Hlynur Jónsson leggst undir forsetafeld Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. janúar 2024 22:52 Hlynur M. Jónsson er gjarnan þekktur undir nafninu HJ Elite. Hann hefur sankað að sér vænum fylgjendahópi á samfélagsmiðlum undanfarin ár. Hlynur M. Jónsson, fasteignamiðlari og áhrifavaldur, hefur tjáð fylgjendum sínum að hann sé að íhuga framboð til forseta Íslands í forsetakosningum árið 2024. Hlynur sem gengur gjarnan undir nafninu HJ Elite greindi rúmlega 38 þúsund fylgjendum sínum á Instagram frá þessu í dag með því að birta tölvugerða mynd af sér fyrir framan Bessastaði. Hann deildi sömu mynd á Twitter og hefur fengið góð viðbrögð. Jæja Herra Guðni gefur víst ekki kost á sér til áframhaldandi forsetasetu, hans og Elizu verður sárt saknað á Bessastöðum, Ég hef lagst undir feld og spurt er Ætti maður að gefa kost á sér og bjóða sig fram hvað segir þú þá tillögu og hvernig ætti næsti forseti ætti að vera ? pic.twitter.com/L2WzU2CXlA— HJ elite (Hlynur Jonsson) (@hj_elite) January 6, 2024 Við myndina skrifar hann „Jæja Herra Guðni gefur víst ekki kost á sér til áframhaldandi forsetasetu, hans og Elizu verður sárt saknað á Bessastöðum.“ Síðan segir Hlynur „Ég hef lagst undir feld“ og spyr síðan fylgjendur sína „Ætti maður að gefa kost á sér og bjóða sig fram? [H]vað segir þú [um] þá tillögu og hvernig ætti næsti forseti að vera?“ Það er spurning hvort hann bætist við þann góða hóp sem þegar hefur boðið sig fram. Fjölgar í framboðsflórunni? Frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, greindi frá því í nýársvarpi sínu að hann hygðist ekki bjóða sig fram til áframhaldandi setu á Bessastöðum hefur fjöldi fólks tilkynnt að það sé annað hvort að íhuga framboð eða ætli að bjóða sig fram. Fyrst bárust fréttir af því að Halldór Laxness, öðru nafni Dóri DNA, ætlaði að bjóða sig fram ef hann fengi 500 læk á Twitter. Þrátt fyrir gamansaman tón virtist Halldór vera að íhuga málið af alvöru. Nokkrum dögum síðar greindi hann hins vegar frá því að hann myndi aðeins bjóða sig fram ef það gysi á þrettándanum, þ.e. í dag. Sjáum hvað setur næsta klukkutímann. Að gefnu tilefni. Eftir að hafa ráðfært mig við mína nánustu hefur komið í ljós að þessi hugmynd mín, leggst ákaflega illa í fólk. Ég hef því ákveðið eftirfarandi. Muni gjósa aftur á þrettándanum (eins og ég finn á mér) - fer ég í framboð. Annars ekki.— Halldór Halldórsson (@doridna) January 2, 2024 Björgvin Páll, handboltamarkvörður, greindi frá því að hann hefði ekki tekið neina ákvörðun um forsetaframboð þar sem hann ætlaði að einbeita sér að EM í handbolta. Björgvin skrifaði einmitt barnabókina Barn verður forseti og íhugaði að bjóða sig fram til borgarstjóra fyrir Framsókn í fyrra en gerði það ekki. Fjöldi fólks hefur einnig verið mátaður við embættið. Þar má nefna rithöfundinn Sigríði Hagalín, Katrínu Jakobsdóttur, Ölmu Möller landlækni, Ingibjörgu Sólrúnu, Rannveigu Rist og Björn Zoega. Aðspurður sagði sá síðastnefndi að hann útilokaði ekki forsetaframboð. Bæði Björgvin Páll og Dóri DNA virðast hafa áhuga á forsetaembættinu. vísir Aðeins karlar boðið sig formlega fram Axel Pétur Axelsson, forsvarsmaður Frelsis TV, tilkynnti framboð sitt á miðlinum Brotkasti á nýársdag en hann bauð sig einnig fram árið 2020. Miðvikudaginn 3. janúar bættust síðan tveir við í framboðsflóruna. Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, boðaði til blaðamannafundar á heimili sínu og tilkynnti að hann hefði sagt sig úr flokknum og hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta. Arnar Þór JónssonVísir/Sigurjón Samdægurs tilkynnti eilífðarframbjóðandinn Ástþór Magnússon einnig um framboð sitt en það er í fimmta sinn sem hann býður sig fram til embættisins. Á fimmtudag greindi ísdrottningin Ásdís Rán frá því að hún væri að íhuga að bjóða sig fram til forseta. Það var þó ekki ljóst hvort um grín eða alvöru væri að ræða þar sem hún hafði svo framúrstefnulegar hugmyndir um hvað þyrfti að gera. Hún vildi Rottweiler-hunda á Bessastaði, svartan Bentley, sérmerkta einkaþotu, sértæka skatta á fólk og fyrirtæki og flytja höfuðstaðinn til Akureyrar. Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur oft verið kölluð ísdrottningin. Hún gæti orðið ísforsetinn ef hún byði sig fram og næði kjöri.vísir Í gær bættist svo við nýjasti frambjóðandinn til forsetaembættisins. Það var hinn 37 ára gamli Tómas Logi Hallgrímsson, rafvirki og björgunarsveitarmaður úr Sandgerði, sem hefur fjallað um starf björgunarsveitarmanna á samfélagsmiðlum undir nafninu Kjullibangsi. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31 Útilokar ekki forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. 4. janúar 2024 07:39 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. 3. janúar 2024 18:21 Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hlynur sem gengur gjarnan undir nafninu HJ Elite greindi rúmlega 38 þúsund fylgjendum sínum á Instagram frá þessu í dag með því að birta tölvugerða mynd af sér fyrir framan Bessastaði. Hann deildi sömu mynd á Twitter og hefur fengið góð viðbrögð. Jæja Herra Guðni gefur víst ekki kost á sér til áframhaldandi forsetasetu, hans og Elizu verður sárt saknað á Bessastöðum, Ég hef lagst undir feld og spurt er Ætti maður að gefa kost á sér og bjóða sig fram hvað segir þú þá tillögu og hvernig ætti næsti forseti ætti að vera ? pic.twitter.com/L2WzU2CXlA— HJ elite (Hlynur Jonsson) (@hj_elite) January 6, 2024 Við myndina skrifar hann „Jæja Herra Guðni gefur víst ekki kost á sér til áframhaldandi forsetasetu, hans og Elizu verður sárt saknað á Bessastöðum.“ Síðan segir Hlynur „Ég hef lagst undir feld“ og spyr síðan fylgjendur sína „Ætti maður að gefa kost á sér og bjóða sig fram? [H]vað segir þú [um] þá tillögu og hvernig ætti næsti forseti að vera?“ Það er spurning hvort hann bætist við þann góða hóp sem þegar hefur boðið sig fram. Fjölgar í framboðsflórunni? Frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, greindi frá því í nýársvarpi sínu að hann hygðist ekki bjóða sig fram til áframhaldandi setu á Bessastöðum hefur fjöldi fólks tilkynnt að það sé annað hvort að íhuga framboð eða ætli að bjóða sig fram. Fyrst bárust fréttir af því að Halldór Laxness, öðru nafni Dóri DNA, ætlaði að bjóða sig fram ef hann fengi 500 læk á Twitter. Þrátt fyrir gamansaman tón virtist Halldór vera að íhuga málið af alvöru. Nokkrum dögum síðar greindi hann hins vegar frá því að hann myndi aðeins bjóða sig fram ef það gysi á þrettándanum, þ.e. í dag. Sjáum hvað setur næsta klukkutímann. Að gefnu tilefni. Eftir að hafa ráðfært mig við mína nánustu hefur komið í ljós að þessi hugmynd mín, leggst ákaflega illa í fólk. Ég hef því ákveðið eftirfarandi. Muni gjósa aftur á þrettándanum (eins og ég finn á mér) - fer ég í framboð. Annars ekki.— Halldór Halldórsson (@doridna) January 2, 2024 Björgvin Páll, handboltamarkvörður, greindi frá því að hann hefði ekki tekið neina ákvörðun um forsetaframboð þar sem hann ætlaði að einbeita sér að EM í handbolta. Björgvin skrifaði einmitt barnabókina Barn verður forseti og íhugaði að bjóða sig fram til borgarstjóra fyrir Framsókn í fyrra en gerði það ekki. Fjöldi fólks hefur einnig verið mátaður við embættið. Þar má nefna rithöfundinn Sigríði Hagalín, Katrínu Jakobsdóttur, Ölmu Möller landlækni, Ingibjörgu Sólrúnu, Rannveigu Rist og Björn Zoega. Aðspurður sagði sá síðastnefndi að hann útilokaði ekki forsetaframboð. Bæði Björgvin Páll og Dóri DNA virðast hafa áhuga á forsetaembættinu. vísir Aðeins karlar boðið sig formlega fram Axel Pétur Axelsson, forsvarsmaður Frelsis TV, tilkynnti framboð sitt á miðlinum Brotkasti á nýársdag en hann bauð sig einnig fram árið 2020. Miðvikudaginn 3. janúar bættust síðan tveir við í framboðsflóruna. Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, boðaði til blaðamannafundar á heimili sínu og tilkynnti að hann hefði sagt sig úr flokknum og hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta. Arnar Þór JónssonVísir/Sigurjón Samdægurs tilkynnti eilífðarframbjóðandinn Ástþór Magnússon einnig um framboð sitt en það er í fimmta sinn sem hann býður sig fram til embættisins. Á fimmtudag greindi ísdrottningin Ásdís Rán frá því að hún væri að íhuga að bjóða sig fram til forseta. Það var þó ekki ljóst hvort um grín eða alvöru væri að ræða þar sem hún hafði svo framúrstefnulegar hugmyndir um hvað þyrfti að gera. Hún vildi Rottweiler-hunda á Bessastaði, svartan Bentley, sérmerkta einkaþotu, sértæka skatta á fólk og fyrirtæki og flytja höfuðstaðinn til Akureyrar. Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur oft verið kölluð ísdrottningin. Hún gæti orðið ísforsetinn ef hún byði sig fram og næði kjöri.vísir Í gær bættist svo við nýjasti frambjóðandinn til forsetaembættisins. Það var hinn 37 ára gamli Tómas Logi Hallgrímsson, rafvirki og björgunarsveitarmaður úr Sandgerði, sem hefur fjallað um starf björgunarsveitarmanna á samfélagsmiðlum undir nafninu Kjullibangsi.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31 Útilokar ekki forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. 4. janúar 2024 07:39 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. 3. janúar 2024 18:21 Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35
Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31
Útilokar ekki forsetaframboð Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar. 4. janúar 2024 07:39
Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. 3. janúar 2024 18:21
Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51
Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10