf auðvitað að vera einhver dagskrá, eitthvað sem dregur að og svo þarf auðvitað að vera gott veður,“ sagði Fanný að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×